Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 78
172
MORG UNN
þá frá sér í fyrstu trúboðsferð þeirra: »Leggið ekki leið
yðar til heiðingja og gangið eigi inn í nokkura borg Sam-
verja«. Þá virðast þeir enn ekki hafa meðtekið skipun
hins upprisna Krists um að fara og gera allar þjóðir að
hans lærisveinum. Hún virðist vera skeytt aftan við
Matteusarguðspjall síðar, þá er kristniboð meðal heiðingja
var orðið alment. Allir safnaðarmenn frumsafnaðarins
voru uppaldir við þá skoðun, að Gyðingur ætti ekki að
hafa nein mök við óumskorinn heiðingja. Hvflík ger-
breyting var því hafin með því, að Pétur postuli hafði
skírt Kornelíus, hinn rómverska hundraðshöfðingja í Se-
sareu, og samneytt he ðingjum. Og það skref hafði hann
sjálfur verið ófáanlegur til að stíga, unz vitrun frá æðra
heimi gerbreytti skoðun hans. En hinir umskornu safn-
aðarmenn í Jerúsalem höfðu ekki orðið þeirrar vitrunar
aðnjótandi og vissu ekkert um hana. Þeir átöldu þvi
aðeins Pétur fyrir óhæfuna. Svo fer æfinlega, þegar
brautryðjendurnir eru að stiga fyrsta sporið til framfar-
anna. Þeir gera það æíinlega í óþökk þeirra umskornu,
þeirra sem bundnir eru í hugsunarhætti og venjum eldri
kynslóða. 0g sú mótspyrna er vanalegast svo römm, að
beina hjálp og framknúning þarf að ofan, til þess að
koma brautryðjendunum þetta fyrsta spor áfram. Slík
breyting horfir harla ólíkt við samtíðarmönnunum og svo
kyiislóðunum, sem koma á eftir. Nú finst oss furðulegt,
að nokkur kristinn maður skyldi hika \ið að stíga það
framfaraspor, hvort sem hann var Gryðingur eða grískur.
Það virtist svo alveg sjálfsagt. Já, eftir á, þegar heilar
þjóðir voru orðnar vanar hiuum nýju hugmyndum; en
málið horfði öðruvísi við, meðan allir vorir óvanir hínni
nýju víkkun hugmyndanna Eitt litið orð í textanum
felur þessa vikkun í sér. Það er orðið einnig, sem kem-
ur fyrir bæði í 1. og 18. versinu Fregnin, sem barst að
norðan suður til Jerúsalem, var þessi, að heiðingjarnir
hefðu einnig tekið við orði Guðs (þ. e. hinu nýja fagnað-
arerindi Krists). Hið sama kemur fram í ummælum