Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 46
14 föstudagur 8. október H in vinsæla tónlistar- hátíð Iceland Air waves fer að bresta á með látum og að venju verð- ur úr nægu að velja fyrir áhuga- sama tónlistaraðdáendur. Hátíðin fer fram dagana 13. til 17. októb- er og er nú þegar orðið uppselt á hana. Þeir sem ekki hafa nælt sér í miða í tæka tíð þurfa þó ekki að örvænta um of því nóg verður um skemmtilega utandagskrárliði. Meðal þeirra sem fram koma er sænska tónlistarkonan Robyn, en hún er ein vinsælasta söngkona Svía um þessar mundir og sló í gegn árið 2005 með laginu With Every Heartbeat. Vinsældir Robyn urðu enn meiri árið 2008 þegar hún fygldi Madonnu á Sticky‘n‘ Sweet; tónleikaferðalagi þeirrar síðarnefndu. Robyn þykir sér- staklega hress á sviði og því ættu menn ekki að verða sviknir af tón- leikum hennar hér á Íslandi. Kanadíska tónlistarkonan Basia Bulat treður einnig upp og leikur skemmtilega tónlist í anda Beach Boys og Bítlanna og syngur undir hásri röddu. Stúlkan er einkar fjölhæf og leikur meðal annars á úkulele, banjó, píanó, gítar og saxó fón svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur fengið góða dóma víða og meðal annars lofsöng tímaritið Q Magazine hana fyrir fyrstu plötu hennar. María Rut Reynisdóttir, verk- efnastjóri Iceland Airwaves, segir allan undirbúning hafa gengið mjög vel og verður hátíðin með stærra sniði í ár en oft áður. „Það verða fleiri erlend bönd á dag- skrá, um 80 talsins, og íslensku böndin verða um 170 talsins. Við vorum að ganga frá „off venue“ dagskránni sem verður mjög viðamikil í ár þannig að þeir sem náðu ekki að kaupa miða geta samt sem áður tekið þátt í hátíð- inni.“ Mikill fjöldi umsókna barst í ár og að sögn Maríu Rutar var erfitt að velja úr öllum umsókn- unum. Hún segir mikið af spenn- andi hljómsveitum koma fram á hátíðinni í ár og segist sjálf mjög spennt fyrir Tunng, Hercules and Love Affair, Toro Y Moi og Moder- at. „Svo ætla ég auðvitað að sjá Robyn, sem er stærsta númer hátíðarinnar. Hljómsveitin The Amplifeties er líka mjög skemmti- legt og töff band sem mig langar mikið að sjá.“ - sm ÞAÐ STYTTIST Í MESTU GLEÐIHELGI ÁRSINS: FLOTT NÖFN Í ÁR Robyn er þekktasta stjarnan sem kemur fram á hátíðinni í ár. María Rut Reynisdóttir segir Airwaves-hátíðina í ár vera þá stærstu sem haldin hefur verið. Margar skemmtilegar hljómsveitir koma fram. Tónleikatíska Litaglöð Um að gera að prufa sig áfram með litasamsetningar eins og Peaches Geldof. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leður Leðurbuxur og -jakkar eru venjulegur klæðnaður hjá tónleikagest- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY N ú er ein stærsta tónleika- hátíð á Íslandi, Iceland Air- waves, á næsta leiti og mið- borg Reykjavíkur að fyllast af tónlistarunnendum frá hinum ýmsu heimshornum. Tónleikahátíðum fylg- ir ákveðin tíska og margt sem þykir óvenjulegt í hvunndeginum er leyft undir formerkjum tónleika. Hattar og gleraugu með engu gleri eru til dæmis algeng sjón á tón- leikum. Leðurbuxur, leðurjakkar og annar fatnaður í rokkuðum stíl verð- ur einnig oft fyrir valinu. Á tónleikahátíðum sumarsins úti í hinum stóra heimi voru blómakjólar, leðurstuttbuxur og síðir bómullarkjól- ar áberandi hjá stjörnunum og hér í haustkuldanum á Íslandi er vel hægt að taka mið af því og bæta þykkum svörtum sokkabuxum við. Vert er þó að hafa þægindin í fyrirrúmi þegar farið í fjögurra daga tónlistarveislu. - áp Glastonbury Ögn kaldara verð- ur á Airwaves en á Glastonbury- hátíðinni en stuttbuxur, sokkabuxur og há leðurstígvél eru þægilegur og rokkaður klæðnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.