Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 97
MOKGUNN
191
Eg þóttist stödd uppi á hól fyrir sunnan bæinn i
Miklagarði, þar sem eg ólst upp. Varð mér þá litið upp
á himininn og sá stjörnu standa uppi yfir bænum á Möðru-
felli, en þar höfðu þær föðursystir min og dóttir hennar
átt heima í mörg ár, áður þær fluttu til Akureyrar, þar
sem þær áttu heima, þegar mig dreymdi drauminn. Eg
horfði litla stund á stjörnuna, en þá líður hún skyndilega
heim í kirkjugarðinn í Miklagarði og hverfur mér á þeim
stað í garðinum, þar sem ættmenn minir voru jarðsettir.
Eg lít þá aftur upp á himininn, hafði eg áður tekið eftir
því, að sólin stóð i hádegisstað, og því hafði mér þótt
undarlegt, að eg skyldi geta séð þessa einu stjörnu. Eg
man, að eg gladdist yfir hitanum og birtunni frá sólunni,
en þá gengur hún alt í einu undir, þarna í hádegisstað.
Mér fanst nistingskuldi gagntaka mig, og eg hrökk upp
af svefninum.
Eg vaknaði með þeim skilningi á draumnum, að hann
mundi boða feigð þeirra mæðgna, enda reyndist það svo,
að þær áttu þá skamt eftir ólifað. Móðirin var jörðuð á
þeim stað í kirkjugarðinum, þar sem stjarnan hafði horf-
ið mér. En þá kemur nú að þeim stað í fyrri draumn-
um, þar sem mór hafði verið sagt, að eg lcæmist ekki á
eftir vinkonu minni fyr en eftir 7 ár. Síðan hún dó eru
nú 17 ár, svo að þið sjáið, að ekki rættist draumurinn á
þann hátt, sem eg hafði búist við. En það merkilega
er, að eftir mínum skilningi rættist hann samt sem áður
nákværalega. En til þess að þið skiljið mig, verð eg að
gera ykkur nokkra grein fyrir trúarlífssögu minni, enda
er öll mín reynsla henni svo nátengd, að það tvent verð-
ur ekki aðskilið.
Eg var ákaflega trúhneigð á barnsaldri, og lifði, að
því er eg held, óvanalega sterku bænalifi. Samband mitt
við náttúruna og eitthvað ósýnilegt, sem eg gerði mér
eiginlega enga grein fyrir hvað var, var svo sterkt, að
mér fanst t. d. eg aldrei vera ein, þótt eg væri það oft
timunum saman úti. Þegar eg var 12 ára, misti eg föður