Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 94
62 18. september 2010 LAUGARDAGUR Enska leikkonan Kate Beckin- sale mun leika við hlið Marks Wahlberg í kvikmyndinni Contra- band en það er vinnuheitið á amer- ísku útgáfunni af Reykjavik-Rot- terdam eftir Óskar Jónasson. Þetta kom fram á vefmiðlinum latinorewiev.com. Baltasar Kor- mák ur leikstýrir myndinni en eins og flestum ætti að vera kunnugt lék hann aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni, smyglarann Kristófer sem kemst í hann krappann. Und- irbúningur fyrir tökur er nú í full- um gangi og leikstjórinn Baltas- ar er væntanlega á leiðinni út til New Orleans eftir helgi til að sitja fundi og leggja á ráðin. Baltasar var hins vegar ekki alveg reiðubúinn til að staðfesta ráðningu Kate Beckinsale þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég vissi af því að það var búið að tala við hana, ég vissi að hún var mjög jákvæð í garð þessa verk- efnis og hefði áhuga en ég er ekki viss um að það sé búið að ganga frá þessu,“ segir Baltasar. Hann upplýsir þó að Beckinsale og mað- urinn hennar, Len Wiseman, hafi horft á myndirnar hans en Wis- eman þessi er hvað þekktastur fyrir Die Hard 4.0. Samkvæmt fréttamiðlum kom Eva Mendez einnig til greina í hlutverkið en samleikur hennar og Wahlbergs í gamanmyndinni The Other Guys þótti takast hreint með ágæt- um. Hins vegar eru Beckinsale, Wahlberg og Baltasar á mála hjá sömu umboðsskrifstofu þar sem aðalkarlinn er Ari Emanuel en umboðsmaðurinn Ari Gold í sjón- varpsþáttunum Entourage er ein- mitt byggður á honum. Kate Beckinsale hefur verið að fikra sig smám saman upp stjörnustigann í Hollywood en hún lék meðal annars í Underworld- myndunum tveim og Övu Gard- ner í Óskarsverðlaunamyndinni Aviator. freyrgigja@frettabladid.is Samkvæmt könnun FHM er Kate Beckinsale ein af tíu kynþokkafyllstu konum í heimi. HEIMILD: IMDB.COM 10 BALTASAR KORMÁKUR: LEIKARALIÐ CONTRABAND AÐ SKÝRAST Kate Beckinsale leikur með Wahlberg hjá Balta STJÖRNULIÐ Kate Beckinsale og Mark Wahlberg munu að öllum líkindum leika aðal- hlutverkin í endurgerðinni af Reykjavik-Rotterdam. Baltasar Kormákur leikstýrir en myndin heitir upp á ensku Contraband. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir tökur sem eiga að fara fram í New Orleans. Af og til hafa birst fréttir um endurgerðir á íslenskum myndum án þess að mikið hafi gerst. Þetta eru þær helstu: ■ Skrapp út eftir Sólveigu Anspach ■ Astrópía eftir Gunnar Björn Guðmundsson ■ Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas ■ Mýrin eftir Baltasar Kormák HUGSANLEGA OG HUGSANLEGA EKKI PERSÓNAN Jens Fjalar Skaptason Stjörnumerki: Meyjan. Fjölskylduhagir: Einhleypur og barnlaus. Búseta: Miðbær Reykjavíkur. Foreldrar: Halldóra Anna Ragnars- dóttir sölufulltrúi og Skapti Haralds- son prentari. Aldur: 25 ára. Jens er formaður Stúdentaráðs en háskólanemar halda októberfest í lok september. Nýtt hagsmunafélag innan tónlist- argeirans er að verða til. Stefán Hilmarsson, Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Kristinn Jónsson og Bubbi Morthens eru meðal stofnfé- laga en félaginu hefur verið gefið nafnið Félag flytjenda á hljóðritum. „Þetta er löngu tímabært félag, til- gangurinn er óskaplega einfaldur, að halda utan um rétt flytjenda á Íslandi, hvort sem það er á plötu, geisladisk eða netupptöku,“ segir Bubbi í samtali við Fréttablaðið. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fyrirmyndin sótt í svokölluð Recording Artist Society sem eru starfrækt í nágrannalöndunum. Bubbi segir að flytjendur á hljóð- ritum hafi ekki fengið greitt fyrir sitt framlag, eins og lagahöfundar og textahöfundar. „Heldur hefur sá peningur verið nýttur til að greiða meðal annars fyrir hljóðhús FÍH og annað á vegum félagsins,“ útskýrir Bubbi. Hann segir þetta gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenska tónlistarmenn. „Þetta er búið að vera lengi í deigl unni, við erum ekkert að fara af stað með neina byltingu heldur viljum við bara fá þann pening sem við eigum skilið. Skömmin er okkar að vera ekki búin að gera þetta fyrir löngu.“ - fgg Nýtt félag tónlistarmanna í smíðum SAMTAKA LISTAMENN Bubbi Morthens, Guðmund- ur Kristinn Jónsson, Andr- ea Gylfadóttir og Stefán Hilmarsson eru meðal þeirra sem standa að Félagi flytjenda á hljóðritum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY „Vinnuheitið er auðvitað Einar Örn Benediktsson eða jafnvel Í framboði,“ segir Einar Tönsberg Einarsson, Eberg, um nýtt lag eftir hann, Örn Elías Guðmunds- son (Mugison) og Pétur Ben. Þar á hann við Sykurmolann fyrrverandi og borg- arfulltrúann Einar Örn Benediktsson. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Ebergs og Péturs sem kemur út öðru hvorum megin við áramót- in. „Mugison kom með skrímslið sitt, nýja hljófærið, stillti því upp og taldi í. Þetta er mjög flott tól sem hann er búinn að búa til,“ segir Eberg. „Við vorum þarna í tvo til þrjá tíma og settum saman eitt greddu- lag.“ Mugison og Pétur Ben hafa unnið mikið saman í gegnum árin og kemur því ekki á óvart hversu vel lagasmíðarnar gengu. Eberg og Pétur, sem íhuga að kalla samstarf sitt Einar Ben, hafa lokið upptökum á plötunni og eru núna önnum kafnir við eftirvinnslu. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt,“ segir Eberg um útkomuna. „Þetta er frelsandi fyrir okkur báða. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt samstarf og við erum spenntir að koma þessu frá okkur.“ Tónlistin verður einhvers konar blanda af poppi, rokki og elektróník. „Þetta er einhver hrærigrautur af því sem okkur finnst skemmtilegt.“ - fb Greddulagið Einar Örn Ben ÞRÍR GÓÐIR Einar, Örn og Pétur Ben, hafa samið lag sem hefur fengið vinnuheit- ið Einar Örn Benediktsson. UPPSPRET TA LISTAVERKA Finnst þér gaman að teikna? Yfir 120 síður í stóru broti Ný og ferlega flott hugmyndabók fyrir listræna krakka á öllum aldri! Barnabæ kur 8.–14.9.10 Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýnÖ U Ö Ö Ö Ö Ö Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Lau 25/9 kl. 13:00 Lau 25/9 kl. 15:00 Sun 26/9 kl. 13:00 Sun 26/9 kl. 15:00 Lau 2/10 kl. 13:00 Lau 2/10 kl. 15:00 Sun 3/10 kl. 13:00 Sun 3/10 kl. 15:00 Lau 9/10 kl. 13:00 Lau 9/10 kl. 15:00 Fíasól (Kúlan) Fös 17/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00 Lau 2/10 kl. 20:00 Fös 8/10 kl. 20:00 Lau 9/10 kl. 20:00 Fös 15/10 Kl. 20:00 Lau 16/10 Kl. 20:00 Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fös 17/9 kl. 20:00 síð.sýn. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Hamskiptin (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U Ö Ö Ö Ö Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U Ö U U Ö Lau 18.9. Kl. 19:00 Sun 19.9. Kl. 19:00 Fös 24.9. Kl. 19:00 Lau 25.9. Kl. 19:00 Sun 26.9. Kl. 15:00 Fim 30.9. Kl. 19:00 Fös 1.10. Kl. 19:00 Lau 2.10. Kl. 19:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.