Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 33
Cliff Clavin ★★★★
Sódóma
Frábært
Cliff Clavin er ein af mest spennandi
hljómsveitum landsins í dag. Strák-
arnir mættu augljóslega vel undirbún-
ir á Sódómu á miðvikudagskvöld og
fluttu nokkur frábær lög af óútkom-
inni breiðskífu.
Það er augljóslega engin tilviljun að
töffaraskapurinn lekur af meðlimum
Cliff Clavin. Taktarnir eru augljóslega
útpældir sem rímar fullkomlega við
Interpol-skotið töffararokkið sem
hljómsveitin hefur náð fullkomnum
tökum á.
Tónleikar Cliff Clavin voru frábærir
og allir meðlimir pottþéttir, hvort sem
það var gítarspil, trommu- og bassa-
leikur eða magnaður söngurinn. - afb
Pétur Ben ★★
Sódóma
Linsoðin lög
Pétur Ben hóf tónleikana á því að
tilkynna áhorfendum að væntanleg
lög væru ný og ókláruð. Það kom svo
bersýnilega í ljós þegar tónleikarnir
hófust, enda einkenndi óörygggi
flutninginn.
Pétur er einn magnaðasti tónlistar-
maður þjóðarinnar og var auk þess
með stórskotalið með sér á sviðinu
með Mugison fremstan í flokki og
Sigtrygg Baldursson á trommum.
Færni þeirra í bland við sviðssjarma
og hæfileika Péturs dugðu skammt
þó að vel hafi heyrst að lögin lofa
góðu. Þau voru bara enn þá linsoðin.
- afb
Miðvikudagurinn 13. október
LÁTUM
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skilnaðaralda skekur kvikmyndaborg-
ina Hollywood um þessar mundir. Fjór-
ir skilnaðir hafa litið dagsins ljós upp á
síðkastið. Nú síðast ákvað Jessalyn Gil-
sig úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee
að sækja um skilnað við kvikmyndafram-
leiðandann Bobby Salomon. Þau byrjuðu
saman í menntaskóla og gengu upp að
altarinu árið 2006 og eignuðust síðar sama
ár dótturina Penelope. Reyndar er eitt ár
liðið síðan þau hættu saman en það var
gert í leyni, án þess að fjölmiðlar áttuðu
sig á tíðindunum.
Stutt er síðan söngkonan Christina
Aguilera skildi við eiginmann sinn, upp-
tökustjórann Jordan Bratman, eftir fimm
ára hjónaband. Þau eignuðust sitt fyrsta
barn fyrir tveimur árum. „Þrátt fyrir
að ég og Jordan séum skilin munum við
halda áfram að sinna uppeldi sonar
okkar Max af sömu alúð og áður,“
sagði í yfirlýsingu þeirra. Skömmu
áður tilkynntu leikarahjónin Courten-
ey Cox og David Arquette um skiln-
að sinn eftir ellefu ára samband og
kom það mörgum í opna skjöldu.
Tónlistarmaðurinn Ben Harper
hefur sömuleiðis skilið við leik-
konuna Lauru Dern eftir fimm
ára hjónaband. Þau eiga tvö börn
saman en höfðu átt í vandræðum
með hjónabandið í töluverðan
tíma.
Skilnaðaralda skekur Hollywood
JESSALYN GILSIG
Glee-leikkonan hefur
skilið við framleiðandann
Bobby Salomon.
SKILIN Courteney Cox og David
Arquette eru skiln.
Leikstjórarnir Grímur Hákonar-
son, Guðný Halldórsdóttir og
Óskar Jónasson verða í dómnefnd
um bestu stuttmyndina í stutt-
mynda- og handritakeppninni
Ljósvakaljóð sem kynnir úrslit
í Norræna húsinu 22. október.
Í dómnefnd um bestu innsendu
handritin sitja þeir Árni Óli
Ágústsson leikstjóri, Ólafur Egill
Egilsson leikari og handritshöf-
undurinn Hrafnkell Stefánsson.
Skilafrestur á verkum í Ljósvaka-
ljóð í ár er til og með mánudegin-
um 18. október. Fólk á aldrinum
15-25 ára getur tekið þátt.
Vel skipuð
dómnefndCHRISTINA AGUILERA Söngkonan er skilin eftir
fimm ára hjónaband.
á fullu í fjörinu meÐ Ómari:
MIÐALDAMENN
Ómar Ragnar
sson heldur u
pp
á hálfrar ald
ar feril sem
skemmtikraf
tur í Salnum
Kópavogi sun
nudaginn
17. oktober
MIÐASALA Á
SALURINN.IS
EÐA Í SÍMA 5 700 400 MILLI KL. 14 - 18
HAUKUR HEIÐAR
ÞORGEIRRAGGI BJARNA ÞURÍÐUR
MAGGI ÓLAHEMMI GUNN