Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 2
2 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
María, jafnast finnski hestur-
inn á við þann íslenska?
Já, finnski hesturinn er fyndnari.
María Reyndal leikstýrir gamanverkinu
Finnski hesturinn í Þjóðleikhúsinu.
FÓLK „Það hafa allir mikla gleði
af þessu, ekki síður ættingjar en
starfsmenn og íbúar,“ segir Anna
Birna Jensdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri í Sóltúni þar sem nú standa
yfir Franskir dagar.
Í Sóltúni eru 92 íbúar í tólf
álmum, sem hver og ein valdi
sér að vera eitt af hverfum
Parísar þessa vikuna og skreytti
húsnæðið á viðeigandi hátt.
„Nú förum við í Óperuhverfið,
Latínuhverfið og Gyðingahverf-
ið. Fólk er líka í gervum. Ein
er til að mynda Coco Chanel og
einn er Sarkozy. Menn koma með
myndasýningar frá dvöl sinni úti
og það eru fánar úti um allt. Ég
held að það sé ekki til frönsk bók
á bókasöfnum bæjarins því þær
eru allar komnar hér í hús,“ segir
Anna, sem lýsir stemningunni
sem einstaklegra ljúfri.
„Ættingjar sem hafa búið í
París mættu með franskar bók-
menntir og málverk. Fólk kemur
hér með alls kyns víntegundir
sem er í boði að smakka. Bara
nefndu það, það er allt hér í
umferð,“ segir Anna og játar að
fjörið sé svo mikið í Sóltúni þessa
dagana að við liggi að allt sé að
fara úr böndunum. „Það liggur
við. Ég get ekki borið alveg fulla
ábyrgð á þessu. Það er hér meira
að segja vændishverfi, þetta er
allur pakkinn!“
Á miðvikudag var frönsk kaffi-
húsastemning í Sóltúni. „Þá voru
ostar og vín í kaffihúsinu okkar,
Café de Fleur. Elín Pálmadóttir
blaðamaður hélt glæsilegt erindi
fyrir fullum sal um sögu franskra
sjómanna við Íslandsstrendur í
máli og myndum. Á morgnana
höfum við sýnt franskar bíó-
myndir, meðal annars um Edith
Piaf,“ segir Anna.
Matseðilinn í Sóltúni hefur
verið franskur alla vikuna. Í
gærkvöld var hátíðarkvöldverð-
ur með lambalæri og franskri
súkkulaðitertu í eftirrétt og ætl-
uðu um fimmtíu ættingjar að
vera viðstaddir. Eftir kvöldverð-
inn söng Brynhildur Guðjónsdótt-
ir leikkona franska söngva við
undirleik Jóhanns G. Jóhannsson-
ar. Og dómnefnd íbúafélagsins
veitti verðlaun fyrir hugmynda-
auðgi, frumleika og fleira.
„Það er alveg sama hvernig
heilsan er; manneskjur eru til-
finningaverur og tilfinninga-
greindin fer ekki neitt. Við leik-
um okkur með hana og njótum
lífsins saman – það eru lífsgæði
fólgin í því,“ segir Anna Birna
Jensdóttir.
gar@frettabladid.is
Sóltún breytist í París
með rauðvíni og söng
Íbúar hjúkrunarheimilisins Sóltúns skemmta sér vel á Frönskum dögum. Álmur
heimilisins eru hverfi Parísar. Íbúarnir klæða sig að frönskum sið og dreypa á
rauðvíni. Hápunkturinn var söngskemmtun eftir hátíðarkvöldverð í gærkvöld.
FRANSKIR DAGAR Íbúar, ættingjar og starfsmenn hafa glaðst saman á Frönskum
dögum í Sóltúni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
TVÆR HRESSAR Vinkonurnar sátu saman
og nutu franskrar stemningar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er hér meira að
segja vændishverfi,
þetta er allur pakkinn!
ANNA BIRNA JENSDÓTTIR
HJÚKRUNARFORSTJÓRI Í SÓLTÚNI.
Tveir af föstum pistlahöfundum
Fréttablaðsins, þeir Þorvaldur
Gylfason og Pawel Bartoszek,
hafa boðið sig fram til stjórn-
lagaþings. Fram að kjördegin-
um, 26. nóvember, verða þeir
því í fríi frá pistlaskrifum en
taka upp þráðinn á ný eftir
kosningar.
Pistlahöfundar
í framboði í frí
VERSLUN Sala á sígarettum hefur
dregist saman um tæp 13 prósent
í magni á tímabilinu janúar-sept-
ember í samanburði við sama
tímabil í fyrra. Á sama tíma
hefur sala á neftóbaki aukist um
9,2 prósent en í lok september
höfðu selst tæplega 18,8 tonn af
neftóbaki.
Sala áfengis hefur á sama
tímabili dregist saman um 5,6
prósent í magni. Mestur sam-
dráttur er í sterkum og blönduð-
um drykkjum en minnst í sölu
hvítvíns. - jhh
Samdráttur í verslun:
Sala á sígarett-
um minnkar
FÓLK Kagendra Magar fagnaði í
gær átján ára afmæli sínu en um
leið komst hann í heimsmetabók
Guinness þar sem hann er lág-
vaxnasti maður heims. Magar,
sem býr í Nepal, er aðeins 67 senti-
metrar á hæð og vegur 6,5 kíló.
Kagendra starfar með dans-
flokki sem heldur danssýningar
víða um Nepal. Þess á milli
hjálpar hann foreldrum sínum í
grænmetisverslun þeirra. - kh
Minnsti maður í heimi:
67 sentimetrar
MAGAR Hann er tæplega tvöfalt hærri
en Fréttablaðið. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Þingflokkur Hreyfing-
arinnar krefst þess að ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur víki og
komið verði á neyðarstjórn sem
hafi það með höndum að setja
neyðarlög til að taka á skulda-
vandanum, afgreiða fjárlög, koma
á lýðræðisumbótum og endur-
skoða samstarfið við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn.
Ef þetta verður ekki að veru-
leika vill Hreyfingin að boðað
verði til alþingiskosninga.
Ástæða þessa er að Hreyfing-
in telur sitjandi ríkisstjórn ekki
færa um að leysa úr skuldavanda
heimilanna með sanngjörn-
um og réttlátum hætti. Það hafi
orðið ljóst á samráðsfundum með
stjórnarandstöðunni. - sh
Kosningar ef ekkert breytist:
Hreyfingin vill
neyðarstjórn
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
vísað frá máli filippseyskrar
konu sem hafði sótt um dvalar-
leyfi fyrir ellefu ára gamla bróð-
urdóttur sína. Útlendingastofn-
un hafði synjað stúlkunni um
dvalarleyfi og dóms- og mann-
réttindamálaráðuneytið stað-
fest þá niðurstöðu. Héraðsdómur
Reykjavíkur staðfesti svo aftur
niðurstöðu ráðuneytisins og var
því ákveðið að áfrýja málinu til
Hæstaréttar.
Konan sem sótti um dval-
arleyfi fyrir telpuna kvaðst
upphaflega vera móðir henn-
ar. Útlendingastofnun veitti þá
barninu tímabundið dvalarleyfi.
Í skýrslugjöf hjá lögreglu við-
urkenndi konan hins vegar að
hún væri ekki móðir telpunn-
ar. Í kjölfar þess var dvalarleyfi
barnsins afturkallað með ákvörð-
un útlendingastofnunar.
Forsjá litlu telpunnar er nú í
höndum fjölskyldunefndar. - jhh
Hæstiréttur úrskurðar:
11 ára stúlka fær
ekki dvalarleyfi
Sjúkraliðar semja
Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands og
fjármálaráðuneytisins undirrituðu
kjarasamninga í gær. Þeir gilda til
1. desember 2010. Samningar hafa
verið lausir síðan í apríl 2009.
KJARASAMNINGAR
VIÐSKIPTI Þrátt fyrir að hluti bif-
reiðaeigenda hafi fengið úrlausn
mála með lán sín að undanförnu
hefur það ekki aukið viðskiptin hjá
bílasölum á höfuðborgarsvæðinu.
Viðmælendur Fréttablaðsins segja
að þrátt fyrir að sala hafi glæðst
síðustu vikur sé enn ekki farið að
gæta áhrifa gengislánadóms og
lánaleiðréttinga. Lítið framboð sé
enn á nýlegum notuðum bílum og
eftirspurn hafi aukist.
Pétur Þór Hall, sölustjóri Toyota
Notaðra bíla, sagði að salan hefði
þó verið góð í síðasta mánuði. „Það
var metsala frá hruni hjá okkur.
Fólk þurfti greinilega að fara að
endurnýja.“ Hann segir þó að við-
skiptavinirnir hafi verið hófstillt-
ir í kaupum.
Einar Gunnarsson hjá Bílahöll-
inni segir markaðinn með notaða
bíla vera að glæðast nokkuð en sér
ekki fram á verðlækkun. „Flestir
bílar hækkuðu í samræmi við nýja
bíla á sínum tíma. Það er mikil
eftirspurn eftir nýlegum bílum,
þannig að þeir munu ekki lækka
að neinu marki.“
Loks segir Björgvin Harðar-
son hjá Bílasölu Íslands að bíla-
sala hafi nær stöðvast í ágúst en
markaðurinn sé farinn af stað á
ný. Framboðið á nýrri tegundum
sé þó mjög lítið. - þj
Bílasalar hafa ekki orðið varir við meira annríki í kjölfar dóma og lánaleiðréttinga:
Lítið framboð á nýlegum bílum
Á SÖLU Bílasalar segja gengislánadóm
og lánaleiðréttingu ekki enn hafa skilað
sér inn á plan til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BRUNI Íbúð í þríbýlishúsi við Marbakkabraut í
Kópavogi er mikið skemmd eftir að eldur kom
þar upp á þriðja tímanum í gær. Lögregla telur
að kviknað hafi í út frá kannabisrækt.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar til-
kynnt var um að íbúðin á miðhæð hússins væri
alelda. Reykkafarar slökkviliðsins fóru inn í
húsið í gær til að kanna hvort fólk væri innan-
dyra. Húsið reyndist hins vegar mannlaust.
Heimir Ríkharðsson hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu staðfestir að frumrannsókn hafi
leitt í ljós að líklega hafi kviknað í út frá fjöl-
tengi sem í voru tengd ýmis rafmagnstæki til
kannabisræktunar, hitalampar og annað.
Tíu kannabisplöntur fundust á staðnum. Heim-
ir segir að rætt hafi verið við eiganda íbúðarinn-
ar og hann hafi gengist við kannabisræktuninni.
Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er stór-
skemmd. Nokkrar sótskemmdir eru í íbúð-
inni fyrir ofan, og vatnsskemmdir í þeirri fyrir
neðan.
- sh
Íbúð í Kópavogi er stórskemmd eftir bruna og sót og vatn skemmdi tvær aðrar:
Kviknaði líklega í út frá kannabisrækt
MIKLAR SKEMMDIR Kannabisrækt húsráðanda virðist hafa
dregið dilk á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS