Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 78

Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 78
46 18. september 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Langþráður draumur kvik- myndaunnenda rættist á miðvikudag þegar Bíó Par- adís tók til starfa. Lovísa Óladóttir, framkvæmda- stjóri listabíósins, fagnar langþráðu tækifæri til að sýna fram á að listabíó eigi erindi hér á landi. Hverfisgatan hefur fengið yfir- halningu að undanförnu; skær- grænn hjólreiðastígur teygir sig frá Lækjargötu austur á Snorra- braut og á miðri leið hefur eitt helsta kennileiti götunnar skipt um nafn, lit og starfsemi. Blái Regnboginn er orðinn að rauðri Bíó Paradís; nýjum heimkynnum listrænna bíómynda, klassískra mynda og kvikmyndahátíða. Bíða ekki boðanna Starfsemin byrjar af krafti. Á miðvikudag var heimildarmynd- in Backyard sýnd, nú um helgina verður frönsk nýbylgjuveisla og í næstu viku hefst alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík – RIFF. Lovísa Óladóttir, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir enda enga ástæðu til að bíða boðanna. „Í sumar tókust samningar um myndarlegt framlag Reykjavík- urborgar til Bíós Paradísar, sem var forsenda þess að það var hægt að koma þessu verkefni af stað og reka húsið fyrstu vikurnar. En nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að við getum staðið undir því sem við lögðum upp með, sem þýðir að við þurfum að laða að okkur margt fólk strax á fyrstu vikunum.“ Lovísa er bjartsýn á það muni takast, enda höfði Bíó Paradís til markhóps sem hafi verið van- ræktur í stærri kvikmyndahús- unum. „Það eru til mjög nákvæm- ar aðsóknartölur í kvikmynda- hús, sem við miðum við í okkar rekstraráætlunum. Við gerum okkur ekki grillur um sams konar aðsókn og í stóru bíóunum, en teljum engu að síður að það sé til nægilega stór markhópur fyrir starfsemi sem þessa. Stóru bíóin eru ágæt fyrir sinn hatt en úrvalið hefur tilhneigingu til að vera einsleitt. Í því liggja okkar sóknarfæri; auk fjölbreyttara úrvals getum við líka bryddað upp á þemavikum og þess háttar uppá komum sem stóru húsin eiga óhægara með um vik.“ Breyttar áherslur og aukinn skilningur Kvikmyndagerðarmönnum og áhugafólki um kvikmyndir hefur lengi dreymt um listabíó á Íslandi. Það vekur óneitanlega athygli að eitt slíkt skuli opna í miðri kreppu. „Það spilar eflaust margt inn í,“ segir Lovísa. „Það er engum blöð- um að fletta að í kjölfar breyting- anna í borgarstjórn hafa áhersl- urnar líka breyst. Það er eins og pólitíkin hafi færst nær fólkinu, orðið manneskjulegri, og því fylg- PARADÍSARBÍÓHEIMT Útgáfulisti forlaganna er óðum að taka á sig mynd fyrir þessi jól. Í hópi þeirra höfunda sem gefa út hjá Bjarti í ár er Eiríkur Guð- mundsson, umsjónarmaður Víðsjár á Rás 1. Eiríkur hefur ritað skáldsögu sem ber titilinn Sýrópsmáninn. Bókin fjallar um ungan iðjuleysingja, sem er rekinn úr starfi af Vísindavefnum fyrir að svara út í hött. Þaðan fer hann til Ítalíu ásamt konu og ungum syni, af því einkennileg þoka er að kæfa Reykjavík og allt landið, og hugsar um ástir sem hafa farið forgörðum, sorgir og gleði og heim sem er að hverfa. Sýrópsmáninn ku vera knappari en í svipuðum anda síðustu skáldsögu Eiríks, Undir himninum frá 2007, þar sem mörk veruleika og skáldskapar voru á stöðugu floti. Eiríkur með Sýrópsmánann EIRÍKUR GUÐMUNDSSON Sýning á fimm ljósmyndaröð- um eftir Ólaf Elíasson var opnuð í Listasafni Íslands á fimmtudag. Við það tækifæri gaf Ólafur Listasafni Íslands titilverkið, Cars in Rivers. Cars in rivers, 2009 lýsir barn- ingi mannsins við óútreiknanlega náttúru, um leið og myndröðin gæti með táknrænum hætti lýst efna- hagshremmingum þeim sem við Íslendingar höfum lent í síðustu misserin og mætti líkja við kafsigl- ingu torfærubíla í straumhörðum vatnsföllum. Árið 2008 var auglýst eftir mynd- um af jeppum föstum í ám í þeim til- gangi að nota í listaverk eftir Ólaf. Myndirnar 35 í röðinni voru valdar úr hópi þeirra mynda sem barst. Jökla Series, 2005 er skrásetn- ing listamannsins á Jökulsá á Dal (Jöklu) frá jökulrótum að svæðinu þar sem Kárahnjúkastífla rís, en gerð stíflunnar var langt komin þegar myndröðin var unnin. Síðan fylgdi listamaðurinn ánni tölu- vert áleiðis í átt að ósi. Hér er því um einstæða heimild að ræða því Jökla hefur algjörlega breytt um svip. Auk þessara myndraða eru sýnd- ar þrjár nýjar ljósmyndaraðir frá 2010 sem sýna auðnir Íslands og náttúruöfl sem þó fóstra gróður og menningarleg ummerki þar sem síst skyldi ætla. Sýning Ólafs stendur til 7. nóv- ember. Jeppar á floti LISTAMAÐURINN OG LJÓSMYNDARINN Ólafur Elíasson myndlistarmaður ásamt ljósmyndara, sem á mynd í röðinni Cars in Rivers. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALGARÐUR LOVÍSA ÓLADÓTTIR „Við tókum þá ákvörðun að taka upp nýtt nafn. Þetta er annars konar starfsemi sem er að byrja hér og okkur fannst húsið verðskulda nýtt upphaf.” FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lovísa Óladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, er kvikmynda- fræðingur að mennt. Að loknu námi starfaði hún við kvikmynda- og auglýs- ingagerð, þar til hún varð dagskrárstjóri á Stöð 2, þar sem hún starfaði í tólf ár. Á undanförnum árum hefur Lovísa rekið sprotafyrirtæki á sviði fatahönn- unar og sat meðal annars í stjórn Fatahönnunarfélags Íslands. LOVÍSA ÓLADÓTTIR ir skilningur á verkefnum sem þessum. Kvikmyndagerðarmenn hafa líka lagt mikið á sig til að láta þetta verkefni verða að veruleika og sýnt meiri samtakamátt en oft áður. Síðast en ekki síst hefur kvik- myndamenntun vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarið. Í vor útskrifaðist fyrsti nemandinn með B.A.-próf í kvikmyndafræði frá Háskóla Íslands og starfsemi Kvikmyndaskólans hefur eflst mjög og dafnað að undanförnu. Samfara því eykst framboðið mjög mikið og það gefur auga leið að það verður að vera til einhvers konar vettvangur til að koma því á framfæri.“ Lovísa segist einnig sjá fyrir sér samstarf Bíós Paradísar við skólakerfið. „Eftir ár verðum við líklega búin að taka eitt eða tvö skref nær menntakerfinu; leggja okkar af mörkum til að efla kvik- myndalæsi. Okkur langar til dæmis að koma á samstarfi við grunnskóla og bekki á bíósýning- ar, að ógleymdum framhalds- og háskólunum.“ Nýtt upphaf með nýju nafni Regnboginn var eitt rótgrónasta kvikmyndahús borgarinnar. Mörg- um þykir eftirsjá í nafninu. Lov- ísa bendir á að nafnið sé ekki í eigu aðstandenda Bíós Paradísar, sem hefðu því þurft að leigja það áfram. „Við tókum þá ákvörðun að taka upp nýtt nafn. Þetta er annars konar starfsemi sem er að byrja hér og okkur fannst húsið verð- skulda nýtt upphaf. Á Vesturlönd- um er ákveðin hefð fyrir því að listabíó heiti Bíó Paradís; ítalska myndin Cinema Paradiso vísar til dæmis til þess. Þess vegna varð nýja nafnið fyrir valinu.“ Lovísa segir að vetrarstarf- ið muni fyrst og fremst einkenn- ast af fjölbreytni og þar verði allt undir. „Við ætlum ekki að afmarka okkur við ákveðin tímabil eða stefnur. Við viljum endilega líka fá hugmyndir frá fólki og það kemur allt til greina. Eina vikuna er hægt að sýna japanskar skrímslamynd- ir, hasarmyndir þær næstu eða ástarþema. Þetta á allt rétt á sér.“ bergsteinn@frettabladid.is Klukkan 15.30 Fimm nýjar íslenskar stuttmynd- ir verða sýndar í Bíói Paradís við Hverfisgötu klukkan 15.30 í dag og á morgun. Fjórar þeirra voru verðlaun- aðar á Stuttmyndadögum í Reykja- vík í vor en sú fimmta er ný. Mynd- irnar eru: Áttu vatn eftir Harald Sigurjónsson, Sykurmoli eftir Söru Gunnarsdóttur, Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson, Ofurkrúttið eftir Jónatan Arnar Örlygsson og Grím Jón Björnsson og sú nýjasta, Crew eftir Harald Sigurjónsson. > Ekki missa af ... Fyrstu tónleikunum í tón- leikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Kammerhópurinn Camerarctica ríður á vaðið og leikur fjölbreytta og litríka efnisskrá fyrir klarinettu, strengi og píanó eftir tónskáld frá Austur-Evrópu. Gestur á þessum tónleikum er Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.