Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 6
6 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Vertu með Airwaves í símanum SMS áminningar frá m.ring.is á 0 kr. fyrir alla! Öll dagskrá Iceland Airwaves er á m.ring.is. Þú getur fengið SMS í símann þegar þitt band er að stíga á svið. Farðu á m.ring.is, renndu yfir dagskrána og hakaðu við það sem þú ekki missa af – við sjáum um rest. Hvernig virkar? Farðu á m.ring.is í tölvunni eða símanum þínum. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 9 9 1 Í boði fyrir alla Ring viðskiptavinir borga ekkert aukagjald fyrir umferð í gegnum m.ring.is en streymi á tónlist telur sem 3G niðurhal. Viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja greiða sínum þjónustuaðila fyrir gagnaumferð skv. þeirra verðskrá. SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær að hann myndi leggja til að kvóti í mörgum af helstu nytjastofn- um yrði aukinn og veiðiheimildirn- ar boðnar til leigu gegn gjaldi. Vís- aði hann til fyrirkomulags á leigu skötuselskvóta í því sambandi. „Í framkvæmd þykir vel hafa tekist til og mun ég því leggja til að ráðherra hafi heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargots- síld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða til- tekið sanngjarnt gjald fyrir afla- heimildirnar sem renna mun í rík- issjóð eða til tiltekinna verkefna,“ sagði Jón í ræðu sinni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, minnir á orð ráðherra varðandi leigu á skötu- selnum. „Ég man ekki hvort ég hef heyrt Jón Bjarnason segja það tuttugu eða þrjátíu sinnum að skötu- selsmálið sé algjörlega sérstakt mál og hafi ekkert fordæmisgildi. Það er sérstakt og í raun grafalvarlegt að það sé ekki orð að marka það sem kemur frá sjávarútvegsráðherra.“ Friðrik segir augljóst að verið sé að hrinda fyrningarleiðinni svo- kölluðu í framkvæmd, þvert á nið- urstöðu samráðshóps sem Jón skip- aði og skilaði niðurstöðum nýverið. Þar var nokkuð eindregið mælt með annarri leið; samningsleið. Breytingar boðar Jón í frum- varpi sem lagt verður fyrir þingið fyrir jól. Engar upplýsingar liggja fyrir um hversu mikið hann hyggst mæla með að kvóti verði aukinn í einstökum tegundum. - shá Framkvæmdastjóri LÍÚ segir ekki orð að marka það sem frá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra komi: Ráðherra boðar leigu á þorsk- og ýsukvóta FUNDAÐ Hér ræðir Jón Bjarnason við Friðrik J. Arngrímsson og Adolf Guð- mundsson, formann LÍÚ, á aðalfundi samtakanna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Síðustu forvöð til að kaupa bleiku slaufuna eru í dag, en með því er hægt að styrkja baráttuna gegn krabbameinum kvenna. Þó að söluátakinu ljúki á morgun mun árvekniátak um brjóstakrabba- mein standa út októbermán- uð. Sala hefur gengið vel, að sögn Ragnheið- ar Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags- ins. „Við erum nálægt takmarki okkar, sem er að selja 50 þúsund slaufur, en vantar rétt herslu- muninn. Við hvetjum því þá sem hafa ekki náð að tryggja sér slaufu að kaupa hana áður en sölu lýkur.“ - þj Sölu á bleiku slaufunni lýkur: Takmarkinu næstum náð SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ef marka má fjárlög við fyrstu umræðu er óhætt að segja að skilaboðin eru skýr. Fyrir margar stofnan- ir og heilu sam- félögin verður árið 2011 miklu meira en erf- itt. Það verður hræðilegt fyrir ákveðin sam- félög,“ sagði Halldór Hall- dórsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, í ræðu sinni við upphaf fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Halldór segir það liggja fyrir að tekjustofnar sveitarfélag- anna skerðist um átta milljarða króna á næsta ári ef fjármála- frumvarp ríkisstjórnarinnar tekur ekki grundvallarbreyting- um. Það sé jafnframt óeðlilegt að ríkið nýti sér yfirburði fram- kvæmdar- og lagasetningarvalds síns til að ásælast tekjustofna sveitarfélaga. „Við gætum lækkað þessa átta milljarða um 2,4 milljarða ef ríkið væri ekki að taka frá okkur tekju- stofna eins og aukaframlag Jöfn- unarsjóðs og vegna hækkunar tryggingargjalds. Þá stæðu eftir 5,6 milljarðar sem við verðum að mæta með niðurskurði. Það getum við ekki vegna þess að við erum búin að skera niður það sem mögu- legt er án þess að breyta lögum og reglugerðum.“ Halldór segir einu raunhæfu leið- ina til niðurskurðar vera í gegnum grunnskólann en þar standi kenn- araforystan meðal annars í vegin- um. „Við erum að kalla eftir því að ríkið taki afstöðu. Að ríkið vinni að laga- og reglugerðarbreyting- um svo við getum hagrætt. Ef það gerist ekki munu verri hlutir ger- ast en að stytta skólaárið um tíu daga sem enginn finnur mikið fyrir.“ Þar vísar hann til þess að uppsagnir starfsfólks hjá sveitar- félögunum hafa litlar sem engar verið til þessa. Halldór kallar eftir því að sam- skipti ríkis og sveitarfélaga verði að bæta. „Við kvörtum ekki undan samskiptunum. Þetta er gott fólk og allt það. En hvað varðar hag- ræðingu í rekstri þá hefur ekkert gerst.“ Þau skilaboð Halldórs að niður- skurður til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þýði skipbrot við- komandi byggðarlaga verða ekki misskilin. „Þarna er verið að skerða grunnþjónustu afar harkalega og því verðum við að geta leyft okkur að ræða aðrar leiðir. Það verður að mega að ræða listamannalaun og eftirlitsstofnanir. Fiskistofa og Fjár- málaeftirlitið kosta tvo milljarða á næsta ári. Ég get haldið svona áfram en er einfaldlega að benda á að þar er margt sem kostar mikla peninga og er ekki endilega grunnþjónusta.“ svavar@frettabladid.is Ríkið nýtir yfirburði gegn sveitarfélögum Formaður Sambands sveitarfélaga segir ríkið nota framkvæmdar- og lagasetn- ingarvald til að ásælast tekjustofna sveitarfélaga. Hann krefst bættra samskipta og raunverulegs samráðs um niðurskurðinn sem er fram undan. MÓTMÆLI Í NESKAUPSTAÐ Á milli 80-90 manns missa vinnuna í Neskaupstað að óbreyttu. Sá fjöldi er hér táknaður í mótmælastöðu á sunnudag. MYND/KSH HALLDÓR HALLDÓRSSON Hefur þú fylgst með björgun námuverkamannanna í Síle? JÁ 80,4% NEI 19,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú keypt þér nýtt raftæki á þessu ári? Segðu skoðun þína á visir.is Tvö prósent upp í kröfur Rétt um tvö prósent, tæpar 4,7 milljónir króna, fengust upp í tæplega 226,8 milljóna króna kröfur í þrotabú Útgerðarfélagsins Njarðar á Dalvík. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra í febrúarlok 2008. Skiptum lauk 22. september síðastliðinn. Ekkert upp í fjóra milljarða Engar eignir fundust í þrotabúi Palla- díum ehf., félags Hjörleifs Þórs Jakobs- sonar. Kristinn Hallgrímsson hæsta- réttarlögmaður var stjórnarmaður og prókúruhafi. Lýstar kröfur námu 4.032 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 17. maí síðastliðinn, en skiptum var lokið 25. ágúst. GJALDÞROT FJÁRMÁL Gylfi Arnbjörnsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, segir að frysting persónuafslátt- ar sé ekkert annað en dulin skatt- hækkun sem bitni verst á lág- tekjufólki. Ekki sé verið að hækka skatta um 11 milljarða eins og fram kemur í fjárlagafrumvarp- inu heldur um 19 millljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að skattahækkan- ir skili ríkissjóði ellefu millj- örðum króna á næsta ári. Í raun má nærri tvöfalda þessa tölu því ekki stendur til að hækka per- sónuafslátt sem þýðir að skattar á almenning hækka um átta milljarða. Gylfi segir að hér sé um óbein- ar skattahækkanir að ræða. - hks ASÍ um skattahækkanir: Dulin hækkun í frumvarpinu MENNING Fréttablaðið gefur les- endum 200 miða á söngleikinn um Dísu ljósálf sem frumsýndur verður í Austurbæ laugardaginn 23. október. Áhugasamir lesendur skulu mæta í Austurbæ við Snorrabraut klukkan 12 á hádegi í dag. Fyrstu hundrað sem mæta fá tvo miða sem gilda á sýninguna sunnudag- inn 24. október. Sýningin er ætluð öllum sem eru börn í hjarta og vilja endur- nýja kynnin við þessa skemmti- legu, spennandi og á köflum grimmu sögu. Með helstu hlutverk fara Álf- rún Helga Örnólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson og Gunnar Þórðarson sér um tón- listina. 200 miðar á Dísu ljósálf: Fréttablaðið býður í leikhús GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir skatta- hækkanir nítján milljarða, ekki ellefu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.