Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 30
4 föstudagur 15. október núna ✽ dansaðu vilt Þetta er bara búið Brúðkaupið er búið og það var staðfest fyrir augum almættisins, vinafólks og fjölskyldu, við erum hjón. Brúðkaupsdeginum er fagnað og í huga margra er fátt fallegra en þessi gleði- og ástarfögnuður. Það rignir yfir okkur kveðjum um bjarta og gæfuríka framtíð og með bros á vör er samlífi okkar fagnað. Þannig lagað séð. Hjónabandinu er tekið fagnandi en í sömu andrá er gjarnan tekið fram að nú taki við kynlífslausir dagar. Framtíð hjónabands er ekki byggð á kynlífi heldur einhverju öðru. Hverju, spyrðu? Ég er ekki viss. Ég velti fyrir mér uppruna þessarar athugasemdar að hjónaband drepi kynlífslöngun og kelerí. Gottman er fræðimaður á sviði sambanda og hjónabanda og hann telur atriði líkt og kynlíf á fyrstu tveimur árum hjónabands einkar mikilvæg fyrir gæði og framtíð sambandsins. Það er því ekki svo að kynlíf hætti að skipta máli fyrir sambandið heldur virðist það bara hætta. Því er talað um tíðni í þessu samhengi en ekki gæði. Rannsóknir á tíðni samfara innan sambands hafa fengið ýmis meðaltöl, mishjálpsamleg, því kynlífslöngun er einstaklings- bundin og samanburður getur verið villandi. Þá virð- ist sumum körlum finnast tíðni samfara mikilvægari en gæði þeirra en konum þveröfugt, þær kjósa gæði fram yfir tíðni. Það má því spyrja hvernig þetta tvennt geti farið saman innan sambands. Þá hafa niðurstöður annarra rannsókna leitt í ljós að því líkari sem væntingar einstaklinga eru til tíðni kynlífsathafna, þeim mun meiri er ánægja þeirra af kynlífinu. Annar fræðimaður á þessu sviði, McCarthy, segir að þegar par sé sátt við kynlíf sitt þá útskýrir það 15-20% af heildarhamingju fólks innan sambandsins. Hins vegar þegar pör eru óánægð með kynlífið skýrir það 50-75% af vandamálum sambandsins. Því virðist óánægja með kynlífið eiga stóran hlut að máli í sambandserfiðleikum í samanburði við mikilvægi ánægju með kynlífið og hlutverk þess í hamingju innan sambandsins. Það sem ég dreg saman úr þessu er að það er mikilvægt að báðir komi sér saman um hversu oft þeir vilja stunda kynlíf og að báðir séu ánægð- ir með þá niðurstöðu. Það er engin töfratala eða töfralausn. Þetta er ekki spurning um að „þrauka“ þrjú skipti í viku því rannsóknir hafa einn- ig sýnt að karlmenn eiga það til að meta sambandið eftir því hversu hamingjusaman þeir telja maka sinn vera. Þetta er því allt saman hringrás og andleg líðan annars aðila hefur áhrif á hinn, eðlilega kannski. Kynlífslaust samband þarf því ekki að vera dauðadæmt ef báðir aðilar eru sáttir. Ætli þetta sé ekki allt saman spurning um að tala saman, um kynlíf og annað hversdagslegt, enda tel ég það vera grunninn að góðu starfhæfu sambandi. Hjóna- bandinu er tekið fagn- andi en í sömu andrá er gjarn- an tekið fram að nú taki við kynlífslausir dagar.“ Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is L inda Ósk Valdimarsdóttir er nítján ára dansari og dans- kennari hjá DanceCenter Reykjavík. Hún gaf nýver- ið út mynddisk með tveimur dans- myndböndum sem sýna jazzfunk- dans og hiphop. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi og kviknaði hug- myndin að útgáfu mynddisksins þegar Linda Ósk var í vinnuferð í Los Angeles og var boðið í afmæli til danshöfundarins Alan Phlex, sem hefur samið dansa fyrir stórstjörn- ur á borð við Britney Spears, Bey- oncé og Lady GaGa. Í afmælinu var einnig staddur Shane Sparks, dóm- ari og danshöfundur í sjónvarpsþátt- unum So You Think You Can Dance, og vildu þeir fá að sjá verk eftir Lindu Ósk. „Þar sem ég var ekki með neitt í höndunum hvöttu þeir mig til að gera dansmyndbönd sem ég gæti sýnt bæði heima og erlendis og notað sem eins konar meðmæli. Í kjölfar- ið ákvað ég að ráðast í það að búa til þetta dansmyndband og fékk snill- ingana hjá Illusion til að framleiða það með mér,“ segir Linda Ósk. Hún stefnir á að fara út til Los Ang- eles næsta sumar og reyna fyrir sér sem dansari. Linda Ósk segir borg- ina bjóða upp á marga möguleika en tekur fram að mikil samkeppni ríki á milli dansara og því komi mynd- bandið að góðum notum. „Maður þarf að standa upp úr á einhvern hátt því það eru svo margir hæfi- leikaríkir dansarar þarna úti. Ég get notað myndbandið til að sýna fólki það sem ég get og hef verið að gera. Svona myndbönd eru oftast tekin upp í stúdíói en mitt er nánast eins og tónlistarmyndband þar sem ég reyni að túlka tónlistina í dansi.“ Hægt verður að nálgast myndbönd- in á Youtube.com sé nafn Lindu Óskar slegið inn sem leitarorð og einnig á síðunni www.illusion.is. - sm Linda Ósk Valdimarsdóttir gefur út dansmyndband: HVÖTT ÁFRAM AF SPARKS Dansglöð Linda Ósk Valdimarsdóttir danskennari hefur gefið út metnaðar- fullt dansmyndband. Hún kennir dans- ana hjá DanceCenter Reykjavík. KÓSÍ TEBOLLI Það er fátt yndislegra en að sitja í hlýlegu eldhúsi í góðum selskap með tebolla við hendina. Tedrykkju ættu allir að stunda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Maður þarf að standa upp úr á einhvern hátt því það eru svo margir hæfi- leikaríkir dansarar.“ www.signaturesofnature.is Náttúrulegar og lifrænar snyrtivörur Verlsanir okkar eru í Smáralind 2. hæð við D-inngang sími 511-10-09 • engin kemísk efni • fyrir allar húðtegundir • gefur heilbrigt og geislandi útlit • lokar ekki húðinni • engin rotvarnarefni Nýtt Ég var svo ánægð að uppgötva Nature Scent vörurnar í litlu fallegu búðinni sem lítið fer fyrir í Smáralindinni. Ég hef prófað óteljandi húðvörur í gegnum tíðina og elska að finna gott body-krem eða olíu. Í mínu starfi er húðin í stöðugri hreinsun og þá er svo gott að toppa meðhöndlun húðarinnar með góðum vörum sem eru náttúrulegar og ylma unaðslega. Ég elska lemongrass ylminn til dæmis. Nature Scent vörurnar eru greinilega mjög vandaðar og manni líður strax vel í húðinni. Yndisleg búð með vörum sem hægt er að treysta og njóta! Án allra rotvarnarefna. Húðin er stærsta líffæri líkamans. Hugaðu vel að umhirðu hennar með því að nota grænni vöru. aloe vera barbadensis grape-frui t oila patchouli vanilla Lemongrass A.vitamin C.vitamin camomil e mandla spirulin a dunillamagnesium lavender E.vitamin MINERAL MAKE UP - NÝ FÖRÐUNARLÍNA Jóhanna Karlsdóttir HotYoga leiðbeinandi 15% AFSLÁTTUR af öllum body skrúbbum, sturtusápum og body lotion. Frábæ r tilbo ð alla h elgin a BODY TREATMENT DAGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.