Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 22
148 MORGUNN þá eitthvað sérstakt verkefni í sambandi við jörðina með höndum, svo sem eins og Feda, sem er stjórnandi Mrs. Leonard. En hún segist hafa verið á þeim stað, sem hún nú er, í meira en hundrað ár og býst við að halda þessu verki sinu áfram um nokkurn tíma enn. Til marks um það að oft má fræðast um þá hluti, sem mönnum leikur hugur á, segist Etta, systir síra Drayton Thomas, eitt sinn hafa hitt Fornegypta, og af því að hún hafði þá nýlega verið að tala um listir þeirra, hafði hún spurt þá. hvort þeir hefðu verið svona eink.ennilega stirðir og klunnalega vaxnir eins og flestar myndir frá tímum þeirra sýna. Segir hún, að þeir hafi neitað því eindregið og sagst hafa verið rétt eins og fólk er flest, og setið og staðið eins og gengur, en alls ekki eins og myndirnar gefi mönnum hugmynd um, en listamenn þeirra hafi ekki verið færir um að gera myndirnar betur í þá daga. Einnig er hægt, ef með þarf, til þess að fræða einhverja um fyrri aldir, að endurskapa hvaða borgir eða staði sem vera skal, eins og þær hafa litið út á ýmsum tímum, og sömuleiðis geta þeir sem ekki hafa haft aðstöðu eða tækifæri til þess að ferðast um fögur lönd og frægar borgir á jörðinni, séð þá staði, sem þeir þannig hafa farið á mis við hér í lífi, þegar þeir eru komnir í annan heim. Þessi endursköpun á sér einnig stað á sviði minning- anna. Segir faðir síra Drayton Thomas, að hægt sé að end- urkalla alt, sem maður hefir orðið fyrir á jörðinni, í minn- inu, því að nú sé alt á »einni blaðsíðu«, hið liðna jafnt því, sem er að gerast. Ekkert gleymist, og er hægt að Iifa bók- staflega upp aftur, ef maður vill, þær stundir lífsins, sem ánægjulegastar hafa verið. Einnig segir hann, að hægt sé að lifa upp atvik, sem menn fóru á mis við, eitthvað, sem menn hafa átt kost á, en ekki hefir komist í framkvæmd, einkum þó það, sem menn létu viljandi ganga úr greipum sér, en létu ekki taka frá sér nauðugum og með mótþróa. Spurði síra Drayton Thomas systur sína eitt sinn að því, hvort þau gætu verið eins ánægð hinum megin, ef þau vissu til þess, að vinum þeirra á jörðinni gengi eitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.