Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 68
194
M 0 R G U N N
voru og þjáðir af öndum, og allur bærinn var saman
kominn við dyrnar. Og hann læknaði marga, þá er veikir
voru af ýmsum sjúkdómum, og rak út marga anda, og
hann leyfði ekki öndunum að mæla, af því að þeir þektu
hann.“
Það er eins og einhverju óhemju flóði af lífskrafti
hafi verið veitt gegnum þennan farveg. Og þessi kraftur
er ekki eingöngu fyrir líkamann. Hann er líka fyrir sál-
ina. „Þér eru þínar syndir fyrirgefnar," segir hann síðar
við suma mennina. Það verður naumast skilið annan veg
en þann, að hann hafi fundið að andlegur heilsustraumur
hafi gengið frá sér til mannanna, er gæfi þeim styrk til
þess að standast freistingarnar. Og þegar mennirnir
hættu að syndga, þá væri fyrirgefningin fengin, alveg
eins og kemur fram í dæmisögunni um týnda soninn.
Og nú er það eftirtektarvert, sem gerist nóttina
eftir þennan merkilega dag, sem eg hefi verið að segja
frá: „Árla, löngu fyrir dögun“, segir guðspjailamaður-
inn, „fór hann á fætur og gekk út, og fór til eyðistaðar,
og baðst þar fyrir.“ Ný stórmerki eru í vændum. Læri-
sveinarnir veita honum eftirför, og finna hann og segja
honum, að allir leiti hans. En áður en hann leggur út
í nýja úthelling kraftarins, verður hann að sækja sér
kraftinn af hæðum. Það leynir sér svo sem ekki, að það
er mystíkarans leið, sem hann fer.
Mér hefir ávalt fundist ]>að furðu kynlegt, ]>egar
lærðir guðfræðingar hafa verið að halda því að mönnum,
að litlu eða engu máli skifti um þessi máttarverk, sem
sagt er að Jesús hafi unnið. Kenningin og eftirdæmið
sé oss nægilegt. Áreiðanlegt er ]>að, að í fyrstu kristni
var ekki litið svo á, og ef engu öðru hefði verið til að
dreifa, ]>á hefði enginn kristindómur orðið til. Þá eru
engin líkindi til ])ess, að vér hefðum vitað neitt um Jesú
frá Nazaret. Sambandið við guðdóminn var þungamiðjan,
aðalatriðið, eins og eg hefi þegar tekið fram. Máttar-
verkin voru tákn og sönnun þess sambands, eftir því
sem á var litið. Og eftir frásögn guðspjallanna er það