Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 12
12 15. október 2010 FÖSTUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 5 5 VÍSINDI Hafrannsóknastofnunin og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um haf- og fiskirannsóknir og stuðla þannig að aukinni þekkingu á vistkerfi hafsvæðisins umhverfis Ísland. Samningurinn tekur til kennslu í greinum sem tengjast haf- og fiskifræðum. Með því að auka sam- starf sín á milli er stefnt að því að tryggja sjálfbæra nýtingu sjávar- auðlinda sem byggi á eins góðri vísindalegri þekkingu og völ er á hverju sinni. Stofnanirnar hafa um ára- bil átt í samstarfi um kennslu og rannsóknir en starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar hafa meðal annars sinnt kennslu við Háskól- ann og kennarar skólans hafa haft rannsóknaaðstöðu á Hafrannsókna- stofnuninni. Þá hafa kennarar og nemendur haft aðgang að rann- sóknaskipum stofnunarinnar vegna kennslu og eins í tengslum við gagnasöfnun vegna rannsókna. Stofnanirnar eiga í margvísleg- um samrekstri, til dæmis á rann- sóknasetrum og á minni rann- sóknastofum og hafa einnig sótt sameiginlega í erlenda rannsókna- sjóði á síðustu árum. - shá Hafrannsóknastofnun og Háskóli Íslands gera samstarfssamning um rannsóknir: Auka þekkingu á vistkerfinu VIÐSKIPTI Fyrri eigendur Sigurplasts segja starfs- menn Arion banka hafa dreift óhróðri um þá í fjölmiðla í kjölfar yfirtöku bankans á fyrirtækinu fyrir um hálfum mánuði. Í Fréttablaðinu á þriðjudag kom meðal annars fram að grunur léki á að fyrri eigendur og stjórn- endur Sigurplasts hefðu átt við bókhald fyrir- tækisins eftir að bankinn tók við rekstrinum. Þá hefði tölvukerfi fyrirtækisins verið í ólestri. Fyrri eigendur Sigurplasts segja í tilkynningu ásakanir á hendur þeim runnar undan rifjum Arion banka. Upphaf deilna og fall fyrirtækisins megi rekja til ólögmæts gengisbundins láns sem hafi hækkað úr 330 milljónum króna í 1,1 milljarð í gengishruninu. Fyrirtækið hafi gengið vel en ekki getað greitt af stökkbreyttu láni. Arion banki hafi ekki fallist á hugmyndir um greiðslur og gjaldfellt öll lán fyrirtækisins. Það hafi verið knúið í þrot þrátt fyrir rekstrarlegt hæfi. Arion banki hefur lagt fram kæru á hendur fyrrverandi eigendum Sigurplasts til fjármuna- deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin afstaða hefur verið tekin til hennar þar, samkvæmt upplýsingum Tryggva Agnarssonar, lögmanni fyrrverandi eigenda Sigurplasts. - jab Fyrrverandi eigendur Sigurplasts segja starfsmenn Arion banka dreifa óhróðri: Bankinn gjaldfelldi erlent lán SAMNINGUR Í HÖFN Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafró, Kristín Ingólfsdóttir rektor og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, undirrituðu samninginn. MYND/HAFRÓ HÚSNÆÐI SIGURPLASTS Sigurplast bugaðist vegna erlendra skulda og fór í þrot um síðustu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPINNUR VEFINN Í Los Angeles stóðst ljósmyndari ekki mátið þegar hann rakst á þessa könguló að verki við vefspuna sinn. NORDICPHOTOS/AFP Margrét Dóra Ragnarsdóttir Björn Sigur- jónsson Jón Pálmar Ragnarsson Kristján Vigfús- son Elías Halldór Ágústsson Sveinn Ágúst Kristinsson Eggert Ólafsson Smári McCarthy Máni Atlason Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Hreinn Pálsson Haukur Arnþórs- son Inga Jóna Þóris- dóttir Gunnar Gríms- son Ástrós Gunn- laugsdóttir Ágúst Hjörtur Ingþórsson Jónas Tryggva- son Þeir sem vilja láta framboðs síns getið í Fréttablaðinu geta sent til- kynningu ásamt mynd á ritstjórn blaðsins. Framboð til stjórnlagaþings VIÐSKIPTI Þýski bankinn Deutsche Bank verður með þrjá stjórnar- menn í nýrri stjórn Actavis og Björgólfur Thor Björgólfsson tvo. Þá verða íslensku bank- arnir með einn fulltrúa. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gær. Claudio Albrecht, for- stjóri Actavis, sagði að rekstrarárið 2010 yrði besta ár í sögu fyrirtækisins. Þá sagði hann að fyrirtækið myndi á næstunni ráða 60-100 nýja starfs- menn hér á Íslandi. Fyrirtækið tók högg vegna málaferla í Bandaríkj- unum, en það virðist ekki hafa stað- ið í vegi fyrir jákvæðri afkomu. Ný stjórn Actavis: Deutsche Bank fær tvo í stjórn BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.