Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 4
4 15. október 2010 FÖSTUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 13.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1859 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,13 110,65 176,40 177,26 154,85 155,71 20,763 20,885 19,160 19,272 16,757 16,855 1,3564 1,3644 173,91 174,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SJÁVARÚTVEGUR Fundi strandríkja um stjórnun makrílveiða lauk í London í gær án niðurstöðu. Önnur fundarlota er boðuð síðar í þessum mán- uði. Bitbeinið er og verður hlut- deild strandríkj- anna – Evrópu- sambandsins, Noregs, Fær- eyja og Íslands – í heildarveiði á makríl. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makríl- viðræðunum, segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að niður- staða hafi ekki fengist. Enginn hafi gert ráð fyrir því að deilan yrði leyst á þessum fundi, enda hafi það tekið ESB og Noreg mörg ár að við- urkenna stöðu Íslands sem strand- ríkis þrátt fyrir að fyrir lægju vísindalegar upplýsingar um að makríl væri að finna í íslenskri lög- sögu í sívaxandi mæli. Þegar það væri haft hugfast væru vonir um skjótfengna niðurstöðu um skipt- ingu makrílkvóta á milli strand- ríkjanna fjögurra óraunhæfar. Á fundinum var rætt um skipt- ingu makrílkvóta fyrir næstu ár. „Það er ekki ágreiningur um stjórnun makrílveiðanna í grund- vallaratriðum. Allir eru sammála um að fylgja vísindalegri ráðgjöf ICES en menn greinir hins vegar á um hvernig á að skipta stofnin- um á milli strandríkjanna. Tek- ist er á um það,“ segir Tómas sem getur ekki upplýst hverjar kröfur Íslands eru eða hvað er í boði frá hendi ESB og Noregs. Hann segir að íslenska samninganefndin hafi lagt áherslu á að það sé sameigin- leg ábyrgð allra strandríkjanna að sjá til þess að heildarveiðarnar úr stofninum verði sjálfbærar. Í því felist í raun að allir aðilar verði að draga úr sínum veiðum til að kröf- um um sjálfbærar veiðar verði mætt. Úr þessu má lesa að allar þjóðirn- ar verði að draga úr sínum veiðum jafnt, þar sem öll löndin hafa úthlut- að sér kvóta einhliða. Makrílkvóti Íslendinga fyrir árið 2010 er 130 þúsund tonn, sem eru um sautján prósent af saman lögðum kvótum allra ríkjanna. Því má gera ráð fyrir að íslenska samninganefnd- in fari fram á að Íslendingar fái sautján prósent af þeim heildar- kvóta sem verður gefinn út sam- kvæmt veiðiráðgjöf ICES næstu árin. Tómas vill ekki tjá sig um þetta atriði, enda segir hann við- ræðurnar á viðkvæmu stigi. ESB hefur sent Íslendingum tóninn á undanförnum vikum. Ekki fer leynt að það er að undir- lagi Skota, sem eiga mikilla hags- muna að gæta. Spurður um samn- ingsvilja úr þeirri átt segir Tómas að í opnunarávarpi sínu á fundin- um hafi hann tekið skýrt fram að hótanir frá ESB væru ekki til að greiða fyrir lausn málsins, heldur þvert á móti. svavar@frettabladid.is Engin niðurstaða en ný fundarlota boðuð Viðræðum um stjórn makrílveiða lauk í gær án niðurstöðu. Formaður íslensku samninganefndarinnar er mátulega bjartsýnn á árangur og gagnrýndi hótanir Evrópusambandsins að undanförnu í opnunarávarpi sínu á fundinum. Auk Tómasar H. Heiðar eru í samninganefndinni þeir Steinar Ingi Matthías- son, fiskimálafulltrúi við sendiráðið í Brussel, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Samninganefnd Íslands í makríldeilunni TÓMAS H. HEIÐAR MAKRÍLL Nýjustu rannsóknir sýna að yfir milljón tonn af makríl gengu inn í íslensku lögsöguna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 11° 13° 11° 12° 15° 10° 10° 24° 15° 25° 16° 28° 8° 15° 20° 6°Á MORGUN SA-strekkingur SV-til, annars hægari. SUNNUDAGUR Vaxandi N-átt og kóln- andi veður. 9 9 8 6 10 10 10 11 12 8 10 6 4 3 6 7 2 4 3 2 2 2 10 10 11 11 8 65 8 9 9 HELGIN VERÐUR GÓÐ því það verð- ur fremur milt í veðri en eftir helgi fer heldur kólnandi og veturinn mun láta á sér kræla. Hins vegar verður vætusamt í dag og á morgun einkum sunnan og vestan- lands en þá er ein- falt að skella sér í regngalla og njóta haustsins. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SÍLE, AP Sebastian Pinera, forseti Síle, segir að aldrei framar muni stjórn landsins heimila það að fólk vinni við jafn ómannúðleg- ar aðstæður og námumennirn- ir 33 sem bjarga þurfti út úr lok- uðum námugöngum eftir tveggja mánaða innilokun. Pinera fylgdist grannt með björg- unaraðgerðunum og hefur ósp- art látið ljósmynda sig með námu- mönnunum, sem flestir eru við góða heilsu eftir þessa þrekraun. Forsetinn segir þennan góða árangur björgunarmanna verða til þess að álit umheimsins á Síle vaxi. Jafnframt segir hann að Sílebúar verði að læra af þess- ari erfiðu reynslu og heitir því að grundvallarbreytingar verði gerð- ar á því hvernig fyrirtæki í land- inu komi fram við starfsfólk sitt. Námumennirnir voru fluttir á sjúkrahús eftir björgunina, sem gekk eins og í sögu. Þeir verða flestir útskrifaðir strax í dag og geta varla beðið eftir því að komast heim. Fjölskyldur þeirra og vinir hafa skipulagt fagnaðarsamkomur og þjóðin öll hefur óspart tekið þátt í gleðinni. - gb Námumennirnir í Síle flestir við góða heilsu eftir tveggja mánaða innilokun: Forsetinn lofar breytingum PINERA OG NÁMUMENNIRNIR Nú þarf hann að standa við stóru orðin. NORDICPHOTOS/AFP SMYGL Tollgæslan á Íslandi tók þátt í alþjóðlegri aðgerð sem miðaði að því að uppræta sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á Netinu og voru póst- og hrað- sendingar undir sérstöku eftirliti meðan á aðgerðinni stóð. Hundruðum heimasíðna var lokað í aðgerðinni, mikið magn ólöglegra lyfja gert upptækt og fjöldi einstaklinga handtekinn, samkvæmt tilkynningu á heima- síðu Tollsins. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið hjá Tollgæslunni. Alþjóðleg tollgæsluaðgerð: Sala á sviknum lyfjum stöðvuð SAMKEPPNI Samtök atvinnurek- enda í raf- og tölvuiðnaði (SART) hafa viðurkennt brot á samkeppn- islögum og er gert að greiða fjór- ar milljónir í sekt. SART mun nú tryggja að samkeppni verði ekki raskað á vettvangi samtakanna. Rafverktökum í SART var meinað að eiga viðskipti við kvartanda þar sem ágreiningur var milli hans og rafverktaka innan samtakanna vegna upp- gjörs á verksamningi. Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að SART höfðu einnig brotið gegn að minnsta kosti þremur öðrum fyrirtækjum. - sv Játa brot á samkeppnislögum: SART greiðir 4 milljónir í sekt SAMFÉLAGSMÁL Alls söfnuðust 2,7 milljónir króna á Herminator, árlegu góðgerðagolfmóti Her- manns Hreiðarsonar, sem haldið var í Vestmannaeyjum hinn 26. júní síðastliðinn. Söfnunarfénu var í gær deilt á milli sex góð- gerðafélaga. Umhyggja, Barnaspítali Hringsins og Mæðrastyrksnefnd fengu 700.000 krónur hvert. Blátt áfram, Barnahagur Vestmanna- eyjum og SOS-barnaþorp fengu 200.000 krónur hvert. - sv Herminator golfar til góðs: 2,7 milljónum króna safnað GJAFIRNAR Hreiðar Hermannsson, faðir Hermanns Hreiðarssonar, afhenti gjaf- irnar sex í Barnaspítala Hringsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Alex Máni Guðríðarson, þrettán ára gamall, bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni Frétta- blaðsins í síðustu viku. Um 250 ljósmyndarar tóku þátt í keppn- inni. Myndin var birt á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn laugar- dag, en myndefnið var litla systir hans að leika sér í haustlaufum. Alex fékk gjafabréf frá Ice- land Express í verðlaun og segist sennilega ætla að nýta sér það í ferð til Ítalíu eða Spánar. Alex ætlar að taka myndavélina með í ferðina og nýta sér hið framandi umhverfi út í ystu æsar. - sv Vinningshafi í myndakeppni: Ætlar til Ítalíu eða Spánar IÐNAÐUR Framleiðslugeta verk- smiðju Actavis í Hafnarfirði mun aukast um fimmtíu prósent á næstunni.Nú er verið að setja upp ný tæki í stækkaðri verksmiðju og er verðmæti þeirra yfir 200 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Tækjakaupin eru stærsta ein- staka fjárfesting Actavis við stækkun verksmiðjunnar. Eftir stækkun verður afkastageta verksmiðjunnar um einn og hálf- ur milljarður taflna á ári. - þj Stækkun hjá Actavis á Íslandi: Framleiðslugeta eykst um 50% VERÐLAUN Vinningshafinn í ljósmynda- samkeppninni tekur við gjafabréfi frá ritstjóra Fréttablaðsins, Ólafi Stephen- sen. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.