Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 12
12 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
7
5
5
VÍSINDI Hafrannsóknastofnunin
og Háskóli Íslands hafa gert með
sér samstarfssamning um haf- og
fiskirannsóknir og stuðla þannig
að aukinni þekkingu á vistkerfi
hafsvæðisins umhverfis Ísland.
Samningurinn tekur til kennslu
í greinum sem tengjast haf- og
fiskifræðum. Með því að auka sam-
starf sín á milli er stefnt að því að
tryggja sjálfbæra nýtingu sjávar-
auðlinda sem byggi á eins góðri
vísindalegri þekkingu og völ er á
hverju sinni.
Stofnanirnar hafa um ára-
bil átt í samstarfi um kennslu og
rannsóknir en starfsmenn Haf-
rannsóknastofnunar hafa meðal
annars sinnt kennslu við Háskól-
ann og kennarar skólans hafa haft
rannsóknaaðstöðu á Hafrannsókna-
stofnuninni. Þá hafa kennarar og
nemendur haft aðgang að rann-
sóknaskipum stofnunarinnar vegna
kennslu og eins í tengslum við
gagnasöfnun vegna rannsókna.
Stofnanirnar eiga í margvísleg-
um samrekstri, til dæmis á rann-
sóknasetrum og á minni rann-
sóknastofum og hafa einnig sótt
sameiginlega í erlenda rannsókna-
sjóði á síðustu árum. - shá
Hafrannsóknastofnun og Háskóli Íslands gera samstarfssamning um rannsóknir:
Auka þekkingu á vistkerfinu
VIÐSKIPTI Fyrri eigendur Sigurplasts segja starfs-
menn Arion banka hafa dreift óhróðri um þá í
fjölmiðla í kjölfar yfirtöku bankans á fyrirtækinu
fyrir um hálfum mánuði.
Í Fréttablaðinu á þriðjudag kom meðal annars
fram að grunur léki á að fyrri eigendur og stjórn-
endur Sigurplasts hefðu átt við bókhald fyrir-
tækisins eftir að bankinn tók við rekstrinum. Þá
hefði tölvukerfi fyrirtækisins verið í ólestri.
Fyrri eigendur Sigurplasts segja í tilkynningu
ásakanir á hendur þeim runnar undan rifjum
Arion banka. Upphaf deilna og fall fyrirtækisins
megi rekja til ólögmæts gengisbundins láns sem
hafi hækkað úr 330 milljónum króna í 1,1 milljarð
í gengishruninu.
Fyrirtækið hafi gengið vel en ekki getað greitt
af stökkbreyttu láni. Arion banki hafi ekki fallist
á hugmyndir um greiðslur og gjaldfellt öll lán
fyrirtækisins. Það hafi verið knúið í þrot þrátt
fyrir rekstrarlegt hæfi.
Arion banki hefur lagt fram kæru á hendur
fyrrverandi eigendum Sigurplasts til fjármuna-
deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Engin afstaða hefur verið tekin til hennar þar,
samkvæmt upplýsingum Tryggva Agnarssonar,
lögmanni fyrrverandi eigenda Sigurplasts. - jab
Fyrrverandi eigendur Sigurplasts segja starfsmenn Arion banka dreifa óhróðri:
Bankinn gjaldfelldi erlent lán
SAMNINGUR Í HÖFN Jóhann Sigurjóns-
son, forstjóri Hafró, Kristín Ingólfsdóttir
rektor og Jón Bjarnason, landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, undirrituðu
samninginn. MYND/HAFRÓ
HÚSNÆÐI SIGURPLASTS Sigurplast bugaðist vegna erlendra
skulda og fór í þrot um síðustu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPINNUR VEFINN Í Los Angeles stóðst
ljósmyndari ekki mátið þegar hann
rakst á þessa könguló að verki við
vefspuna sinn. NORDICPHOTOS/AFP
Margrét Dóra
Ragnarsdóttir
Björn Sigur-
jónsson
Jón Pálmar
Ragnarsson
Kristján Vigfús-
son
Elías Halldór
Ágústsson
Sveinn Ágúst
Kristinsson
Eggert Ólafsson
Smári McCarthy
Máni Atlason
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Hreinn Pálsson
Haukur Arnþórs-
son
Inga Jóna Þóris-
dóttir
Gunnar Gríms-
son
Ástrós Gunn-
laugsdóttir
Ágúst Hjörtur
Ingþórsson
Jónas Tryggva-
son
Þeir sem vilja
láta framboðs
síns getið í
Fréttablaðinu
geta sent til-
kynningu ásamt
mynd á ritstjórn
blaðsins.
Framboð til stjórnlagaþings
VIÐSKIPTI Þýski bankinn Deutsche
Bank verður með þrjá stjórnar-
menn í nýrri stjórn Actavis og
Björgólfur Thor
Björgólfsson
tvo. Þá verða
íslensku bank-
arnir með einn
fulltrúa. Þetta
kom fram í frétt-
um Stöðvar 2 í
gær.
Claudio
Albrecht, for-
stjóri Actavis,
sagði að rekstrarárið 2010 yrði
besta ár í sögu fyrirtækisins. Þá
sagði hann að fyrirtækið myndi á
næstunni ráða 60-100 nýja starfs-
menn hér á Íslandi. Fyrirtækið tók
högg vegna málaferla í Bandaríkj-
unum, en það virðist ekki hafa stað-
ið í vegi fyrir jákvæðri afkomu.
Ný stjórn Actavis:
Deutsche Bank
fær tvo í stjórn
BJÖRGÓLFUR THOR
BJÖRGÓLFSSON