Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 3
„Eitt veit eg“.
Erlndi flutt f S. R. F. f. 26. janúar 1922.
Eftir Einar H. Kvaran.
í 9. kap. Jóhannesarguðspjalls er sagt frá manni,
Bem var blindur frá fæðingu. Kristur læknaði manninn,
svo að hann varð sjáandi. Með þennan mann var farið
til Faríseanna, og þeir fóru að rekast í þessu. Þeir létu
kalla á foreldra mannsins og spurðu þá. Foreldrarnir
voru hræddir við Fariseana og vildu fara sem varlegast.
Þau létu ekki hafa upp úr sér annað en þetta: »Við
vitum, að hann er sonur okkur, og að hann fæddist
blindur. En hvernig hann er nú orðinn sjáandi, vitum
við ekki, eða hver hefir lokið upp augum hans, það vit-
um við ekki. Spyrjið hann sjálfan; hann hefir aldurinn;
hann getur sjálfur talað fyrir sig.c Þá var kallað á
manninn, sem hafði verið blindur. Farísearnir sögðu við
hann: »Gef þú guði dýrðina; vér vitura, að maður þessi
er 8yndari«. Þá svaraði hann: »Hvort hann er syndari
veit eg ekki; eitt veit eg, að eg sem var blindur er nú
sjáandi*.
Kona ein á Englandi hefir ritað bók, sem eg ætla
nú að segja ykkur ofurlítið frá. Hún hefir fengið dásam-
lega lækningu. Hún deilir ekki um það, hverjir hafa
læknað sig. Hún hefir vitanlega sínar ákveðnu skoðanir
um það, en hún ætlast til, að hver ráði sinni skoðuu,
dragi þær ályktanir af frásögn sinni, sem honum þyki
sennilegaatar. Eitt veit hún, að hún hefir verið ein af
hoilsulausuatu manneskjum veraldarinnar, og að hún hefir
fengið heilsuna. Og hún nefnir bók sína: »Eitt veit eg«,
7