Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 18
18 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Eva Joly, þingmaður Græningja á Evrópu þinginu og frambjóðandi í
frönsku forsetakosningunum, segir á
blaðamannafundi hérlendis að snúa eigi
við þeirri þróun að einkaaðilar eignist
hér orkuauðlindir. Hún spyr hvers vegna
Íslendingar ættu að setja orkulindir í
einkaeigu. Þetta kallar á aðra spurningu:
Hvar er verið að einkavæða orkulindir á
Íslandi í dag? Getur einhver nefnt dæmi
um slíka þróun, eða svo mikið sem ein-
hverja talsmenn hennar? Fyrir rúmlega
tveimur árum var það raunar bundið hér í
lög að orkuauðlindir í eigu opinberra aðila
mætti eingöngu selja öðrum slíkum, eða
fyrirtækjum í eigu opinberra aðila. Þessi
umræða snýst þess vegna ekki um neitt.
Joly vill jafnframt stöðva kaup Magma
Energy á HS Orku, og virðist af fréttum
að dæma telja að þar hafi erlent fyrirtæki
keypt orkuauðlindir á Reykjanesskaga. Svo
er ekki, líkt og margoft hefur komið fram.
HS Orka leigir afnotarétt af auðlindum í
eigu sveitarfélaga og greiðir þeim auðlin-
dagjald fyrir þann aðgang. Kaup Magma
á meirihluta í HS Orku hafa hins vegar
þegar farið fram og hafa jafnframt ítrek-
að verið úrskurðuð lögmæt viðskipti af
opinberum aðilum. Þá fylgist Orkustofnun
með því að við nýtingu auðlindanna sé
fylgt skilmálum virkjunarleyfis og hefur
stofnunin víðtækar heimildir til að bregð-
ast við hugsanlegum frávikum ef þurfa
þykir. Enginn hefur þó jafn ríka hagsmuni
af góðri umgengni við þessar auðlindir og
fyrirtækið sjálft.
Athygli vekur að Joly, sem gegnt hefur
hlutverki ráðgjafa við íslenskt saksóknara-
embætti, lýsti því yfir að væri hún ríkis-
saksóknari hér myndi hún hefja sakamála-
rannsókn á fyrrgreindum viðskiptum,
sem þegar hafa ítrekað verið úrskurðuð
lögmæt af opinberum aðilum. Um leið
kom fram að á umræddum blaðamanna-
fundi væri Joly fyrst og fremst að tala sem
áhugamanneskja um orkumál og að hún
gæti ekkert fullyrt um sumt af því sem
hún teldi vera tilefni til rannsókna. Þarna
var stjórnmálamaðurinn Eva Joly að tala.
Ekki saksóknari, ekki lögmaður.
Hvaða „einkavæðing“?
Orkumál
Gústaf Adolf
Skúlason
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Samorku,
samtaka orku- og
veitufyrirtækja
Þarna var stjórn-
málamaðurinn Eva
Joly að tala. Ekki
saksóknari, ekki lögmaður.
Happy hour
Þingkonum hefur borist boð um að
mæta á léttan fund á fimmtudaginn
kemur (á „happy hour“) á Hótel
Nordica og ræða það hvort stjórn-
málamenn geti átt samleið með
viðskiptalífinu. Það eru samtökin
LeiðtogaAuður sem standa fyrir
fundinum. Þau berjast fyrir því að efla
tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnun-
arstörfum á Íslandi.
Ekkert svona
Forvitnilegt verður að sjá
hvaða þingkonur láta sjá
sig. Ein hefur hins vegar
afboðað sig með stæl. Það
er Margrét Tryggvadóttir,
Hreyfingunni. Hún sendi samtökun-
um póst um hæl og lét afrit fylgja
með til fjölmiðla. Margrét vísar í svari
sínu í ekki ómerkara rit en skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem
segir: „Leita þarf leiða til þess að
draga skýrari mörk á milli fjármála-
lífs og stjórnmála. Ekki er líðandi
að gæslumenn almannahagsmuna
gangi erinda einkafyrirtækja með
þeim hætti sem gert var í aðdrag-
anda bankahrunsins.“ Í ljósi þessa
sér Margrét sér ekki fært að hitta
hóp kvenna, fá sér öl eða latté
og spjalla um samstöðu þeirra
í stjórnmálum og viðskipta-
lífi. Sumir eru einfald-
lega ekki til sölu.
Fornaldarráðuneytið
Jón Bjarnason hældi nýráðnum
undirmanni sínum, Bjarna Harðarsyni,
á hvert reipi í fréttum í gær. Enginn í
víðri veröld væri hæfari til að gegna
starfi upplýsingafulltrúa ráðuneytis-
ins en Bjarni, sem hefði skrifað svo
ægilega mikið í gegnum tíðina um
landbúnað og sjávarútveg. Áhugi
þeirra tveggja á málaflokkunum er
því áþekkur. En Bjarni er líka
„óforbetranlegur fornaldar-
dýrkandi“ að eigin sögn,
eins og sjá má á bloggsíðu
hans. Skyldi sú staðreynd
hafa vegið þungt í
hæfnismatinu?
stigur@frettabladid.isÞ
jónusta við konur og karla sem hafa mátt þola kynferðis-
legt ofbeldi sem og þjónusta við konur sem búa við ofbeldi
í nánum samböndum fer að langstærstum hluta fram á
vegum félagasamtaka og grasrótarhreyfinga. Þarna eru
fyrirferðarmest annars vegar Stígamót sem sinna konum
og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hins vegar
Samtök um kvennaathvarf sem reka Kvennaathvarfið þar sem tekið
er á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Bæði
þessi samtök fá framlag frá ríki og sveitarfélögum en rekstur
athvarfa þeirra er á ábyrgð þessara hreyfinga og samtaka.
Þar er því iðulega þröngt í
búi, ekki síst vegna þess að erf-
itt getur verið að sjá fyrir um
þörfina á þjónustu frá ári til árs
og jafnvel mánuði til mánaðar.
Fyrir skemmstu kom til dæmis
fram að í kjölfar umræðunnar
um kynferðislegt ofbeldi kirkj-
unnar manna hefði þeim konum
sem leituðu til Stígamóta fjölgað verulega. Hér verður nefnilega
að gæta þess að margir þolendur kynferðislegs ofbeldis hafa byrgt
óbærilega reynslu inni um langt skeið áður en þeir áræða að leita
sér hjálpar við að vinna úr henni.
Kvennaathvarfið er eingöngu til staðar í höfuðborginni en á
Akureyri njóta þolendur kynbundins ofbeldis þjónustu frá Aflinu
sem einnig er rekið af félagasamtökum og á Ísafirði gegna Sólstafir
svipuðu hlutverki.
Stígamót veittu til skamms tíma þjónustu á sjö stöðum utan
höfuðborgarsvæðisins en eftir efnahagshrunið þurftu samtökin
að loka þessum þjónustumiðstöðvum vegna fjárskorts.
Til að bæta úr því og einnig til að flytja starfsemi Stígamóta í
stærra húsnæði og veita þjónustu allan sólarhringinn, meðal annars
með opnun athvarfs fyrir konur sem vilja brjótast út úr mansali og
vændi, efna Skotturnar til landssöfnunar nú um helgina. Markmiðið
er að stórauka og bæta þjónustu Stígamóta. Þjóðinni gefst þá kostur
á að styðja við starfsemi Stígamóta með því að kaupa barmmerki
með kynjagleraugum fyrir þúsund krónur. Bleika og bláa glerið í
kynjagleraugunum hafa þá fallegu og táknrænu merkingu að minna
á að bæði kyn eiga að taka ábyrgð á kynferðisofbeldi.
Það er afar brýnt að Stígamót geti að nýju þjónað þolendum kyn-
ferðislegs ofbeldis víða um land. Hitt verkefnið er ekki síður brýnt
að hægt sé að leita til Stígamóta allan sólarhringinn og að athvarfi
fyrir konur sem vilja brjótast út úr vændi og mansali, og vaxandi
þörf er fyrir, verði komið á fót.
Konur í vændi og þolendur mansals er hópur sem var algerlega
falinn þar til fyrir fáeinum misserum. Nú er hins vegar orðin dag-
ljós nauðsyn þess að þessum hópi standi til boða þjónusta sem sér-
staklega er sniðinn að þörfum hans.
Það er svo í anda þeirrar sömu kvennasamstöðu sem liggur að
baki bæði Stígamótum og Kvennaathvarfinu að markmið Skottanna
er ekki aðeins að safna fé til að unnt verði að auka og bæta starf
Stígamóta heldur einnig að manna að einhverju leyti þá starfsemi
með sjálfboðastarfi.
Skottur safna fyrir Stígamót.
Setjum öll upp
kynjagleraugu
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871