Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 70
42 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
FÉSBÓKIN
Sex gigg í þessari viku … Gam-
an, gaman! Lengi lifi Airwaves!
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona.
„Ég sagði nú einhvern tíma að það hefðu
verið fegurðarsamkeppnir sem komu manni á
bragðið með lambið,“ segir Baldvin Jónsson,
verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum.
Baldvin hefur verið fenginn til að dæma
í fegurðarsamkeppninni Miss Sinergy sem
hefst í Washington í dag. Baldvin hefur unnið
að markaðssetningu lambakjöts og annarra
íslenskra matvæla undanfarin ár auk þess
að koma að skipulagningu Food and Fun-
hátíðar innar. Þá er hann ekki ókunnugur
dómnefndar störfunum og var um árabil
dómari í Ungfrú Ísland.
„Ég átta mig ekki á hvers vegna ég var beð-
inn um að taka þetta að mér en þetta er mik-
ill heiður,“ segir Baldvin. „Keppnin er mikill
viðburður hérna í borginni, þar sem er verið
að fara að safna fjármunum fyrir brjósta-
krabbameinsrannsóknir. Gríðarlega miklum
fjármunum er safnað í kringum þessa miklu
hátíð.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslending-
ur er á meðal dómara í keppninni, því eins og
Fréttablaðið greindi frá í fyrra var fegurðar-
drottningin og fyrirsætan Ingibjörg Egils-
dóttir dómari í fyrra. Henni hefur verið
boðið að vera sérstakur heiðursgestur í ár.
En ætlarðu að gefa keppendunum að
borða?
„Nei, við erum ekki komin svo langt
að við eigum fyrir því,“ segir Baldvin.
„Það hefði verið mjög snjallt að hafa
íslenskan mat á boðstólnum, en það
gerist kannski á næsta ári.“ - afb
Dæmir í bandarískri fegurðarsamkeppni
DÓMARINN Baldvin Jónsson hefur
unnið að markaðssetningu lamba-
kjöts í Bandaríkjunum en vendir
sínu kvæði í kross um helgina og
dæmir í fegurðarsamkeppni. Hann
fetar þar með í fótspor Ingibjargar
Egilsdóttur, sem var dómari í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
„Þetta byrjaði eiginlega þegar
ég var að taka viðtal við Jónas
fyrir Kastljós. Við fórum að tala
um hvað hamingjan er hættuleg.
Jónas lýsti því yfir að hann væri
svo hrifinn af Bollywood-myndum
þar sem hamingjan er allsráðandi
og mikilfengleg,“ segir Margrét
Erla Maack fjölmiðlakona.
Margrét er potturinn og pann-
an á bak við myndband tónlist-
armannsins Jónasar Sigurðsson-
ar við eitt af vinsælustu lögum
ársins, Hamingjan er hér. „Það
vill svo skemmtilega til að ég hef
kennt Bollywood-dansa í Kram-
húsinu í mörg ár svo það lá bara
beint við að ég tæki þetta að
mér,“ segir Margrét en þetta er
í fyrsta sinn sem hún stýrir tón-
listarmyndbandi á eigin vegum
og er bæði fyrir framan og aftan
myndavélina.
„Þetta var svakalega gaman og
gekk ekkert smá vel. Við vöktum
frekar mikla athygli dansandi á
bumbunum um miðbæ Reykja-
víkur í september,“ segir Margrét
glöð í bragði og segir að stundum
hafi fólk slegist í hópinn og viljað
dansa með. „Við gátum til dæmis
ekki notað skot sem við tókum
úr Hallgrímskirkjuturni því það
voru alltaf ferðamenn að koma og
dansa með okkur.“
Margrét auglýsti eftir dönsur-
um á Facebook og sumar stelp-
urnar höfðu ekki dansað áður.
„Ég kenndi þeim dansinn og svo
var myndbandið tekið upp á einum
degi. Við vorum svo góður hópur
að vinna saman að þetta gekk
eins og í sögu,“ segir Margrét og
útilokar ekki að taka að sér leik-
stjórn fleiri tónlistarmyndbanda
í framtíðinni. - áp
Magga Maack í nýju hlutverki
FJÖLHÆF Margrét Erla Maack fjölmiðla-
kona leikstýrði og lék í myndbandi
tónlistarmannsins Jónasar Sigurðssonar
sem kom út í vikunni.
„Ég ætla aðeins að tékka á Bó,“
segir Ragnhildur Gísladóttir, sem
verður einn af gestum Björgvins
Halldórssonar á jólatónleikum hans
í desember.
Heil þrjátíu ár eru liðin síðan leið-
ir þeirra lágu síðast saman í hinum
smáa íslenska tónlistarbransa, við
plötuna Dagar og nætur. Ragnhild-
ur fór ekki fögrum orðum um sam-
starfið við Björgvin í Poppbókinni
eftir Jens Guð sem kom út 1983 og
hefur því mörgum komið á óvart að
sjá þau saman á auglýsingaplaköt-
um fyrir jólatónleikana. Í bókinni
er þetta haft eftir Ragnhildi: „Þetta
átti að verða voða vinsælt pródúkt.
Músíkin var leiðinleg og fílingur-
inn milli okkar Bjögga var upp og
niður. Við höfum svo ólíkan músík-
smekk.“ Minnst var á ummæli
Ragnhildar í ævisögu Björgvins
sem kom út fyrir nokkrum árum.
Ragnhildur viðurkennir að þau
Björgvin hafi ekki alltaf verið sam-
mála á þessum tíma en þau hafi þó
langt í frá verið einhverjir erki-
fjendur síðustu þrjátíu árin. Hún
segir það engu að síður hafa komið
sér dálítið á óvart þegar Björg-
vin hafði samband við hana vegna
jólatónleikanna. „Við höfum ekk-
ert verið að vinna neitt saman eða
verið í neinum samskiptum fyrr en
núna. En það er ekki búinn að vera
neitt vondur fílíngur eða neitt. Það
hefur bara ekki verið neitt sam-
band og allt í góðu með það. En við
getum bæði verið svolítið stríðin.
Það getur verið að það sé eitthvað
sem fólk er að tala um,“ segir hún.
Björgvin er ánægður með að
Ragnhildur sé komin í lið með sér
eftir öll þessi ár. „Hún var í Brim-
kló um tíma og í framhaldi af
því gerðum við plötuna Dagar og
nætur, sem ég myndi segja að sé
orðin hálfgerð klassík,“ segir hann
en á henni eru slagararnir Ég gef
þér allt mitt líf, titillagið Dagar
og nætur og Fyrsta ástin. „Við
gerðum þessa plötu og svo fór hún
í Grýlurnar og svo í Stuðmenn. Það
er sérstaklega gaman að fá hana til
liðs við okkur. Við hlökkum mikið
til að sjá hana því hún er ein af
okkar bestu,“ fullyrðir hann.
Spurður hvort samskipti þeirra
hafi verið stirð í gegnum árin segir
Björgin: „Nei, það hefur aldrei
verið. Ekki af minni hálfu og ekki
frá henni, held ég. Ég bara fór í
eina átt og hún fór í aðra. Hún hefur
ákveðið að mennta sig í tónsmíðum
og það er bara æðislegt. Þessu sam-
starfi lauk bara og það er frábært
að fá hana í lið með okkur á þessum
tónleikum. Hún bætir svo sannar-
lega hópinn.“ freyr@frettabladid.is
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR: VIÐ VORUM EKKI ALLTAF SAMMÁLA
Ragga Gísla og Bó starfa
saman eftir þrjátíu ára hlé
BJÖRGVIN OG
RAGNHILDUR
Björgvin Halldórsson og
Ragnhildur Gísladóttir
í september árið 1980,
um svipað leyti og platan
Dagar og nætur kom út.
Núna, þrjátíu árum síðar,
liggja leiðir þeirra saman
á nýjan leik.
Fös 15.10. Kl. 20:00 frums.
Lau 16.10. Kl. 20:00 2. sýn
Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas.
Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn
Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn
Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn
Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn
Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn
Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn
Fös 12.11. Kl. 20:00
Fös 19.11. Kl. 20:00
Lau 20.11. Kl. 20:00
Lau 16.10. Kl. 13:00
Lau 16.10. Kl. 15:00
Sun 17.10. Kl. 13:00
Sun 17.10. Kl. 15:00
Lau 23.10. Kl. 13:00
Lau 23.10. Kl. 15:00
Sun 24.10. Kl. 13:00
Sun 24.10. Kl. 15:00
Lau 30.10. Kl. 13:00
Lau 30.10. Kl. 15:00
Sun 31.10. Kl. 13:00
Sun 31.10. Kl. 15:00
Lau 6.11. Kl. 13:00
Lau 6.11. Kl. 15:00
Sun 7.11. Kl. 13:00
Sun 7.11. Kl. 15:00
Lau 13.11. Kl. 13:00
Lau 13.11. Kl. 15:00
Sun 14.11. Kl. 13:00
Sun 14.11. Kl. 15:00
Fös 15.10. Kl. 20:00
Lau 16.10. Kl. 20:00
Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas.
Fös 22.10. Kl. 20:00
Lau 23.10. Kl. 20:00
Fim 28.10. Kl. 20:00
Fös 29.10. Kl. 20:00
Lau 30.10. Kl. 20:00
Sun 31.10. Kl. 20:00
Fim 4.11. Kl. 20:00
Fös 5.11. Kl. 20:00
Lau 6.11. Kl. 20:00
Fim 11.11. Kl. 20:00
Fös 12.11. Kl. 20:00
Lau 13.11. Kl. 20:00
Sun 17.10. Kl. 19:00
Sun 24.10. Kl. 19:00
Þri 26.10. Kl. 19:00
Mið 27.10. Kl. 19:00
Fim 28.10. Kl. 19:00
Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas.
Sun 7.11. Kl. 19:00
Mið 10.11. Kl. 19:00
Sun 14.11. Kl. 19:00
Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas.
Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas.
Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas.
Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas.
Fim 21.10. Kl. 20:00
Fös 29.10. Kl. 20:00
Fim 4.11. Kl. 20:00
Lau 13.11. Kl. 20:00
Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas.
Fös 26.11. Kl. 20:00
Fös 3.12. Kl. 20:00
U
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fíasól (Kúlan)
Hænuungarnir (Kassinn)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Gildir
ágúst
2010
til jún
í 2011
úsk
orti
ð
1
OPIÐ
KORT
Gildir
á
Leik
hús
kor
tið
201
0/2
011
ÁSK
khusi
d.is I
midas
ala@
le
Leikhúsk
ort
4 miðar á
aðeins
9.900 kr.
Ö
U
U
U Ö
U
Ö
Ö
U
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö Ö
U
Ö
Ö U
Ö
Ö
Ö
U
U
U
Ö
U
Ö
U
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Spennandi saga um eldgamalt safn þar sem ekki er allt sem sýnist.
Fyrsta bókin í nýjum bókaflokki eftir Sigrúnu Eldjárn.
Ríkulega
myndskreytt
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki