Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 24
 15. október 2010 FÖSTUDAGUR2 „Hér verða um 600 söngmenn og settur verður saman svokallaður Kötlukór er syngur lög sem kór- arnir hafa verið að æfa, hver í sínu heimahéraði,“ segir Valdimar Bragason, prentari á Selfossi. Hann er formaður Kötlu, sambands sunn- lenskra karlakóra, er heldur kóra- mót á morgun á Flúðum. Það mun verða fjölmennasti samsöngur karlakóra í áraraðir á Íslandi. Valdimar segir félagssvæði Kötlu ná frá Höfn í austri í Dali vest- ur og innan hennar vera fimmtán kóra, suma með hundrað ára sögu að baki og aðra glænýja. Þeir stilli saman strengina og syngi saman og auk þess verði sérstakir tónleikar hvers kórs fyrir sig. „Þeir syngja á tveimur stöðum, annars vegar í félagsheimilinu og hins vegar í Límtréshöllinni. Það er stórt og mikið verksmiðjuhús Límtrés sem hefur að hluta til verið breytt í tón- leikahöll af þessu tilefni. Þar verða sameiginlegir tónleikar þessa 600 manna kórs og nóg pláss fyrir áheyrendur.“ Auk sunnlensku kóranna verða tveir gestakórar á mótinu, Karla- kór Akureyrar-Geysir og finnski kórinn Manifestum sem mun syngja Finlandiu á frummálinu. Finnarnir hafa sumir hverjir haft kynni af Íslendingum áður því þeir hafa komið fram með Karlakórnum Fóstbræðrum. Mótið verður sett formlega klukk- an 13.30 á morgun og klukkutíma síðar hefjast tónleikar kóranna hvers fyrir sig. Svo verður sung- ið fram á kvöld. „Það á að verða nóg pláss fyrir þá sem vilja koma og hlýða á okkur,“ segir Valdimar og tekur fram að um eitt verð sé að ræða fyrir allan daginn, 2.500 krónur. Forseti Íslands ávarpar gesti við setninguna, meðal annarra og mun njóta söngsins það sem eftir er dags- ins auk þess að sitja hátíðarkvöld- verð Kötlu. Þess má geta að finnski kórinn Manifestum og Fóstbræður hita upp með tónleikum í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. gun@frettabladid.is Samsöngur sex hundruð karla Fimmtán íslenskir karlakórar og einn finnskur syngja á risastóru kóramóti á Flúðum á morgun sem stendur mestallan daginn. Finnski kórinn Manifestum á djúpar rætur í ríkri karlakórahefð Finna en var stofnaður í júní síðastliðnum þegar þaulvanir söngmenn fylgdu stjórnanda sínum, Markus Westerlund, í nýjan kór. MYND/ÚR EINKASAFNI • Allir skokkar áður 16990 St. 36-48 Nú 5000 • Skór áður 14990 Nú 5000 • Kápur áður 14990 ath aðeins litlar stærðir Nú 5000 • Bolakjólar áður 9990 ath stórar stærðir Nú 5000 Og margt margt fleira Nýtt kortatímabil FRÚIN ER ENN Í TILTEKTARSTUÐI 30-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Lín Design, Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Lín Design á 6 ára afmæli 15 - 50% afsláttur af öllum vörum Föstudag & laugardag Börnin fá frían sængurfatnað fyrir bangsann Einnig í vefvers lun www.lindesign .is Nýtt kortatíma bil ALLA DAGA FRÁ HEIÐAR AUSTMANN 10 – 13 TOPPMAÐUR Tveir stórpíanistar halda tónleika í Hömrum á Ísafirði á sunnu- daginn klukkan 15. Eru það rússnesk-ísraelski píanóleikarinn Albert Mamriev og Ísfirðingurinn Selma Guðmundsdóttir. Þau flytja meðal annars verk eftir Richard Wagner og spila þau fjórhent á píanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.