Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 36
Björgvin Halldórsson Það þarf ekki að fara mörgum orðum um meistara Bó - einn ástsælasta söngvara þjóðarinnar sem er löngu orðin goðsögn í lifanda lífi. Björgvin hefur hljóðritað í kringum 900 lög á ferlinum og eru þau flest mjög vinsæl hjá landanum ár hvert. Mörg jólalaga Björgvins eru löngu orðin klassísk og hljóma um hver jól. Árið 2006 efndi Björgvin til stórtónleika í Laugardalshöllinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og fyllti höllina þrisvar sinnum. Síðan þá hefur hann endurtekið leikinn ár hvert. Björgvin Halldórsson hefur fyrir löngu skipað sér á bekk meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu og það sæti mun vera merkt honum um alla framtíð. Fróðleiksmolar · Fullt nafn: Björgvin Helgi Halldórsson. · Gælunafn: Bó. · Björgvin starfaði eitt sinn sem rótari. Eftirlaetis tilvitnun: „TCB. Taking care of Business“ - E. Presley. Helgi Björnsson Helgi var söngvari í Grafík á árunum 1983-1986 og Síðan skein sól frá 1987 sem með tímanum breytti nafni sínu í SSSól. Fyrsta sólóplata Helga kom út í árslok 1997 og nefndist einfaldlega Helgi Björns. Sönginn og leiklistina hefur hann náð að sameina öðru hverju t.d. með þáttöku í söngleiknum Meiri gauragangur, í óperunni Carmen Negra og í Rocky Horror árið 1995, þar sem hann var í aðalhlutverki sýningarinnar. Helgi er höfuðpaur Reiðmanna vindanna sem sendi frá sér plötuna Ríðum sem fjandinn árið 2008, við miklar vinsældir. Fróðleiksmolar · Gælunafn: Holy B. · Helgi starfaði eitt sinn sem málari. Eftirlaetis tilvitnun: „Couple of times.“ Vala Guðnadóttir Vala starfar sem bæði leikkona og söngkona, hún nam einsöng við framhaldsdeild Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan vorið 2000. Áður hafði hún lokið 8. stigi með hæstu einkunn frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún hefur leikið og sungið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku Óperunni og víðar. Vala fór með hlutverk Maríu í Söngvaseið í fyrra, en fyrir það hlutverk hlaut hún Grímuverðlaunin sem Söngvari ársins 2009. Fróðleiksmolar · Fullt nafn: Valgerður Guðrún Guðnadóttir. · Gælunöfn Valgerðar eru Vala eða Valsmína hjá ákveðnum fjölskyldumeðlimum. · Valgerður starfaði eitt sinn sem skrifstofumær. Eftirlaetis tilvitnun: „Afsakið mig og mína persónu ef einhver væri en engin er.“ -Ofurhógvær eldri frænka úr sveit. Sigríður Thorlacius Sigríður stundaði nám í klassískum söng við Söngskólann í Reykjavík um nokkurra ára skeið en færði sig svo um set yfir í Tónlistarskóla FÍH og lauk burtfararprófi af jazz-braut vorið 2008. Sigríður hefur sungið með hljómsveitinni Hjaltalín frá árinu 2006. Sigríður hlaut í ár íslensku tónlistarverðlaunin sem rödd ársins fyrir söng sinn með Hjaltalín og á sólóplötu sinni Á ljúflingshól. Fróðleiksmolar · Gælunafn: Sigfríð. Eftirlaetis tilvitnun: „The bigger the hair, the closer to God.“ Högni Egilsson Högni hóf nám í fiðluleik hjá Lilju Hjaltadóttur aðeins fimm ára og stundaði það fram að unglingsárum. Árin 2006 til 2008 lagði hann stund á tónsmíðar í Listaháskóla Íslands, m.a. hjá Atla Ingólfssyni, Kjartani Ólafssyni og Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni. Högni er aðallagahöfundur og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín og hefur komið fram með henni á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu sem og hér heima. Paul Potts Paul sló allrækilega í gegn árið 2007 þegar hann sigraði í fyrstu seríu sjónvarpshæfileikakeppninnar Bretland býr yfir hæfileikum eða „Britain's Got Talent”. Í sinni fyrstu áheyrnarprufu heillaði hann áhorfendur, dómarana þrjá og reyndar alla heimsbyggðina upp úr skónum. Paul Potts hefur síðan þá gefið út þrjár plötur, komist á toppinn í 15 löndum, farið í fimm uppseldar tónleika- ferðir um heiminn, sungið fyrir Englandsdrottningu og hetjuna sína José Carreras, sem kallaði rödd hans „ótrúlegt hljóðfæri.“ Summer Watson Summer er rísandi stjarna í óperuheiminum og hefur sungið í mörgum af stærstu óperuhúsum heims. Hún kemur reglulega fram fyrir bresku konungsfjölskylduna og gerði það t.d. á 60 ára afmælistónleikum konunglegu fílharmóníusveitarinnar í Buckinghamhöll. Henni hefur verið lýst sem „klassískt menntuðum söngvara sem býr yfir silkimjúkri flauelsrödd sem svífur áreynslulaust yfir tónverk merkustu tónskálda sögunnar.” Alexander Rybak Norska stórstjarnan Alexander Rybak kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var árið 2009 í Moskvu, með eigin tónsmíð, hinu stórskemmtilega Ævintýri eða „Fairytale“. Hann sigraði keppnina með miklum yfirburðum, hlaut samtals 387 stig og bætti þar með stigamet finnsku þungarokkaranna Lordi, sem árið 2006 hlutu 292 stig. Hann mun taka lagið með Jóhönnu Guðrúnu og er það í fyrsta skipti sem Evróvisjónfararnir snúa bökum saman. *Vinsamlegast athugið: Alexander, Paul og Summer koma eingöngu fram í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.