Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 48
142
MORGUNN
en eftir margra áratuga rannsókn og leit. Minna má á
menn eins og Crawford, Flammariou, Hyslop og Schrenk-
Notzing.
Auk þess eru nú víða' komnar á fót vísindaetofnanir,
þar 8em eingöngu er fengist við rannsóknir þesaar, t d.
Sálarrannsóknafélagið brezka, Ameríska sálarrannsókna-
félagið, stofnun dr. Geleys í París, stofnun Me Kenzies í
London og fjölda margar fleiri. Ein slík stofnun var opn-
uð í London 23. febrúar síðastliðinn: »The Marylebone
Association’s Psychical Research Institute*. I ræðu, sem
Lady Glenconner1 hélt við þetta tækifæri, komst hún
meðal annars þannig að orði, eftir að hafa talað um tóm-
læti sumra klerkanna gagnvart rannsóknunum: »Ég er
jafn óánægð með afstöðu hins óbreytta spiritista (þ. e. a.
s. gagnrýnilausa spiritista). Vissulega spillir hann einatt
fyrir málinu! Vissulega er þess full þörf að yfir hreyf-
ingunni sé vakað, hún styrkt, hafin upp úr hégómanum
og henni varnað að spillast. Vér höfum hér öll mikið
verk að vinna. Látum oss jafnt umhugað um að bægja
frá málinu öllum hégóma og rusli eins og að bægja frá
því öllum svikum og brögðum. Því þetta tvent er það
böl, sem oss er hættulegast í starfsemi vorri*.
Fyrsta boðorðið við rannsókn dularfulira fyrirbrigða
er þetta: Beittu allri þeirri nákvæmni, sem unt er við
rannsóknirnar og gaktu að þeim með alvöru en fordóma-
laust. Sálariann8Óknamaðurinn verður að láta stjórnast
af þránni eftir sannleikanum og lönguninni eftir að láta
gott af sér leiða. Eigi hann þessa eiginleika i ríkum
mæli kemst hann áreiðanlega langt, hvort sem hann er
nú doktor eða daglaunamaður, en skorti hann þá, er vafa-
laust hollast fyrir alla aðila, að hann láti rannsókuirnar
eiga sig.
1) Þekt ensk sálarrannBÓknakona.