Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 18 15. október 2010 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 A rnaldur Birgir Konráðs-son hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. „Ég legg þó aðaláherslu á fjölbreytni bæði fyrir sjálfan mig og viðskipta-vini mína. Þeim sem hi Arnaldur Birgir þróaði Boot Camp-kerfið í samvinnu við Róbert Traustason og nú hafa þeir félagar gefið út bók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hráefni 4-5 klakar 200 g vanilluskyr1-2 msk. kókos2-3 msk. múslí½ banani og/eða pera2 m k Aðferð Allt sett í blandara og hellt í glas. Þeir sem þola mjólkurvörur illa geta sleppt skyrinu LÉTTBÚST Arnaldur Birgir Konráðsson segir fólki sem hugsar mikið um heilsuna hætta til að borða einhæfan mat: Fjölbreytnin fyrir öllu Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 FNetfang l 4ra rétta Góð tækifærisgjöf! Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Fjölskylduleiðangur verður í boði um sýninguna Að elta fólk og drekka mjólk í Hafnarborg á sunnudag klukkan 14. Gestum gefst þar færi á að skoða listaverkin í leik um safnið með aðstoð vísbendinga. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 15. október 2010 Arnþrúður Dögg Sigu ðardóttir heill ðist af kvikmynda- bransanum 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 15. október 2010 242. tölublað 10. árgangur Litli leikklúbburinn á Ísafirði er 45 ára Emil í Kattholti á fjalirnar allt 3 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is Opið til 19 Kringlukast 20 –50% afsláttur Sérblað fylgir! Landsliðið í frjálsu falli Árangur A-landsliðsins hefur versnað stöðugt síðan Guðjón Þórðarson hætti. sport 36 BLAUTT VESTRA Í dag verða sunnan 5-10 m/s og rigning S- og V-til en annars hægari og úrkomu- lítið. Hiti 7-12 stig. VEÐUR 4 10 11 9 9 8 DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opin- beru starfi. Baldri var birt ákæran þegar hann mætti að eigin frum- kvæði á skrifstofur sérstaks sak- sóknara eftir hádegi í gær. Ákæran er gefin út af Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara, þar sem ríkissaksóknari skal ann- ast öll mál sem varða brot í opin- beru starfi. Hún er önnur ákæran sem gefin er út í kjölfar rannsókn- ar embættis sérstaks saksóknara. Björn hefur falið sérstökum sak- sóknara að reka málið fyrir dómi. Baldur seldi hlutabréf í Lands- bankanum fyrir rúmar 192 millj- ónir króna tveimur vikum fyrir bankahrunið. Hann er ákærður fyrir að hafa á þeim tíma haft inn- herjaupplýsingar um stöðu bankans vegna setu sinnar í samráðshópi Seðlabankans um fjármálastöðug- leika. Féð hefur verið kyrrsett á bankareikningum Baldurs. Gerð er krafa um upptöku þess og líklegt er að kyrrsetningin verði í gildi þar til niðurstaða fæst í málið. Jafnframt er ákært fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 138. grein hegningarlaga. Hún kveður á um að hafi maður misnotað opin- bera stöðu til að fremja afbrot geti dómari þyngt refsinguna um allt að helming. Refsiramminn fyrir inn- herjasvik er sex ár, en níu ár í máli Baldurs í ljósi þessa. Karl Axelsson, verjandi Baldurs, segir ákæruna ekki eiga við rök að styðjast. Í ástandinu sem ríki á Íslandi sé mikilvægt að dómstólar standi í lappirnar. „Ég hef áhyggj- ur af því að dómstólar sveiflist eins og allir aðrir pendúlar með almenn- ingsáliti. Það er alveg ljóst að það hefði verið þúsund sinnum erfiðara fyrir saksóknara að taka ákvörð- un um að ákæra Baldur ekki en að ákæra hann,“ bætir hann við. Ákæran verður þingfest eftir rétta viku. - sh Refsiramminn fyrir meint brot Baldurs Guðlaugssonar er níu ára fangelsisvist: Baldur ákærður fyrir innherjasvik EFNAHAGSMÁL Örfáir af um fimmtíu þúsund viðskiptavinum Íbúðalána- sjóðs hafa nýtt sér ýtrustu úrræði til greiðslu- og skuldaaðlögunar. „Þetta segir okkur, að mínu mati, að úrræðin eru það flókin í framkvæmd að fólk veigrar sér við að nýta þau,“ segir Ásta H. Braga- dóttir, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs. Alls hafa 28 nýtt sér tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveð- krafna og fjórtán hafa notfært sér sértæka skuldaaðlögun. Tímabundin greiðsluaðlögun fæst með úrskurði dómara en semja þarf um sértæka skulda- aðlögun við aðalviðskiptabanka. Um 2.000 viðskiptavina Íbúða- lánasjóðs eru með lán sín í fryst- ingu en um slíkt er samið við sjóðinn. Þá eru á bilinu 7.000 til 8.000 í vanskilum við Íbúðalánasjóð, stórum eða smáum. Ásta vill ekki taka afstöðu til hugmynda um flata niðurfærslu lána en segir blasa við að Íbúða- lánasjóður ráði ekki einn og óstuddur við fimmtán til átján prósenta niðurfellingu. 107 millj- arðar króna myndu falla á Íbúða- lánasjóð við átján prósenta niður- færslu. Hún telur hins vegar rétt að ein- falda þau úrræði sem þegar séu í boði fyrir fólk sem ekki ráði við afborganir af lánum sínum. - bþs Flókin úrræði fæla fólk frá Af 50 þúsund viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs hafa 28 nýtt sér tímabundna greiðsluaðlögun og fjórtán hafa nýtt sér sértæka skuldaaðlögun. Er til marks um að úrræðin séu of flókin segir framkvæmdastjóri sjóðsins. Úrræðin í stuttu máli Greiðsluaðlögun Greiðsluaðlögun getur staðið í allt að fimm ár. Afborganir eru í samræmi við greiðslu- getu. Mánaðargreiðslur aldrei lægri en 60% af hæfilegri húsaleigu. Skuldaaðlögun Lántakinn greiðir af skuldum eins og greiðslugeta leyfir og kröfuhafar geta fallist á eftirgjöf, hlutfallslega lækkun eða gjaldfrest á því sem umfram er. Tímabundin frysting Afborgunum frestað í allt að þrjú ár. Hægt að fá frestun á afborgun- um af höfuðstól, en greiða vexti og verð- bætur, eða sækja um frestun allra afborgana. SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, vill beita sér fyrir því að gefnar verði út aukn- ar veiðiheim- ildir í helstu nytjastofn- um og leigja þær út. Þetta fyrirkomu- lag var tekið upp nýlega við úthlutun á skötuselskvóta. Þetta kom fram í ræðu Jóns á aðalfundi Landssamtaka smábátasjó- manna í gær. Ekki kom fram í máli Jóns hversu mikið hann vill auka kvótann en tegundirnar eru þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi og íslensk sumargotssíld. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir Jón hafa fullyrt að leiga á skötusel- skvóta hefði ekkert fordæm- isgildi. Friðrik segir alvarlegt að ekki sé hægt að taka mark á einu né neinu sem frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands kemur. - shá / sjá síðu 6 Viðbótarkvóti ekki til útgerðanna: Ráðherra vill leigja kvóta Takk útrásarvíkingar! Lára Björg Björnsdóttir segir frá bloggi sem varð að bók og baráttunni fyrir einhverfum syni sínum. viðtal 16 JÓN BJARNASON Ég hef áhyggjur af því að dómstólar sveiflist eins og allir aðrir pendúlar með almenningsáliti. KARL AXELSSON VERJANDI BALDURS GUÐLAUGSSONAR KYNLEGIR RÁÐHERRAR Halda mætti að Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson hefðu skellt sér á þrívíddarmyndina Piranha 3D í gær. Svo var hins vegar ekki. Þau fóru til Stígamóta, keyptu sér svokölluð kynjagleraugu og settu þau á nefið. Gleraugun eru seld til stuðnings þjónustumiðstöðvum Stígamóta utan borgarinnar, sem stóð til að loka vegna niðurskurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.