Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 10
 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Tilboðsverð frá kr. 22.900* Miele ryksugurnar eru í senn kraftmiklar, hljóðlátar, léttar og þægilegar í notkun og fást þær í nokkrum litum. Hægt er að setja ofnæmissíur í ryksugurnar. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele *Gildir á meðan birgðir endast. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur –einfalt og ódýrt TILBOÐ MÁNAÐARINS 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NICOTINELL 204 STK PÖKKUM VERÐ FRÁ 3.941 KR. (2MG FRUIT) TILBOÐ GILDIR ÚT OKTÓBER Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráð- herra, hefur ákveðið að stöðva, að svo stöddu, endursendingar hælis- leitenda til Grikklands á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar. Umsóknir um hæli, sem ella bæri að taka til efnismeðferðar í Grikklandi á grundvelli reglu- gerðarinnar, verða afgreiddar hér á landi þar til annað verður ákveðið. Er ákvörðunin tekin í ljósi nýrra tilmæla Mannréttindadóm- stóls Evrópu til Noregs og breyt- inga á afstöðu norskra stjórnvalda í kjölfar þeirra, eins og segir í tilkynningu frá ráðherra. Mannrétt- indadómstóll- inn hefur nú til meðferðar mál sem höfðað var gegn belgískum stjórnvöldum. Í því reynir á hvort endursendingar til Grikk- lands séu samrýmanlegar Mann- réttindasáttmála Evrópu. Í rúmt ár hafa íslensk stjórn- völd fylgt þeirri reglu að hvert tilvik fyrir sig sé skoðað og aðstæður viðkomandi einstakl- ings metnar áður en ákvörðun er tekin um endursendingu til Grikklands. Byggði ákvörðun þar um á framkvæmd annarra ríkja sem eiga aðild að Dyflinnarreglu- gerðinni. Fram kemur í tilkynningu að Ögmundur hafi tekið ákvörð- un sína í samráði við Útlend- ingastofnun. Búast má við nýrri ákvörðun að dómi Mannréttinda- dómstólsins í málinu gegn Belgíu gengnum. - bþs Mannréttindaráðherra stöðvar endursendingar hælisleitenda til Grikklands: Hælisumsóknir afgreiddar hér ÖGMUNDUR JÓNASSON BRETLAND Ný bresk rannsókn gefur fyrirheit um að með einföldu þvag- prófi sé hægt að greina hverjir séu líklegir til að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. BBC greindi frá þessu í gær. Fyrstu nið- urstöður rann- sóknarinnar, sem leidd er af dr. Hayley Whitaker, próf- essor í Cam- bridge-háskóla, sýna að mögu- lega sé hægt að greina svokall- að MSMB-prótín í þvagi. Prótínið tengist erfðabreytileika tengdum krabbameini. Hayley segir að sýni hafi verið tekin af 350 mönnum sem ann- aðhvort voru með krabbamein í blöðruhálskirtli eða ekki. Niður- stöðurnar hafi verið sláandi því greinileg tengsl hafi verið á milli magns MSMB-prótínsins og erfða- fræðilegs breytileika sem tengist krabbameininu. Frekari rannsókna er þörf en ef niðurstöður þeirra verða í takt við væntingar rannsakenda gætu þær leitt til þess að hægt verði að framleiða tiltölulega ódýrt þvag- próf, sem myndi kosta um þúsund krónur í Bretlandi. Í dag er notast við svokallað PSA-blóðpróf til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli en samkvæmt BBC er það próf ónákvæmt. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameins- skrár Íslands, segir of snemmt að segja nokkuð til um hvort þetta próf verði að veruleika. „Það á eftir að prófa hversu vel þetta próf spáir fyrir um krabba- meinsgreiningu með frekari rann- sóknum,“ segir Laufey. „Þær próf- anir munu taka einhvern tíma. Ef niðurstöðurnar verða jákvæðar verður þetta hugsanlega nothæft. Í dag er mest þörf á prófum sem greina það hvort krabbamein í blöðruhálskirtli sé alvarlegt eða sofandi, hvort það leiði til dauða þess sem greindur er eða hvort það hafi engin slæm áhrif á við- komandi. Óvíst er hvort þetta próf leysir þann vanda. Kannski vita það ekki allir en ef krabbamein- ið er sofandi geta menn lifað með því alla ævi án þess að kenna sér nokkurs meins.“ trausti@frettabladid.is Þvagprufa notuð til að greina krabbamein Á Íslandi greinast árlega um 220 karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Mögulega er með einföldu þvagprófi hægt að greina þá sem eru líklegir til að fá meinið. Prófessor við Háskóla Íslands setur fyrirvara við rannsóknina. SJÚKDÓMUR Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist oftast hjá rosknum karlmönnum, tveir af hverjum þremur sem greinast eru yfir 70 ára að aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LAUFEY TRYGGVADÓTTIR STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! Á Íslandi greinast árlega um 220 karlmenn með krabbamein í blöðruháls- kirtli og um 50 látast af völdum sjúkdómsins. Tveir af hverjum þremur eru komnir yfir sjötugt þegar meinið greinist og sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur hjá karlmönnum undir fimmtugu. Hjá tíunda hverjum er meinið ættlægt og áhættan á að fá krabbameinið getur að minnsta kosti tvöfaldast ef faðir eða bróðir hefur meinið. Í árslok 2007 voru 1.550 karlar sem greinst höfðu með krabbameinið á lífi. Ef blöðruhálskirtillinn er skoðaður við krufningu hjá karlmönnum sem komnir eru yfir fimmtugt finnast merki krabbameins hjá mörgum og hjá allflestum þeirra sem komnir eru yfir nírætt. Heimild: Fræðslurit Krabbameinsfélagsins 220 greinast árlega hérlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.