Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 48
 18. september 2010 LAUGARDAGUR6 Krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi Starfssvið Starfið felst meðal annars í viðgerðum, viðhaldi og eftirliti á bílum, vélum og tækjum á verkstæði flugvallarins. Starfsmaður mun einnig vinna við snjóruðning, hálkuvarnir, viðbúnaðar- og neyðarþjónustu og sinna afleysingu húsvarðar. Menntun og/eða reynsla Menntun og reynsla í bifvélavirkjun. Umsækjandi þarf haldgóða reynslu í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja. Meirapróf er skilyrði. Réttindi á þungavinnuvélar er æskilegt. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, hefur frumkvæði í starfi, lipra og þægilega framkomu og getu til að vinna undir álagi. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri í síma 422 4000. Umsóknarfrestur er til 30.september og umsóknum skulu fylgja afrit af skírteinum og öðru því er máli skiptir. Umsóknareyðublöð má finna á heimsíðu Isavia ohf. www.isavia.is Isavia ohf. óskar að ráða tímabundið til 30. september 2011 bifvélavirkja/vélvirkja vanan viðgerðum og viðhaldi bifreiða, véla og tækja til starfa á Akureyrarflugvelli. Hjá Isavia ohf. starfa um 550 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugleiðsögðuþjónustu fyrir innanlands og millilandaflug auk yfirflugþjónustu yfir Norður-Atlantshafið. Isavia ohf. leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Forritari Háskóli Íslands óskar eftir að ráða forritara fyrir „UGLU“, innri vef Háskólans. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Leitað er að áhugasömum einstaklingi með reynslu af forritun í PHP eða sambærilegu máli. Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun er kostur. Hæfileikar í mannlegum samskiptum, hópstarfi og sjálfstæði í vinnubrögðum eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð íslensku- og enskukunnátta er kostur. Umsóknarfrestur er til 4. október nk. Sjá nánar: www.starfatorg.is og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf Nánari upplýsingar veitir Ragnar Stefán Ragnarsson, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar, í síma 525 4221 eða með tölvupósti, ragnarst@hi.is. af jafnréttisáætlun Háskólans. Óskað er eftir aðstoð á tannlæknastofu á Reykjavíkursvæðinu í 75% starf. Áhugasamir eru beðnir að senda umsókn á jaxlar@simnet.is Platon er Gull samstarfsaðili Microsoft á sviði BI og hefur m.a. verið valin „BI Partner of the year“ í Danmörku 2009 og í Noregi 2010. Sjá nánar www.platon.is Platon óskar eftir að ráða til sín sérfræðinga á sviði viðskiptagreindar. Platon er stærsta óháða ráðgjafafyrirtækið á sviði upplýsingastýringar á skrifstofum. Helstu viðskiptavinir Platon eru af ýmsum toga svo sem stærstu fyrirtæki á Norðurlöndum og stór fyrirtæki á heimsvísu. Platon leggur mikið upp úr að ráðgjafar sínir séu þeir allra bestu í faginu og t.a.m. hefur fyrirtækið fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar á sínu sviði því til sönnunar. Hjá Platon ríkir skemmtilegur andi og mikil samvinna. Þekkingarmiðlun er einn af lykilþáttum í Að þessu sinni leitar Platon á Íslandi að ráðgjöfum með þekkingu á Microsoft BI. Mikill kostur ef viðkomandi getur tekið þátt í verkefnum erlendis. Það sem við erum helst að leita eftir er: Aðili sem getur bæði unnið sjálfstætt og í hópi vinnubrögð Almenn þekking á viðskiptagreind Mjög góð þekking á viðskiptagreindartólum frá Microsoft Þekking á SQL Server Ráðgjöf varðandi stefnumótun á sviði viðskiptagreindar Ráðgjöf á sviði högunar Þarfagreining, hönnun og innleiðing verkefna með MS BI tólum Þátttaka í þekkingarmiðlun Verkefnisstjórnun PLATON LEITAR AÐ RÁÐGJAFA Upplýsingastýring ehf. er dótturfélag Platon á Íslandi Verkstjóri þjónustunotenda óskast til starfa í Örva Laust er starf verkstjóra þjónustunotenda hjá Örva – starfsþjálfun. Um er að ræða fullt starf með vinnutíma frá kl. 08 - 16. Starf verkstjóra þjónustunotenda felst annars vegar í að styðja einstaklinga með skerta vinnugetu í starfsprófun og starfsþjálfun og hins vegar í verkstjórn, daglegri um- sjón með framleiðslu og samskiptum við viðskiptavini Örva. Starfsemi Örva er liður í þjónustu við fólk með fötlun sem búsett er á Reykjanesi. Sjá allar upplýsingar á vef svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi http://www.smfr.is/ Hæfniskröfur • Áhugi á málefnum fatlaðra. • Þjónustulund og jákvæðni. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Framtakssemi og samviskusemi. • Áhugi og/eða þekking á vélum og tækni æskileg. Í boði er • Spennandi og lærdómsríkt starf • Stuðningur í starfi. • Mjög fjölbreytt verkefni. Nánari upplýsingar um starfsemi Örva er hægt að nálgast http://orvi.hlutverk.is/ Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum SFR. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Örva og starfsráðgjafar í síma 554 3277. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um sbr. jafnréttisáætlun SMFR. Umsóknarfrestur er til 2. október nk. Nýr verkstjóri þarf að geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun skal skila til Örva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogur. Umsóknir má einnig senda með tölvupósti á orvi@smfr.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.