Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 59
MORGUNN
153
um, þá dugir sú skýring ekki þegar lýst er fjarlægum
stöðum eða atburðum, sem enginn viðstaddra þekkir, en
svo gengið úr skugga um síðar, að rétt var.Iýst. En dæmi
eru til þessa einnig.
Loks komum vér að fjórða flokki fjarhrifafyrirbrigð-
anna. I honum eru hin gagnvirku fyrirbrigði, ef svo
mætti að orði komast. Ég tek hér tvö dæmi, bæði úr
bókinni: »The Phantasms of the Living:
1. Þegar Aylsbury skipstjóri var á 14 árinu, koll-
sigldi hann sig á báti við eyjuna Bally nálægt Java og
var rétt druknaður. Um leið og honum skaut upp á yfir-
borðið, hrópaði hann á móður sína, svo að félagar hans
hlógu að honum á eftir. Meðan hann var undir vatns-
skorpunni, sá hann móður sína heima á Englandi. En á
sama tíma og þetta gerðist austur við Java, heyrði móðir
hans heima á Englandi hann kalla á sig. (Phantasms of
the Living II. bindi, bls. 227).
2. Mr. Milward Pierce í Nebraska í Bandaríkjunum,
var trúlofaður ungri stúlku, sem átti heima í Yankton
i Dakota, 25 enskum milum fyrir norðan heimili hans.
Eitt sinn er hann var að eltast við ólman hest, sló hest-
urinn hann í höfuðið svo örlitlu munaði að gat kæmi á
hauskúpuna. Ilann segir sjálfur svo frá: Mig svimaði
ekki og ég misti ekki meðvitundina eitt augnablik, enda
forðaði ég mér undan næsta höggi. Enginn mælti orð frá
vörum andartak eftir að slysið var um garð geugið. Ég
hallaðist upp að hesthúsveggnum og sá alt í einu unn-
ustu mína vinstra megin við mig og að því er mér virtist,
rétt hjá mér. Hún var mjög föl yfírlitum ..... Sýnin
hafði bvo mikil Ahrif á mig, að ég lagði á stað til Yankton
undireins morguninn eftir. Það fyrsta, sem unnusta niín
sagði, þegar hún sá mig, var þetta: »Ég vonaðist eftir
þér allan daginn í gær. Mér fanst ég sjá þig fölan og
blóðugan i framan«. Hún hafði séð hann á sama tíma
og slysið vildi til. (Phantasms of the Living II b. bls.
157, dæmi 304).