Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 50
176
MOEöUNN
M.-L. fékk á yngri árum, því að annars er auðséð að
maðurinn var mjög gáfaður og opinn fyrir skynsamleg-
um röksemdum. Eins og E. Kvaran bendir á í fyrnefndri
grein í ,,Morgni“, voru sálrænar rannsóknir, sem gerðar
voru í Danmörku og 1 nágrenni við dr. M.-L. ekki af því
tæi lengst af, að þær gætu vakið mikið traust. Til þess
að hafa vísindagildi voru þær yfirleitt of trúarlega lit-
aðar. Hinu sýnist dr. M.-L. hafa gefið minni gaum,
að víða annarsstaðar fóru sálrænar rannsóknir fram með
besta árangri á ströngum náttúruvísindalegum grund-
velli. — En síðar breytti dr. M.-L. nokkuð skoðun sinni
á þessum efnum, eins og nú mun sagt frá.
Eftir að bók dr. Martensen-Larsens „Blekkingar
spiritismans“ var komin út, bárust höfundi hennar bréf
úr öllum áttum, þar sem sagt er frá hinum og þessum
dularatburðum. Einnig hélt höf. áfram að lesa um þessi
efni alt sem hann náði í, og safnaðist honum því bráð-
lega efni í nýja bók, er kom út í hittiðfyrra (1927) og
heitir ,,Om Döden og de döde“ (Um dauðann og hina
dauðu). Er bókin í þremur bindum, og skal nú sagt frá
nokkrum aðalatriðum í þeim. — Er þess strax að geta,
að höf. er nú ekki eins ákveðinn í skoðunum sínum um
uppruna hinna sálrænu fyrirbrigða eins og hann var
áður. Honum farast svo orð í í'ormálanum fyrir 2.
bindinu: —
„Mér hefir persónulega ekki þótt það vera
svo mikilsvert atriði, hvort framliðnir menn gætu
sent oss kveðju. Von mín hefir altaf stuðst við
Krist og upprisu hans. Og af því að eg hefi sjálfur
aldrei orðið fyrir neinum slíkum áhrifum (handan
að), þá var það skoðun mín þangað til fyrir svo
sem 2 árum, að alt slíkt væri blekkingar. En þessa
skoðun hefi eg ekki getað haldið fast við. Eins og
sjá má af bókinni, hef eg vegna hins mikla fjölda
af upplýsingum sem til mín hafa streymt, færst
yfir á þá skoðun, að samkvæmt lögmáli sem við