Fréttablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 28
2 föstudagur 15. október
núna
✽ hlæið dátt
F atamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið
Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönn-
uðurinn lýsir línunni sem fágaðri og
kvenlegri. „Þegar ég var að hanna
þessa línu datt ég í svona leðuróla-
þema. Það gerðist alveg óvart og má
eiginlega segja að ég hafi misst mig
aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa
mig af,“ segir Katrín Alda. Rebekku,
systur hennar, sem stendur líka að
baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna
á tímabili og þurfti að minna Katr-
ínu á að hún væri ekki að hanna
búninga fyrir bláar myndir. „Þessi
leðurólapæling var aldrei neitt djúp,
en þó hugmynd sem leiddi út í heila
fatalínu.“
Ásamt því að hanna saman, reka
systurnar búðina Einveru þar sem
Kalda-fatalínan fæst í bland við
aðrar útvaldar vörur. Nýja línan
kom í búðir í gær og var Katrín Alda
spennt yfir viðtökunum. „Þessi lína
er frábrugðin hinni að því leyti að
ég er að nota fínni efni á borð við
silki, viskós og þunna ull til að vega
upp á móti þessum grófu leðuról-
um,“ segir Katrín Alda en hún er
nýkomin frá London þar sem hún
tók þátt í eins konar kynningarvið-
burði fyrir unga hönnuði. „Það gekk
mjög vel úti og við erum
að fara með merkið til
Stokkhólms í lok mán-
aðarins og
stefnum á
að reyna að
sel ja e i t t -
hvað af nýju
línunni út.“
Línan
Hvörf eftir
Kalda er komin í verslun-
ina Einveru og eru flíkurnar á
verðbilinu 15.900 til 39.900 krón-
ur. Einvera verður opin til 20.00
alla Airwaves-helgina. - áp
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Stefán Karlsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir
sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
NÝSTÁRLEGAR FLÉTTUR Fyrir-
sæturnar sem sýndu sumarlínu Al-
exanders McQueen fyrir árið 2011
skörtuðu eins konar vefnaðarverki
í hárinu. Hárlokkarnir voru vafðir
saman og útkoman var hárlistaverk
sem passaði vel við fötin.
Stjarna
Stella Björt skrifar undir nafninu
Star B á vefsíðunni www.stella-
bjort.blogspot.com. Stella Björt
hefur gríðarlega mikinn áhuga á
tísku og bloggar um allt sem snert-
ir það efni. Hún er einnig dugleg
við að festa á filmu nýjustu kaupin
og skemmtilegar fatasamsetningar.
Trendí blogg
Stílistinn og háskólaneminn Ása
Ottesen hefur haldið úti blogg-
inu www.trend-land.blogspot.
com í nokkurn tíma
og vakið athygli.
Hún er dugleg að
mynda það sem fyrir
augu ber og segir
skemmtilega frá
nýjustu tísku
og bendir
lesendum á
áhugaverðar
búðir og net-
síður.
Fataskápur fyrirsætu
Pattra Sriyanonge
er búsett í Gauta-
borg og heldur úti
blogginu www.
pattrascloset.blog-
spot.com þar sem
hún myndar og segir
frá nýjustu fatakaup-
unum og heldur úti
skemmtilegri fata-
dagbók. Hún
skrifar á ensku
en í raun tala
myndirnar sínu
máli.
LOÐIÐ Á HÖFUÐIÐ Í þessum loðnu eyrnaskjólum eru tvær af heitustu
tískubólum vetrarins sameinaðar. Eyrnaskjól, í öllum stærðum og gerðum eru
vinsæl og búðir bæjarins eru einnig farnar af fyllast af loðkápum, loðkrögum
og loðhúfum. Þessi skemmtilegu eyrnaskjól er úr versluninni Kúltúr og kostar
17.990 krónur. Þau fást einnig í svörtu.
Einverusystur Rebekka og Katrín Alda fagna því að
nýja fatalínan þeirra er komin í hús. Línan nefnist Hvörf
eftir Kalda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Jafnvægi Fínt
silki í bland við
grófa leðuról
kemur vel út.
Katrín Alda Rafnsdóttir, frumsýnir fatalínuna Hvörf frá Kalda
FÁGAÐ OG FALLEGT
Litli svarti
kjóllinn
Leðuról-
arnar setja
óneitanlega
sterkan svip
á þennan
stutta svarta
kjól.
blogg vikunnar
Leikkonan Blake Lively og plötu-snúðurinn Alexa Chung eru með
nokkuð ólíkan fatastíl. Þær virðast
þó deila fatasmekk að einhverju
leyti því báðar eiga þær þennan
sérstaka bláa kjól og báðar hafa
þær klæðst honum á opinberum
samkomum. Lively varð fyrri til
og var í kjólnum á kvikmyndasýn-
ingu í New York í sumar en Chung
klæddist kjólnum á tískusýningu
Chanel-tískuhússins. -sm
Stjörnurnar deila fatasmekk:
Flottar í bláum kjól
Blake Lively Alexa Chung NORDICPHOTOS/GETTY
SALON REYKJAVÍK
Vertu velkomin(n)!
OPNUNARTÍMAR
VIRKA DAGA 6–18. LAUGARDAGA 9–13.