Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 112
206
MOR6UNN
»Sjómaður og bóndi!« Draumurinn atóð á sömu stundu
ljóslifandi fyrir mér; þeasi maður var einmitt sjómaður
og bóndi, og mér bafði fundiat hann drukkna í á, þó það.
í draumnum yrði Eyjafjarðará, sem eg þekti bezt. Eg
varð gagntekin af skelfingu, hróþaði í manninn og sagði
honum, að eg væri hætt við ferðalagið; hvernig svo sem
áin væri, þá færi eg nú ekki lengra. Hann varð víst
alveg hissa á því, hve fljót eg var að breyta ákvörðun-
um, sagðist halda að engin hætta væri á ferðum og við
skyidum nú bara halda áfram. Eg sat þó föst við minn
keip og skildum við síðan. Eg fór aftur ofan á Dalvík
og hann heim til sín. Næsta morgun kom bóndinn frá
Sökku með rjóma. Eg segi honum þá, að eg hafl verið
að hugsa um að heimsækja hann deginum áður, en hafi
hætt við, af því að mér hafi ekki litist á að riða ána
undan Sökku. »Og þú hefðir ekki riðið hana þar í gær«,
segir hann. »Áin óx svo mikið í fyrri nótt, að hún er
enn þá óreið. Eg fór á ferju núna*. Staðfestist þá sann-
færing mín um það, að draumurinn hefði forðað mér frá,
að verða orsök i hinu hörmulegasta slysi. Maðurinn var
kvæntur og átti ung börn. [Niðnrl naat]
Danskur prestur ritar um spíritismann.
H. Martensen-Larsen: Spiritismens Blœndværk og
Sjæledybets Gaader. I.—11, 1922.
Þessi bók er eftir einn af merkisprestum Dana, dr.
Martensen-Larsen, dómprófast í Hróarskeldu. Moegunn
heflr áður (í II. h. 1. árg) minst nokkuð á afstöðu danskra
presta til spir tismans og sálarrannsóknanna. Eftir að
skýrt hafði verið nokkuð nákvæmlega frá ummæium
ýmissa þeirra og athugasemdir gerðar við þær, var þessi