Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 24
r
118 MORGUNN
að lýsa því sem gerðist hjá vinum hennar margar mílur
burtu. Hún sýndist annars vera eins og hún átti að sér, að
öðru leyti en því, að athyglin hafði eins og færst til. Ef
nokkuð var farið að tala við hana, var þessu sálar-ferða-
lagi lokið. Oft tókst að fá sannanir fyrir því, að hún
hafði lýst því alveg rétt, sem hún sagðist sjá.
Sjúklingurinn og systir hennar fóru að gera tilraunir
í samskonar átt, og fyrir kom það, að þeim tókst að láta
vini sina með sálrænum hæflleikum sjá sig í fjarlægð,
þegar þær gerðu þær tilraunir. En þær mundu aldrei
neitt sjálfar úr þessu ferðalagi sínu. Systur sjúklingsins
tókst hvað eftir annað að láta ungfrú Forest sjá sig í
herberginu hjá systur sinni úr mikilli fjarlægð, þegar hún
reyndi það. Ungfrú Forest lýsti því, hvað hún væri að
gera, og það stóð heima við það sem konan hafði hugs-
að sér.
Einu sinni gerði frú Fair tilraun til þess að senda
hugsanamynd af sérstökum blómum úr 200 enskra mílna
fjarlægð. Ungfrú Forest átti að gefa skriíiega lýsing af
þvi, er hún sæi, ef hún sæi nokkuð, og senda frú Fair,
og frú Fair átti samtímis að senda lýsingu af þeim blóm-
um, er hún hafði hugsað sér. Bréfin fóru hvert fram
hjá öðru í póstinum, og með þeim fékst full sönnun þess,
að ungfrú Forest hafði séð blómin alveg rétt og greini-
lega.
Oftfór ungfrú Forest »ianda« til heimilis Dr. Beale í
öðrum heimi, lýsti ýmsutn herbergjum þar og aldingarð-
inurn og umhverfinu og hinum og öðrum atburðum, sem
þar voru að gerast. Þessar sýnir voru auðvitað ekki
sannanlegar. En stundum var Rósa látin fara i sama
ferðalagið samtímis, þegar hún var í mikilli fjarlægð frá
hinum miðlinum, og þeim bar alveg saman um það er
þær sáu.
Einu sinni sem oftar fékk sjúklingurinn brjef frá frú
B., sem eg hefi áður minst á. Frú B. sagði í þessu brófi,
að daginn eftir, kl. 11 árdegis, biði sín mikilvægt samtal,