Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 8
8 15. október 2010 FÖSTUDAGUR 1. Af hverju hætti Eva Joly sem ráðgjafi sérstaks saksóknara? 2. Hvaðan kemur sandur í nýjan strandblaksvöll í Neskaupstað? 3. Hversu hátt hlutfall heimila landsins er yfirveðsett? SVÖR 1. Hún ætlar að einbeita sér að forsetaframboði sínu fyrir Græningja í Frakklandi. 2. Frá Póllandi. 3. Eitt af hverjum fimm. Vertu með röðina í beinni í símanum Taktu stöðuna á m.ring.is áður en þú leggur í hann. Ring myndavélar við helstu tónleikastaðina á Airwaves sýna þér ástandið svo þú eyðir sem minnstum tíma í röð. Hvernig virkar? Á upplýsingasíðum um hvern stað á m.ring.is er hlekkur á myndavélarnar. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 9 9 2 Í boði fyrir alla Ring viðskiptavinir borga ekkert aukagjald fyrir umferð í gegnum m.ring.is en streymi á tónlist telur sem 3G niðurhal. Viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja greiða sínum þjónustuaðila fyrir gagnaumferð skv. þeirra verðskrá. REYKJAVÍK Veruleg óánægja er innan Félags kráareigenda með skort á samráði við ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar um stytt- ingu á afgreiðslutíma áfengisveitingastaða. Félagar í Félagi kráareigenda, sem var stofnað árið 2007, eru veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur. „Við sjáum ekki alveg hverju þetta á að breyta,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. „Hætta allir að lemja fólk eftir hálffimm?“ Samþykkt var á fundi Borgarráðs Reykja- víkur á miðvikudag að afgreiðslutími áfeng- isveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, yrði styttur um klukku- stund í tveimur áföngum. Um næstu áramót verður afgreiðslutíminn styttur um hálf- tíma, til klukkan 5 um morgunn og svo aftur um hálftíma að sex mánuðum liðnum, til klukkan 4.30. Að ári liðnu á svo að fara yfir reynsluna af breytingunni og leggja mat á áhrif hennar. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir samþykktina rökrétt framhald vinnu í nefnd um endurskoðun opnunartíma skemmtistaða. „Um málið var gerð skýrsla og fullt af aðilum sem voru til boðaðir voru til samráðs. Síðan varð ofan á að gera þetta svona,“ segir hann. Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir þessa ákvörðun um styttingu afgreiðslutíma ef til vill vera næst því sem veitingamenn geti mögulega sætt sig við. Um leið kveður hann ráðist að vandamálinu á röngum stað með því að einblína á afgreiðslutímann. „Vandamálið er að löggæsla hefur snar- minnkað í miðbænum,“ segir Kormákur og kveður fólk munu halda sér vakandi sjálft eins lengi og það vilji, hvar sem það aftur verði. „Ef framtíðin er að koma þessu aftur í heimahúsin, þá verður bara svo að vera.” Guðfinnur tekur í svipaðan streng. Hann segir ýmis teikn á lofti um jákvæðari þróun skemmtanahalds inni á veitingastöðunum, en telur ólíklegt að fólk hætti að slást eða láta illa þótt stöðum sé lokað fyrr. Hann kallar eftir enn meira samstarfi við Félag kráareigenda við að koma á úrbótum, enda þekki fáir jafn vel við hvað sé að eiga. olikr@frettabladid.is Hefðu viljað meira samstarf Forsvarsmenn Félags kráareigenda segjast ekki átta sig á því hverju breyttur afgreiðslutími vínveitingastaða í miðborg Reykjavíkur eigi að skila. Markaðsátak um bætta skemmtanamenningu hefði verið vænlegra. Með samþykkt borgarráðs á styttri afgreiðslutíma veitingastaða fylgdi bókun Besta flokksins um að áfengisstefnu vantaði í borgina og bent var á að um bann við reyk- ingum á vínveitingastöðum ríkti almenn ánægja. „Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir þar. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi, sem lagði fram bókunina, segist með henni hafa viljað ýta undir umræðu um hvers konar skemmtanamenningu fólk vilji í borgina. Nú sé raunin sú að obbi fólks mæti í miðbæinn eftir miðnætti og skemmti sér svo fram á morgun. „Sumir staðir eru opnir frá 12 á hádegi og því opnir 18 tíma á sólarhring. Þetta er ábending um að kíkja á hvernig þessum málum er háttað yfirhöfuð,“ segir Einar og veltir fyrir sér af hverju sé til dæmis ekki meira um hverfiskrár. „Af hverju getur fólk ekki drukkið nálægt heimili sínu í stað þess að fara í miðborgina? Af hverju er ekki einhver svona „Gubbað í garðinn heima“ stefna?“ veltir hann fyrir sér og kveðst um leið hafa efasemdir um ágæti hugmynda í þá veru að láta loka stöðum fyrr í miðbænum, en leyfa að hafa opið lengur í iðnaðarhverfum og á hafnarsvæðum. EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Gubbað í garðinn heima! FUNDAÐ UM NÆSTU SKREF Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, og Ófeigur Friðriksson, eigandi Hverfisbars- ins, funduðu í gær um samþykkt borgarráðs. Þeir eru í forsvari fyrir Félag kráareigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar segja það skyldu bæjar- yfirvalda að efna sem fyrst til nýrrar íbúakosningar um deili- skipulagsbreytingu sem gera myndi álverinu í Straumsvík kleift að stækka í 460 þúsund tonn. Þeir benda á að liðið sé á annað ár síðan tilskilinn fjöldi bæjar- búa hafi óskað eftir íbúakosningu um málið. Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna segja hins vegar mikilvægt „að vinna að víðtækri sátt um stöðu álvers Rio Tinto Alcan í Straums- vík í stað þess farvegs átaka sem það hefur verið í of lengi“. - gar Krefjast álverskosningar: Bæjaryfirvöld efni skyldu sína ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Íbúar Hafnar- fjarðar felldu árið 2007 að Alcan fengi að stækka verksmiðju sína verulega. NEYTENDAMÁL Tæplega fjórðungs verðmunur reyndist vera á matar- körfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruversl- unum síðastliðinn þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 6.879 krónur, 85 krónum dýrari en í Krónunni. Vörukarfan var dýrust í Nóatúni, kostaði 8.469 krónur. Lítill verðmunur var á milli Kosts, Samkaupa Úrvals og Nóatúns en karfan var 20-23 pró- sentum dýrari þar en í Bónus og Krónunni. Ný verðkönnun ASÍ: 23% munur á matarkörfunni FERÐAIÐNAÐUR Samtök ferðaþjón- ustunnar (SAF) fagna áformum íslenskra og erlendra flugfélaga um aukið framboð í flugi til Íslands, segir í tilkynningu. „Til þess að nýta slík tæki- færi sem best þarf mikla mark- aðssetningu á erfiðum alþjóða- markaði,“ segir þar. „Til að ná sem bestum árangri í markaðs- setningu Íslands þurfa bæði rík- isvaldið og fyrirtækin í grein- inni að leggjast sameiginlega á árarnar. Þeir fiska sem róa!“ - óká Þeir fiska sem róa segja SAF: Fyrirtæki og ríki leggist á eitt VERSLUN „Mér þykir alverst að það var rokið í að grafa þennan skurð án þess að láta okkur vita áður,“ segir Símon Sverrisson, kaup- maður í minjagripaversluninni Eureka-art á Laugavegi 8. Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur gróf skurð fram- an við Laugaveg 8 á miðvikudag. Verið er að endurnýja heimæð fyrir Laugaveg 6. Viðskipta- vinir Eureka-art þurfa nú að ganga yfir trébrú til að komast í búðina. „Þetta er gert á mjög vondum tíma því síðasta stóra ferða- mannahelgin er núna,“ segir Símon og vísar til þess að tón- listarhátíðin Airwaves sé hafin og hana sæki jafnan mikill fjöldi erlendra gesta. „Við upphaf verksins láðist starfsmanni OR að láta eigend- ur í húsi númer 8 vita. Var beð- ist velvirðingar á því í morgun. Það voru sem sé mistök af hálfu OR að láta ekki vita, en það vilj- um við alltaf gera,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, síðdegis í gær. Framkvæmdum ætti að ljúka fyrir hádegi í dag. - gar Kaupmaður á Laugavegi argur yfir framkvæmdum án fyrirvara á vondum tíma: Skurður fælir Airwaves-viðskipti frá SÍMON SVERRISSON Kveðst hafa glímt við jarðvegsflutninga á vörubílum í vor og nú spilli skurðgröftur fyrir honum viðskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.