Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 52

Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 52
 18. september 2010 LAUGARDAGUR10 Icelandic Meteorological Office Í janúar 2009 var stofnuð ný Veðurstofa Íslands með sameiningu eldri Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga. Þar starfa rúmlega 250 manns víðsvegar um landið. Auk þess að taka yfir verkefni eldri stofnana hefur Veðurstofa Íslands umfangsmeira hlutverk í vöktun og rannsóknum en forverar hennar, m.a. tengdum náttúruvá, loftslags- og vatnafarsrannsóknum. Starfsmaður í eftirliti og upplýsingagjöf Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða starfsmann við eftirlit og upplýsingagjöf í vaktavinnu á Eftirlits- og spásvið. Hlutverk starfsmanns er m.a. að gera veðurathuganir og sinna almennri vöktun á veðri ásamt því að annast fjarskipti til og frá Veðurstofunni. Hann sinnir einnig eftirliti með tölvu- og fjarskipta kerfum. Auk þess miðlar hann almennum upplýsingum til þjónustuþega. Á Eftirlits- og spásviði starfa um 35 manns, þar af sinna 25 vöktun á veðri. Hæfniskröfur Stúdentspróf eða sambærilegt nám s.s í upplýsingatækni Mjög góð tölvufærni Hæfni til að miðla upplýsingum Færni í mannlegum samskiptum Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu talna og gagna Geta til að vinna undir álagi Gott vald á íslensku og ensku Um er að ræða fullt starf og fara launin eftir kjarasamningi ríkisins og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita: Theodór Freyr Hervarsson Borgar ÆvarAxelsson framkvæmdastjóri mannauðsstjóri Eftirlits- og spásviðs Veðustofu Íslands teddi@vedur.is borgar@vedur.is Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2010 Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum skulu berast Borgari Ævari Axelssyni, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið borgar@vedur.is, merkt „Eftirlit og upplýsingagjöf“. www.vedur.is 522 60 00 Fasteignasala Mosfellsbæjar auglýsir eftir lög- giltum fasteignasala til starfa sem fyrst. Við erum lítil fasteignasala með stórt hjarta í miðbæ Mosfellsbæjar. Við bjóðum upp á góð vinnuaðstöðu með skemmtilegu fólki. Erum að leita að heiðarlegri og ábyrgri manneskju sem hefur reynslu af skjalagerð við fasteignasölu. Starfið felst helst í allri skjalagerð og frágangi samn- ing. Um er ræða ca. 50-80% starfshlutfall. Umsóknir og fyrirspurnir má senda á tölvupósti til Einars Páls Kjærnested á einar@fastmos.is KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Fræðslufulltrúi Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf fræðslufulltrúa. Fræðslufulltrúi er yfirmaður fræðslumála í sveitarfélaginu. Hann hefur umsjón með þróunar- og stefnumótunarvinnu, sér um samræmingu milli skóla á sama skólastigi og á milli skólastiga þannig að skólastigin myndi samræmda heild. Fræðslufulltrúi er í forsvari fyrir skólamál sveit- arfélagsins og sér um samskipti við stofnanir bæði innan sveitarfélagsins og utan, sem og aðra opinbera aðila. Í samstarfi við skólanefnd og skólastjóra annast fræðslufull- trúinn úthlutun kennslumagns til hvers skóla sem tekur mið af samþykktri fjárhagsáætlun hverju sinni og hefur eftirlit með að framkvæmd náms í skólum sveitarfélagsins sé í samræmi við stefnu þess hverju sinni. Fræðslufull- trúi útbýr verk- og framkvæmdaáætlanir í samræmi við samþykkta stefnumótun sem hafðar eru til grundvallar við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar. Sinnir virku kostnaðareftirliti ásamtfjármálastjóra. Hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum er heyra undir hans málaflokka og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um fræðslumál. Fræðslufulltrúi hefur umsjón með leyfisveitingum vegna daggæslu í heimahúsum og eftirlit með biðlistum vegna barna sem bíða eftir daggæslu sem og umsjón með gæslu- völlum sveitarfélagsins. Sinna forvarnarstarfi í samvinnu við aðrar stofnanir bæjarins. Yfirumsjón með og ábyrgð á vinnu fyrir nefndir er heyra undir fræðsluþjónustu. Fræðslu- fulltrúi annast jafnframt önnur verkefni sem honum kunna að vera falin. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði rekstrar eða skólamála • Þekking og reynsla af áætlunargerð, úrvinnslu og fram setningu tölulegra upplýsinga • Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhags- áætlana • Góð tungumálakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti • Þekking á starfsemi sveitarfélaga og opinberri stjórn sýslu ásamt þekkingu á lögum og reglum um fræðslu- mál sveitarfélaga er æskileg • Reynsla og þekking á sviði skólamála • Reynsla af stefnumótun og samþættingarstarfi sem og af verkefnastjórnun • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga • Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli • Þekking og reynsla af starfsmannastjórnun • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálf stæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum Fræðslufulltrúi er hluti af stjórnendateymi Seltjarnarnes- bæjar sem m.a. ber ábyrgð á innleiðingu breytinga sem standa yfir og framundan eru. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Um launakjör fer eftir ákvörðun fjárhags- og launanefndar um stjórnendakjör Seltjarnarnesbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, í síma 5959 100, netfang asgerdur@seltjarnarnes.is Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið. Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eigi síðar en föstudaginn 29. september 2010. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Við leitum að duglegu, skapgóðu og þjónustu- lunduðu fólki í afgreiðslu og barnagæslu: Um vaktavinnu er að ræða − bæði fullt starf og hlutastarf Þarf að geta hafið störf sem fyrst Umsóknir sendist á netfangið anna@jsb.is Nánari upplýsingar í síma 581 3730 Viltu vinna á hressum og líflegum stað með konum? Waldorfkennarar óskast Waldorfskólinn Sólstafir óskar að ráða kennara í hlutastöður á mið- og efra stigi. Kennslugreinar: stærðfræði, danska og handverk. Waldorfleikskólinn Sólstafir óskar einnig að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk. Waldorfskólinn er sjálfstæður grunnskóli sem hefur að leiðarljósi uppeldis og kennslufræði Rudolfs Steiner þar sem sköpunarkraftur einstaklingsins og heilbrigt félagslegt umhverfi eru sett í forgrunn. Nánari upplýsingar veittar í síma : 6998804 milli kl. 11 og 12 eða hjá solskoli@ismennt.is. sími: 511 1144 Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.