Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 37
Kristján
Jóhannsson
Það er of langt mál að telja upp
öll afrek Kristjáns í óperu- og
tónlistarhúsum um víða veröld,
sigrar hans og viðtökur
gagnrýnenda hafa yfirleitt verið
á eina lund, hvort heldur sem er
í Metropolitan óperunni, á
Scala í Covent Garden eða í
Carnegie Hall. Hann kom fyrst
fram á óperusviði árið 1980 í Il
Tabarro eftir Puccini við Osimo
Teatro Piccola óperuhúsið í
Feneyjum. Síðan þá hefur hann
stigið á helstu óperusvið heims
og sungið þekktustu óperu-
hlutverk tónlistarsögunnar.
Fróðleiksmolar
· Kristján hóf tónlistarnám 8 ára
gamall en þó ekki söngnám fyrr
en um tvítugt.
· Gælunafn: Kris.
Haukur
Heiðar
Hauksson
Haukur er aðallagahöfundur og
söngvari hljómsveitarinnar
Diktu, sem er ein af vinsælustu
rokkhljómsveitum landsins og
hefur gefið út þrjár plötur á
ferlinum. Haukur var ekki nema
4-5 ára gamall þegar hann lýsti
því yfir að hann ætlaði að verða
„læknir og spilamaður” eins og
pabbi. Það er ekki oft sem svo
snemmborin fyrirheit rætast en
Haukur Heiðar Hauksson stóð
við sitt; hann útskrifaðist úr
læknadeild HÍ vorið 2008.
Fróðleiksmolar
· Gælunafn: Hauxi Hauxxx
· Haukur starfaði eitt sinn á lager
í Samkaupum í Hafnarfirði.
· Faðir Hauks Heiðars er Haukur
Heiðar Ingólfsson, heimilis-
læknir og píanóleikari, kannski
þekktastur fyrir að spila um
áratugaskeið með Ómari
Ragnarssyni á skemmtunum um
land allt og á fjölda hljómplatna.
Eftirlaetis tilvitnun:
„Time is fun when you’re
having flies“
– Groucho Marx.
Ragnhildur
Gísladóttir
Ragnhildur hefur verið í
tónlistarbransanum í rúm 30 ár
og komið víða við. Ragnhildur
hefur gert það gott hér á landi í
tónlist og leiklist, gefið út
fjölmargar plötur, bæði í
samstarfi við Stuðmenn og
Human Body Orchestra, sem og
sólóplöturnar Ragga & The Jack
Magic Orchestra, Rombigy og
Baby. Hún hefur samið tónlist
fyrir leikverk og lauk prófi í
tónsmíðum við Listaháskóla
Íslands árið 2008. Fyrr á árinu
samdi Ragnhildur tvö dansverk,
Bræður sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í
maí og Eins og vatnið á
Reykjavík Dance Festival.
Fróðleiksmolar
· Fullt nafn: Guðmunda
Ragnhildur Gísladóttir.
· Gælunöfn: Rax eða Mama-raga.
· Ragnhildur starfaði eitt sinn
sem 2. aðstoðartökumaður
eða „clapper/loader“ við
kvikmyndagerð.
Eftirlaetis tilvitnun:
„Af hverju fær þetta fólk sér ekki
bara almennilega vinnu?“
- Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður.
Jóhanna
Guðrún
Jónsdóttir
Jóhanna hljóðritaði sína fyrstu
sólóplötu aðeins níu ára gömul.
Platan kom út á tíu ára afmæli
hennar árið 2000 og hlaut miklar
vinsældir. Á unglingsárum sínum
starfaði Jóhanna með erlendum
upptökustjórum og söng-
þjálfurum, einn þeirra er
upptökustjórinn Thomas Yezzi
sem sagði um Jóhönnu að hún
væri „Hvít, íslensk unglings-
stúlka með sál fimmtugrar
blökkukonu.” Jóhanna er eins
og alþjóð veit ábyrg fyrir 2. sæti
Íslands í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva
árið 2009.
Fróðleiksmolar
· Gælunafn: Jobba.
· Jóhanna starfaði eitt sinn
sem hestasveinn.
Eftirlaetis tilvitnun:
„Það sem ekki drepur þig,
gerir þig sterkari.“
Gissur Páll
Gissurarson
Gissur hóf nám sitt í
Söngskólanum í Reykjavík
veturinn 1997 undir
handleiðslu Magnúsar
Jónssonar. Árið 2001 hóf
Gissur nám við Conservatorio
G.B. Martini í Bologna á Ítalíu.
Sumarið 2003 steig hann sín
fyrstu skref á ítölsku óperusviði
sem Ruiz í óperunni Il
Trovatore. Síðan þá hefur hann
sungið í fjölmörgum óperum
víðs vegar um heiminn. Haustið
2009 söng Gissur hlutverk
Nemorio í uppsetningu Íslensku
óperunnar á Ástardrykknum.
Fróðleiksmolar
· Gissur starfaði eitt sinn
við hellulögn.
Eftirlaetis tilvitnun:
„Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem
gerir ekki neitt fyrir neinn.“
–Úr kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.
Viðburðurinn
Jólagestir Björgvins eru nú haldnir í fjórða sinn og er gestalistinn glæsilegri en
nokkru sinni fyrr. Erlendar stjórstjörnur koma fram og við förum til Akureyrar
í fyrsa skipti. Markmiðið er einfalt; að setja ný viðmið í tónleikahaldi á Íslandi.
Það er ekki að ástæðulausu sem tónlistin er gjarnan kölluð æðsta listformið, hún
hefur fylgt manninum frá örófi alda og ekkert listform á eins greiðan aðgang að
sálinni. Með glæsilegum aðbúnaði og færustu flytjendum landsins, og þótt víðar
væri leitað, er ætlunin að bjóða uppá ógleymanlega upplifun sem vermir hjörtu
og sálir þeirra sem koma og njóta tónleikanna.
forsala hefst
kl. 10:00 í dag,
nánar á baksíðu.
Ásamt þessum ótrúlega glaesilega hópi söngvara
kemur fram landslið hljóðfaeraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar,
Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortes,
Gospelkór Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla