Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 17
MORGUNN
111
fullkunnugt um allt, sem hann taldi skifta máli, annað-
hvort fyrir sjúklinginn eða ungfrú Forest. Sjúklingurinn
hafði vanið sig á að lesa á kvöldin, áður en hún sofnaði.
Ungfrú Forest vissi ekkert um það. En einn daginn
birti8t læknirinn henni, heima hjá henni sjálfri, og spyr,
hvort sjúklingurinn geri þetta. Hún sagðist ekki vita
það, en taldi það ólíklegt. Hann hélt því fram, að þessu
væri nú svona farið, og bað ungfrú Forest að skila þvi,
að þetta skyldi sjúka konan ekki gera, þvi að hann vildi,
að hún fengi allan þann svefn, sem unt væri, og kvöld-
svefninn væri henni dýrmætari en morgunsvefninn
Tvisvar kom það fyrir, að ungfrú Forest varð lengur
hjá sjúklinginum að kvöldi til en læknirinn ætlaðist til.
Hann ávítaði þær fyrir þetta, krafðist þess, að þær skildu
kl. 10 og sagði, að ef ungfrú Forest hlýddi þessu ekki,
skyldi hann finna ráð til að reka hana út. Hann sagði,
að þessi fyrirskipun væri eins mikið hennar vegna eins
og sjúklingsins, og benti jafnframt á það, að það væri
engin sanngirni við húsmóðurina, sem hefði mikið að
gera, að halda henni uppi fram á nótt. Hann lagði mjög
mikla áherzlu á það, að ungfrú Forest væri nógu mikið
úti, og þá ekki síður á hitt, að hún notaði ekki hina sál-
rænu hæfileika sína of mikið.
Einu sinni, þegar hún var heima hjá sér, fanst
henni mjög ákveðið, að einhver vildi láta sig fara að
skrifa. En hún gat engan sjeð og til einskis heyrt, stóð
á móti þessu og sagði: »Ef þú vilt að eg skrifi, þá verð-
ur þú að segja mjer, hver þú ert«. Hún iðkaði ekki
ósjálfráða skrift, hafði ekki reynt að fá nein skeyti þá
leiðina um mörg ár.
Daginn eftir kom bréf frá frú Fair. Hún sagði,
að læknirinn viidi hvíla Rósu algerlega nokkura daga,
og að hann bæði ungfrú Forest að sitja rólega í herberg-
inu 8ínu með blýant og papplr og lofa honum að reyna
að skrifa gegnum hana. Hún gerði þetta samdægurs og
læknirinn sagði í skriflnu, að hann hefði verið að reynak