Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 50
144
MORGUNN
sönnunar gildir jafnt um öll þekkingaratriði, jafnt um
frumeindakenninguna eins og kenninguna um sólkerfin,
jafnt um kenninguna um segulmagnið eins og kenninguna
um fjarhrifin. Vér skulum þvi ganga út frá því, sem
svo alsönnuðu máli, sem yfirleitt nokkuð verður sannað í
þeim takmarkaða heimi, sem vér lifum í, að fjarhrifin
eigi sér stað.
Það fyrsta, sem vér rekum oss hér á er það, að vér
erum gædd einhverjum þeim töframætti, að vór getum
undir vissum kringumstæðum verkað á aðra óháð öllum
ytri skilyrðum. Þýski heimspekingurinn Kant segir eitt-
hvað á þá leið á einum stað, að hæfileikinn til vitundar-
lífs sé rótgróinn í mannssálinni og að mannssálin sé vit-
und, óháð tíma og rúmi. Dulspekingarnir mundu orða
þetta eitthvað á þá leið, að mannssálin sé hluti af alver-
unni, einskonar útgeislun frá henni og tengd henni og
öðrum sálum eins og sólargeislarnir hver öðrum og sól-
inni sjálfri.
Á meðan sjálfsvera vor er líkamlegum fjötrum háð í
tima og rúmi, tekur hún þátt í mannlegri reynslu. Hún
Bafnar endurminningum um það, sem fram við hana kem-
ur, en í raun og veru er þessi endurminningaforði óháð-
ur tímanum. Sá endurminningaforði, sem einstaklingur-
inn á yfir að ráða, er út af fyrir sig hvorki háður fortíð,
nútíð eða fraratíð, þó að vér notum þenna forða í tíman-
um af því vér erum tímanum háð. Að minnast einhvers
er í raun og veru ekki annað en að taka einhvern við-
burð úr endurminningaforða sínum og tengja við augna-
blikið sem er að líða. Sjálfsveran i líkamsfjötrunum er
háð tíma og rúmi, en endurminningaforði hennar er hvoru-
tveggja óháður. Þegar því sjálfsveran losnar úr líkams-
fjötrunum er ekki ólíklegt að hún búi ári takmörkunar
að þeim endurminninga og reynsluforða, sem hún hefir
afiað sér í líkamanum. Vér verðum að hugsa oss, að hún
sjái þá svo sem í Bjónhending alt sitt liðna líf þó að erfitt