Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 24

Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 24
 8. október 2010 FÖSTUDAGUR4 Fyrirlestur um neyslumenningu og efnishyggju og áhrif þeirra á daglegt líf og líðan fólks verður haldinn á Háskólatorgi í dag. Ragna Benedikta Garðarsdóttir fjallar um neyslumenningu og efn- ishyggju í fyrirlestri sem Þjóðmála- stofnun og Edda-öndvegissetur standa fyrir. „Samfélög nútímans snúast að miklu leyti um neyslu og markaðs- setningu,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að stutt sé síðan byrjað var að rannsaka þau sál- fræðilegu áhrif sem slíkt samfélag hefur á daglegt líf og líðan fólks og hefur þetta rannsóknarsvið stækk- að ört. Fjölmargar nýlegar rann- sóknir benda til þess að þau efnis- hyggjulífsgildi sem neyslusamfélög ýta undir leiði til þess að fólki líður verr. Þau leiða til verri umhverfis- hegðunar, verri samskipta og verri fjármálastjórnar. Þetta er þvert á þá mynd sem neyslusamfélög gefa af efnislegum gæðum sem vegvísi að hamingju og velgengni. Erindið mun fjalla um fyrr- greindar rannsóknir en sérstök áhersla verður lögð á íslenskar niðurstöður og þann lærdóm sem draga má af þeim. Dr. Ragna Benedikta Garðars- dóttir er félagssálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræð- ingur hjá sálfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eiga það sameiginlegt að fjalla um neyslu samfélagið, einkenni þess, gildi og afleiðingar. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni Eilífðarvélin, verður haldinn í stofu 104 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12.30. -ve Efnishyggja leiðir af sér verri líðan Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 104 á Háskólatorgi. Rannsóknir Rögnu Benediktu eiga það sameiginegt að fjalla um neyslusamfé- lagið. Fréttablaðið/Valli Hátt í þrjú hundruð ungir strengjaleikarar alls staðar að af landinu taka þátt í strengjamóti á Akureyri um helgina. Tónlistarskólinn á Akureyri stend- ur fyrir strengjamóti um helgina. Um 270 nemendur alls staðar af landinu hafa skráð sig til þátttöku og fylgja þeim um 64 foreldrar og fararstjórar. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og hafa þátt- takendur aldrei verið fleiri. Hópnum verður skipt niður í fjórar sveitir eftir aldri og getu og munu sveitirnar æfa alla helg- ina. Unga fólkið kemur síðan fram á tónleikum á sunnudag klukk- an 13 í Hamraborg í nýja menn- ingarhúsinu Hofi. Nemendurnir leika saman verkið Á Sprengisandi sem Michael Jón Clarke hefur útsett sérstaklega fyrir þetta til- efni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. - ve Strengjamót á Akureyri Mótið er nú haldið í þriðja skipti og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Írski vídeó- og tónlistar maðurinn Jim Darling heldur tónleika í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á morgun, 9. október klukkan 20. Auk þess verður stutt loftfimleika- sýning, sem er upphitun fyrir stóra sýningu 15. október. „Þetta verður hressandi og skemmtilegt,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, framkvæmda- stjóri miðstöðvar sviðslista á Aust- urlandi. „Tónleikarnir hjá Darling eru blanda af hiphop-, teknó- og raftónlist. Maður byrjar eiginlega að dilla tánum um leið og hann byrjar.“ Auk Darlings segir hún skoska dansarann Jennifer Pater- son á staðnum og tvo loftfimleika- hópa, hinn írska Fidget Feet og franska Cie Drapés Aériens. „Allt þetta fólk er hér í boði Menningar- miðstöðvar Fljótsdalshéraðs. „Þetta er svona tveggja tíma skemmtun, annað kvöld. Brjáluð lýsing, tónlist og búningar. Svolítið í Vesturport- stílnum,“ segir Ingunn og tekur fram að miðaverð sé 500 krónur en enginn posi sé á staðnum. - gun Tónar og loftfimi Teknó- og raftónleikar verða í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum annað kvöld, ásamt stuttum en tilkomumiklum loftfimleikum. Gestir á tónleikunum annað kvöld fá smjörþefinn af sýningunni Madam Silk. Súpa dagsins og fjórir réttir: Borðað á staðnum 1.590 kr. á mann Heimsending 1.590 kr. á mann Tekið með heim 1.450 kr. á mann www.kinahofid.is Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur Nokkrar gerðir - nokkrir litir Stærðir 40-58 Íslandsdeild Amnesty International afhendir lykil að framtíð Róma- barna í Smáralind á morgun milli 13 og 17 en viðburðurinn er til stuðnings Rómabörn- um í Slóvakíu. Gestir og gangandi eru hvatt- ir til að koma þess- um börnum sem er mismunað í skólum landsins til aðstoðar og afhenda lykil að fram- tíð þeirra með undirrit- un aðgerðakorta sem eru í formi lykils. Heimild: www. amnesty.is A u g lý si n g a sí m i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.