Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 25
Konur af erlendum uppruna opna mömmueldhús á Akranesi í dag. Veitingasalan Veröldin okkar – mömmueldhús tekur til starfa á Kirkjubraut 8 á Akranesi í dag en þar verður boðið upp á ódýran heimilismat frá öllum heimshorn- um. Um er að ræða virkniúrræði og atvinnutækifæri fyrir konur af erlendum uppruna sem er styrkt af Evrópuári gegn fátækt og félags- legri einangrun og Atvinnuþróun- arsjóði kvenna. „Í starfi okkar með fólki af erlendum uppruna höfum við orðið þess áskynja að staða erlendra kvenna sem ekki eru á vinnu- markaði er mjög slæm. Tengsla- net þeirra er lítið og veikbyggt og þeim hættir til að einangrast,“ segir Amal Tamimi, framkvæmda- stjóri Jafnréttishúss, en Jafnrétt- ishús er í forsvari fyrir verkefn- inu. „Með því að bjóða konunum að taka þátt í þessu verkefni má rjúfa félagslega einangrun þeirra.“ Í tilefni af opnuninni verður haldin veisla milli 15 og 17 í dag og er öllum velkomið að líta við og gæða sér á fyrirtaks mömmumat frá öllum heimshornum. - ve Alþjóðleg eldamennska FÖSTUDAGUR 15. október 2010 3 „Bæjarbúar hafa lengi átt sér draum um barnaleikrit og eftir miklar vangaveltur kom leikstjór- inn Elvar Logi Hannesson með hugmyndina um Emil í Kattholti. Eftir það var ekki aftur snúið, því við urðum öll eins og börn aftur við tilhugsunina um strákapör- in hans Emils,“ segir Katrín Jónsdóttir for- maður Lit la leikklúbbsins á Ísafirði sem nú fagnar 45 ára afmæli og frumsýnir af því tilefni veg- lega uppfærslu á einu vinsæl- asta barnaleik- riti allra tíma, eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren. Nítján leikarar fara með hlut- verk í sýningunni og alls koma sextíu manns að verkinu, enda ævintýraheimur Smálandanna stór. „Okkur þótti líka tilvalið að áttugasta uppfærsla Litla leik- klúbbsins yrði verk eftir Astrid Lindgren þar sem fyrsta sýning leikklúbbsins fyrir 45 árum var Lína Langsokkur eftir sama höf- und,“ segir Katrín og bætir við að mikið ævintýri hafi verið að koma Kattholti á fjalirnar, enda ekki á hvers manns færi að flytja Smálöndin til Ísafjarðar. „Fleiri, fleiri börn sóttu um hlut- verk Emils og Ídu og öll svo efni- leg að erfitt var að velja úr rétta parið. Að lokum stóð uppi hið full- komna par sem bæði eru eins og sköpuð fyrir hlutverkin, auk þess að vera með eindæmum hæfileika- rík og ótrúlega fljót að læra text- ana og lögin utan að,“ segir Katr- ín um þau Pétur Svavarsson (10 ára) og Þuríði Kristínu Þorsteins- dóttur (8 ára) sem leika systkinin óborganlegu í Kattholti. „Ísfirðingum er leiklist í blóð borin og þess vegna hefur leik- klúbburinn blómstrað frá fyrstu tíð. Allir vinna launalaust og af ósviknum áhuga, og auðvitað stórkostlegt að hver sem er geti komist á svið með sína leiklistar- drauma,“ segir Katrín, sem á von á góðum viðtökum allra lands- manna. „Leiksýningin er bráðfyndin, fjörug og skemmtileg, og vita- skuld ævintýri fyrir aðkomu- fólk að eyða helgi á Ísafirði. Frá Reykjavík er malbikað alla leið og stuttur bíltúr að renna hing- að í helgarferð til að gera börn- um glaðan dag með einstakri leik- húsupplifun,“ segir Katrín sem hlakkar mjög til frumsýningar morgundagsins. „Pétur sjálfur er Emil uppmál- aður; uppátækjasamur og ofsalega skemmtilegur, og Þuríður á sam- eiginlegt með Ídu að vera ljúf, góð og mikill dýravinur. Henni finnst núorðið lítið mál að láta flagga sér upp í fánastöng en fyrst þegar við hífðum hana upp og spurðum hvort væri gaman, stóð ekki á svarinu: „Já! Og nei! Nei!““ Emil í Kattholti verður sýnt í Edinborgarhúsinu laugardaga og sunnudaga klukkan 14 fram í miðjan nóvember. Miðasala í síma 450 5555. thordis@frettabladid.is Strákapör Emils á Ísafirði Á morgun skekur órói Ísafjarðarbæ, því þá hefur innrás stráksskrattinn Emil í Kattholti með sín ófyrirleitnu skammarstrik og misvinsælu uppákomur í sænsku Smálöndunum sem þar hafa tekið sér tímabundna bólfestu í meðförum Litla leikklúbbsins í Edinborgarhúsinu. Katrín Jónsdóttir, formaður Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Pétur Svavarsson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir eru sem sköpuð í hlutverk Emils og Ídu, eins og sjá má á þessari kostulegu mynd úr uppfærslu Litla leikklúbbsins á Ísafirði. MYND/ÁGÚST G. ATLASON Amal segir verkefninu meðal annars ætlað að rjúfa félagslega einangrun. w w w. m y s e c r e t . i s S í m i 5 2 7 - 2 7 7 7 aada er vinsælasti engiferdrykkurinn á Íslandi hjá My Secret! Engiferdrykkurinn aada hefur heldur betur slegið í gegn og það besta við drykkinn er hvað hann er að virka vel á ýmsa kvilla hjá fólki og má þar helst nefna gigt, astma, mígreni, tíðaverki, flensu og hálsbólgu, sykurfíkn, eykur brennsluna, bólgur, sogæðakerfið, ýmis húðvandamál. Hann virkar hjá mörgum vatnslosandi og hefur hjálpað mörgum við meltingar- vandarmál nú svo gefur engifer aukna orku og þol. 5L aada Öflugastur í fjölskyldunni – Styrkleiki 100% 2L aada 75% styrkleiki af 5L 300 ml aada 50% styrkleiki af sterkasta 2L Beat the body with goji – 5 daga hreinsun “Beat the body with goji” Þetta er mjög öflug 5 daga hreinsun og byggist drykkurinn á grunndrykknum aada ásamt goji berjum, rauðrófum, bláberjum og cayenne pipar. Tvær leiðir eru til að drekka þennan hreinsunardrykk: Annars vegar 2 sinnum á dag og þá 200 ml í senn – í fastandi maga á morgnana og seinnipartinn. Hins vegar 3 sinnum á dag og þá 130 ml í senn – í fastandi maga á morgnana, í hádeginu og seinnipartinn. Huga þarf vel að matarræðinu á meðan. Borða grænmeti, ávexti, fisk og kjúkling í lagi, sleppa unnum mat og hveitivörum. nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.