Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 57
M ORG UNN
151
sera átti heima um 10 raínútna-gang frá heiraili mínu, til
þess að vita hvort frú A hefði ekki farið þangað. Mér
féll allur ketill í eld, þegar vinnukonan kom aftur og
skýrði frá, að frú A hefði alls ekki komið þar. Og ég
gat ekki að því gert, að ég var alt kvöldið að furða mig
á því, sem gerst hafði og hugsa um það.
Nokkurum dögum seinna bað ég húemóður mína um
blað til að líta i, því mig langaði i eitthvað að lesa. Og
þegar hún lagði rikt á við mig að ofreyna mig ekki,
8agðist ég aðeins ætla að líta í fæðinga-, giftinga- og
dánarauglýsingarnar. Þar fann ég tilkynninguna um að
frú A hefði dáið við baðstaðinn, einmitt sama daginn og
ég hélt að óg hefði ekið fram hjá henni í grend við
Lundúnaborg. — Seinna frétti ég hjá ættingjum hennar,
að hún hefði andast eftir stutta legu klukkan 6 e. h.
þenuan sama dag, og að hún hefði legið meðvitundarlaus
nokkura klukkutima áður en hún skildi við. Eg mun hafa
séð hana hér um bil tveira tímum áður en hún dó, það
er að segja á þeim tíma, sem hún lá meðvitundarlaus.
11. marz 1884.
E. L. S. (undirskrift).
Næsta tegund fjarhrifanna, eða annar flokkurinn er
að því leyti frábrugðinn þeim fyrri, að fjarhrifin koma
fram hjá sendanda en ekki móttakanda eins og átti sér
stað í fyrsta flokki. Mörg hin svokölluðu skygni-fyrir-
brigði mundu geta heyrt undir þennan flokk.
Ég tek hór eitt dæmi úr bók Myers, Human Per-
sonality:
Ilaustið 1879 kom fyrir mig oinkennilogt atvik. Bróð-
ir minn hafði verið að heimau í 3—4 daga, en dag einn
um klukkan hálf sex e. h. heyrði ég hann greinilega kalla nafn
mitt, þar sem ég var að vinnu heima á heimili okkar.
Röddin var greinilega rödd bróðtir míns og ég leitaði að
honum um alt húsið. En þar sem ég fann hann ekki og
þóttist auk þess vita, að hann væri um 40 enskar mílur