Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 51
MORGUNN
177
þekkjum ekki og í samræmi við ráðstafanir guðs,
geti kveðjur við og við borist frá framliðnum yfir
til lifandi manna.
Eins og menn sjá, er það ekki svo stutt skref sem
höf. hefir stigið hér. Nú viðurkennir hann ekki einungis,
að skeytin handan að geti verið frá þeim sem þau
segjast vera, heldur einnig að þau geti flust hingað
með fulltingi æðri afla.
Martensen-Larsen er höfundur sem sérstaklega er
verður þess, að honum sé veitt athygli, vegna þess að
hann er ágætt dæmi þess manns, sem er alinn upp í
blindri kreddutrú, en er gæddur dómgreind og vísinda-
legu rannsóknareðli, sem finnur að það verður að starfa
og þreifa fyrir sér.
Með bókinni „Dauðinn og hinir dánu“ er hann al-
gerlega kominn inn á rannsóknarbrautina. Hann leitar
að staðreyndum til stuðnings því hvað um sálina verður
eftir dauðann.
Fyrsta bindið kallar hann ,,Við hlið dauðans“
(Ved Dödens Port). Hann byrjar á því að rifja upp
ýmiskonar álit og skoðanir, sem menn fyr og síðar hafa
haft á dauðanum og hvernig beri að taka honum þegar
hann beri að. Þá tekur hann til athugunar ýmsar kenn-
ingar um samband sálar og líkama og hvað það í raun
Og veru sé, sem bendi á að sálin sé sjálfstæð vera og
líkamanum óháð. Þar til koma ýmsir dularfullir kraftar,
sem reynslan hefir margsýnt að maðurinn er gæddur,
og þó sýnast vera líkamanum óviðkomandi svo sem
fjarskynjun, skygni, fjarhrif, framsýn (fram í tímann)
og endursýn þess sem liðið er. Höfundur tilfæi'ir fjölda
af sögum héðan og þaðan, flestar frá Danmörku, er
gerst hafa mjög nýlega, og benda á tilveru þessara
hrafta. Þetta eru alveg samskonar sögur og til eru hér
á landi og ganga manna á milli í hundraða- og jafnvel
1 þúsundatali ýmist óskráðar eða í letur færðar. En svo
er að sjá, að í Danmörku hafi slíkum sögum hingað til
Verið lítt haldið á lofti, og er það eflaust að kenna
12