Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 60
28 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Ekki eru nema þrjár vikur síðan fatahönnuðurinn Mundi opnaði búð á Laugavegi en þrátt fyrir stuttan líftíma hefur búðin orðið fyrir barðinu á ræningjum tvisv- ar sinnum. Í vikunni var vetrar- lína fatamerkisins hreinsuð af lager búðarinnar og Sigyn Eiríks- dóttir, annar eigandinn og móðir Munda, heitir fundarlaunum þeim sem upplýst getur ránið. „Samtals er þetta milljóna- tjón fyrir okkur,“ segir Sigyn en mæðginin urðu fyrir því óláni að brotist var inn í búðina aðfara- nótt miðvikudags og hillurnar á lagernum tæmdar. Ræningjarnir fylltu sex stóra bláa IKEA-poka af fatnaði og tæmdu næstum því hill- ur lagersins. „Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrar- línunni er farinn,“ segir Sigyn. Mundi sjálfur var á leiðinni heim frá París og að vonum sleg- inn við fregnirnar. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem brotist er inn í búðina en aðeins þrjár vikur er síðan hún opnaði á Laugaveginum. „Við getum þakk- að fyrir að vera búin að afgreiða allar pantanir að utan en þetta er gríðarlegt tjón fyrir búðina og viðskiptavinina hér heima. Airwaves í næstu viku og jólin að koma,“ segir Sigyn og held- ur áfram: „Það var brotist inn fyrir rúmri viku og þá voru hlut- ir eins og iPodar og tölvur teknir. Núna leit þetta hins vegar út eins skipulagt rán og vörurnar eflaust komnar í gám út á höfn og á leið- inni úr landi,“ segir Sigyn en næst á dagskrá hjá henni er að finna út hvernig þau geti bjargað búð- inni. „Við ætlum að reyna að láta sauma fyrir okkur hérna heima til að eiga eitthvað til næstu daga.“ Ómar Arnarsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að málið sé í rannsókn en að lögreglan telji helst að þarna hafi verið á ferð- inni ræningjar sem vissu hverju þeir gengu að. „Það sem er sér- stakt við þetta innbrot er að þetta eru hönnunarflíkur sem eru ekki fyrir hvern sem er,“ segir Ómar og bætir við að það geti reynst ræningjunum erfitt að koma flík- unum í verð. alfrun@frettabladid.is Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrarlínunni er farinn. SIGYN EIRÍKSDÓTTIR VERSLUNAREIGANDI Milljónatjón hjá Munda ALLT FARIÐ Sigyn Eiríksdóttir er annar eigandi verslunarinnar Mundi Boutique sem brotist var inn í aðfaranótt miðvikudags og lagerinn tæmdur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vandamál golfarans Tiger Woods halda áfram að hrannast upp. Á dögunum var sagt frá því að klámmyndaleikkonan Devon James hefði tekið upp myndband af sér og Woods í djörfum dansi. Nú hefur hún selt framleiðslufyrirtæki mynd- bandið, samkvæmt gula vefnum Radar Online. „Ég er búinn að sjá myndbandið og get staðfest að Tiger Woods leikur þar nokkrar holur,“ segir viðmæl- andi Radar Online – augljóslega með skopskyn á heimsmælikvarða. „Hann getur verið nokkuð grófur – hann er reyndar mjög grófur!“ Myndbandið ku hafa verið tekið upp í íbúð í Flórida fyrir tveimur árum. Heim- ildarmaður vefsins er þess fullviss að Tiger Woods sé maðurinn í myndbandinu. „Brosið hans þekkist hvar sem er,“ sagði hann. „Ég trúði ekki mínum eigin augum!“ Leikkona selur kynlífsmyndband > KYNNIR FYRIR MTV Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria verður kynnir á evrópsku tónlistarverð- launum MTV og fer hátíðin fram 7. nóv- ember á Spáni. „Ég get ekki beðið eftir að sjá frammistöðu þessara frábæru listamanna,“ sagði Longoria. „Það er líka frábært að tvær magnaðar konur fái flestar tilnefningar.“ Þar á hún við Lady Gaga og Katy Perry. Söngkonan kynþokkafulla Rihanna segir í nýju viðtali að hún forðist tískuárekstra við Lady Gaga og Katy Perry með því að senda þeim SMS og spyrja í hverju þær ætli að vera á viðburðum. „Versta martröðin mín er að lenda í tískuárekstri á rauða dreglinum,“ sagði Rihanna, „þannig að við sendum hver annarri SMS til að ganga úr skugga um að það gerist ekki. Við erum ekki hræddar við tískuna. Við Katy [Perry] tölum reglulega saman um í hverju við ætlum að vera. Við [Lady] Gaga líka.“ Eitt sinn skall hurð nærri hælum þegar Perry hringdi í Rihönnu til að athuga í hverju hún ætlaði að vera á fínum dansleik. „Við hrópuðum „guð minn góður!“ enda vorum við á leiðinni á ballið í eins kjól frá Dolce & Gabb- ana,“ sagði Rihanna full örvæntingar. „Hún bannaði mér að mæta í kjólnum vegna þess þess að hún var búin lakka á sér neglurnar í stíl við kjólinn. Ég lét undan vegna þess hve hún var búin að leggja svo mikið á sig.“ Forðast tískuárekstra með SMS-um SAMTVINNAÐAR Rihanna, Katy Perry og Lady Gaga hringja hver í aðra fyrir stóra viðburði til að lenda ekki í þeim hræðilegu örlögum að vera eins klæddar. folk@frettabladid.is Hafðu það notalegt um helgina! Kiljan í þættinum var mælt með... Arsenikturninn er óvenjuleg og heillandi ættarsaga, grimm og sár, um óbugandi lífsvilja, leiklistardrauma og afdrifaríkar ástir. Hún hefst á því að örlagavaldurinn í sögunni, amman deyr og börn hennar fagna. Bókin er eftir vinsælasta höfund Noregs, Anne B. Ragde, sem skrifaði þríleikinn Berlínaraspirnar sem sló svo rækilega í gegn. H ei ld ar lis ti - m es t s el du b æ ku rn ar Mánudagar 2 - 4 ára klukkan 16:30 - 17:30 Miðvikudagar 5 - 8 ára klukkan 16:30 - 17:00 Fjögur skipi á 5.000 kr. Krakkajóga Byrjendanámskeið í jóga Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið í jóga hefst mánudaginn 11. október Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30 – 19:30 í fjórar vikur í senn. Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa. Eða á jogastudio.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.