Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 56
28 15. október 2010 FÖSTUDAGUR28 menning@frettabladid.is EKKI MISSA AF síðasta sýningardegi sýningarinnar Ár – málverkið á tímum straumvatna í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði á sunnudag. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna og rithöfund- arnir Auður Ava Ólafsdóttir og Eiríkur Guðmundsson lesa úr nýjum skáldverkum sínum. Sölvi Björn Sigurðsson er í hópi um 40 rithöfunda frá öllum heimshornum sem boðið var í þriggja mánaða ritsmiðju á vegum Iowa- háskóla í Bandaríkjunum í ár. Hann segir þetta frá- bæra reynslu sem hleypt hafi nýju lífi í skáldsögu sem hann vinnur að. Á hverju ári er um 40 rithöfund- um frá öllum heimshornum boðið til dvalar við Iowa-háskólann í Bandaríkjunum um þriggja mán- aða skeið til að kynnast banda- rískum bókmenntaheimi og vinna að eigin verkum. Sölva Birni Sig- urðssyni rithöfundi var boðið í ár og hefur dvalið ytra um nokkurra vikna skeið. „Þetta hefur verið frábær reynsla,“ segir Sölvi. „Maður ræður tíma sínum nokkurn veginn sjálfur og getur því setið inni á hóteli við skriftir út í eitt ef út í það er farið. Ég hef nýtt tækifærið til að kom- ast almennilega inn í nýja skáldsögu en það hefur líka verið frábært að kynnast þessum höfundum og bera saman bækur sínar við þá. Í hverri viku eru nokkrir upplestrar, fyr- irlestrar, ljóðakvöld og ritsmiðjur sem manni gefst kostur á að sækja og taka þátt í hér og þar um borg- ina. Það má segja að hér sé allur höfundaskalinn ef svo má að orði komast, ungir höfundar sem eru nýbúnir að gefa út sitt fyrsta verk og svo aðrir sem hafa selt milljónir eintaka af sínum bókum.“ Nærast á eigin sérvisku Sölvi segir að skynja megi hvern- ig straumar og stefnur geta verið mismunandi hjá höfundum eftir uppruna en enginn merkjanlegur munur sé á því hvernig höfundar nálgast starf sitt. „Rithöfundar nærast að mestu á eigin sérviskum og það kemur ber- lega í ljós þegar maður umgengst svona margt ólíkt fólk; sumir þurfa að ganga fimm kílómetra áður en þeir setjast niður til að skrifa, aðrir vakna seinni partinn, sumir drekka ekki kaffi, aðrir þola ekki morgunmat og þar fram eftir götunum.“ Sölvi hefur líka gefið sér tíma til að ferðast„Ég fór til Wyoming á kúrekabúgarð og hitti þar kúreka- skáld – vestraútgáfan af rímna- skáldum – og nú stendur til að fara til Portland í Maine að setja upp leikrit eftir mig og þaðan til Wash- ington D.C. og New York að hitta fólk í bókmenntaheiminum og útgáfubransanum þar.“ Vinnur að nýrri skáldsögu Bandaríska sendiráðið á Íslandi hafði milligöngu um að senda Sölva til Iowa og stendur straum af kostn- aðinum við dvölina. Sölvi, sem í fyrra sendi frá sér skáldsöguna Síð- ustu dagar móður minnar og hefur nýlokið við að þýða Ofviðrið eftir Shakespeare, segir það hafa verið sannkallaða himnasendingu þegar sendiráðið hringdi í hann í vor og bauð honum út. „Það stóð alltaf til að næsta skáldsaga myndi millilenda í bandarískum háskólabæ á austur- ströndinni og eftir því sem líður á dvölina hefur hugmyndin styrkst og dýpkað, eins og gerist þegar nýjar upplifanir taka sér bólstað í manni.“ Bókin fjalli þó fyrst og fremst um Ísland, „með stærra Í- i en venjulega. Hún á að heita Það er ekki í lagi með okkur og kemur út á næsta ári, ef allt gengur að óskum.“ bergsteinn@frettabladid.is ALÞJÓÐLEGUR SKÁLDATÍMI Í IOWA SÖLVI BJÖRN Hafði hugsað sér að láta næstu skáldsögu sína gerast að hluta til í bandarískum háskólabæ. Það var því himnasending þegar sendiráð Bandaríkjanna hafði samband við hann í vor og bauð honum til Iowa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1976 Sigurður A. Magnússon 1983 Guðmundur Steinsson 1984 Steinunn Sigurðardóttir 1986 Guðbergur Bergsson 1988 Birgir Sigurðsson AÐRIR ÍSLENSKIR RITSMIÐJUGESTIR Sýningar í fullum gangi Sýningadagar Lau. 16/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 17/10 kl. 14 Up pselt Lau. 23/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 24/10 kl. 14 Up pselt Lau. 30/10 kl. 13 Ör fá sæti Sun. 31/10 kl. 14 Ör fá sæti Hópur listamanna undir forystu Kristjáns Jóhannssonar efnir til tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 23. október til styrktar MND-félag- inu á Íslandi. Með Kristjáni verða nokkrar skærustu söngstjörnur landsins og ætla þau að flytja léttklass- ísk verk, einsöngslög og dúetta. Listafólkið gefur vinnu sína og rennur allur ágóðinn til íbúða- sjóðs MND-félagsins. Auk Kristjáns Jóhannssonar koma fram á tónleikunum Anna Sigríður Helgadóttir messó- sópran, Gissur Páll Gissurar- son tenór, Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Kristján Ingi Jóhannesson bassi, Lilja Egg- ertsdóttur sópran og Valgerður Guðnadóttur sópran. Undirleik annast Jónas Þórir en kynnir á tónleikunum verður Jóhann Sigurðarson leikari. „Við erum ákaflega þakklát þessu frábæra listafólki sem hefur ákveðið að styrkja okkur í að koma upp aðstöðu sem brýn þörf er fyrir,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND- félagsins. Tónleikarnir í Víðistaðakirkju hefjast klukkan 17.00 laugar- daginn 23. október. Forsala aðgöngumiða er hafin á www. midi.is og kostar miðinn 3.500 krónur. Tónleikar til styrkar MND-félaginu KRISTJÁN OG FÉLAGAR Listafólkið á tónleikunum gefur vinnu sína og rennur allur ágóði til MND-félagsins á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.