Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 18
18 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrif- stofustjóra í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmæl- is. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af full- trúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæf- astur af starfsmönnum dómsmála- ráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekk- ing réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstakling- ar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn! Nú kemur að hinni forkostu- legu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri for- sendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðar- menn ráðherra eru ekki verk- færi þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda McCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kalda stríðsins ham- aðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoð- anir og varð frægur að endem- um. Eða Berufsverbot í Þýska- landi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tiltekn- ar skoðanir! Sama niðurstaða Ýmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjöl- miðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvald- ið? Prófessorar? Ráðningar- skrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgð- ina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niður staðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstað- an sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórn- málamaður? Hefði Jóhann Guð- mundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dóms- málaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýni En hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða frétt- ir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mis- munun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýn- in beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem við- gengist hefur um langan aldur, leyndar hyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangs- efnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pól- itísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðningarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt. Brugðist við gagnrýni Opinberar ráðningar Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðningarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt. Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Fr éttablaðsins og þú átt möguleika á þ ví að komast á forsíðu næsta helgar blaðs og vinna glæsileg verðlaun. Þema m yndarinnar er „Fólk um haust“. Sigurvegarinn fær gjafabréf fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelan d Express í Evrópu auk þess sem sigu rmyndin verður á forsíðu Fréttablaðsins lauga rdaginn 9. október. Verðlaun fyrir an nað og þriðja sæti eru gjafakort frá Þjóðleikhúsinu fyrir tvo á almenna sý ningu. Myndir skal senda á ljosmyndakeppn i@frettabladid.is, til hádegis föstud aginn 8. október. Hver ljósmyndari má senda eina myn d inn, fyrsta myndin gildir. Tilkynnt verður um val forsíðumynd arinnar um miðjan dag á föstudag. Prýðir þín mynd forsíðuna um helgina? www.visir.is/ljosmyndasamkeppni AF NETINU Nýta þarf sambönd Fundur Bjarna Benediktssonar með David Cameron er af hinu góða. Við Íslendingar þurfum að nýta okkur öll þau sambönd og áhrif sem við getum haft erlendis í okkar málum. Vonandi hefur Bjarni komið því til skila til Camerons hve ósanngjarnt það er að hver íslenskur skattborg- ari sé krafinn um 25 sinnum hærri upphæð en breskur skattborgari vegna máls sem siðferðilega er á ábyrgð stjórnvalda beggja þjóða, burtséð frá lagatæknilegum atriðum. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Óvenjulega tækifæris- sinnaður Sigmundur Ernir Rúnarsson er óvenjulega tækifærissinnaður þingmaður. Hlustar vel á lands- byggðarvæl og neitar að samþykja niðurskurð í kjördæmi sínu. Gott dæmi um Ekki-ég úr Litlu gulu hænunni. Er ósáttur við friðun Þjórsárvera, því að þar gæti verið gott að hafa virkjun. Ég held hann eigi heima í sönnum stóriðju- og landsbyggðarflokki, Sjálfstæðis- flokknum. Hann sé bara fyrir sögu- lega tilviljun í Samfylkingunni sem er meira úr hverfi 101. Í Flokknum fengi hann sálufélag ábyrgðarleys- is við Jón Gunnarsson og Ásbjörn Óttarsson. Hótar nú að hætta að styðja stjórnina. Ætti sem fyrst að láta verða af því. jonas.is Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.