Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 21
m o;ru u n n
115
ekkert meint við þetta. Nú fór hann að reyna blóðrás-
ina með ýmaum hætti og líka fótavöðvana. Herðadýnu-
tíminn var lengdur, þangað til sjúklingurinn var látinn
Bitja svona meira en klukkustund tvisvar á dag. Þvi
næst var hún, 17. júni, látin sitja upprjett og stuðnings-
laust þrjár mínútur. Ekkert varð henni meint við það,
og hún telur það morkisdag i lífi slnu, þar sem hún
reyndist nú fser um að gera það, sem hún hafði ekki
getað gert sér að skaðlausu, um meira en sex ár.
Ungfrú Forest sagði henni, að læknirinn stæði hjá
henni þessa stund og athugaði vandlega hjartað og önnur
llffæri. Hann sagði þeim síðar, að, að því leyti stæði
hann langtum betur að vígi en jarðneskir læknar, að
hann gæti séð, hvernig innvortis liffæriu störfuðu og
komist nákvæmlega að raun um þá áreynslu, sem á þau
væri lögð.
Eftir þetta var lögð smátt og smátt meiri og meiri
áreynsla á sjúklinginn. Uppisetu tíminn var lengdur
um hálfa eða eina mínútu i hvert skiftið. í mánaðarlok-
in sat hún uppi l1/^ minútu.
Þ. 1. júlí settist hún framan á og dinglaði fótunum
fram af rúmstoknum, og um miðjan mánuðinn var hún
látin sitja á rúmstoknum og spyrna fótunum í dýnu á
gólfinu; það var örlítið meiri áreynsla en að dingla þeim.
Svona vandist hún smátt og smátt við að sitja upprétt
og stuðningslaust hálfa klukkustund á dag — og þá
þóttist hún heldur en ekki maður með mönnum. Við
herðadýnu gat hún setið uppi nokkurar klukkustundir
samfleytt. Einu sinni var henni leyft að stíga á gólflð
fáeinar sekúndur; hjúkrunarkonan hjelt henni uppi og
sagði, að læknirinn héldi henni Uka uppi við hina hlið-
ina. Þetta var að eins tilraun, og læknirinn komst að
þeirri niðurstöðu, að enn mætti ekki láta sjúklinginn
standa neitt Sjúka konan segir í bók sinni, að hún geti
ekki gefið leBendunum neina hugraynd um þolinmæði
8*