Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 53
M 0 li G U N N
179
Annað bindi bókarinnar fjallar mest um jaað, hvað
til vor geti borist gegn um fortjald dauðans. Hann
kallar það ,,Glimt gennem Forhænget“.
Ein af fyrstu spurningunum er þessi: — Geta fram-
liðnir menn opinberað sig? — Höfundur bendir fyrst
á afstöðu kirkjunnar til þessa máls. Katólska kirkjan
hafi aldrei efast um þetta, og margar sálumessur hafi
einmitt verið sungnar eftir óskum handan að frá hinum
framliðnu sjálfum. En Lúther hafi gert enda á þessu
fyrir sína áhangendur. Hann hafi sagt: — Burt með
aflátssöluna, burt með sálumessurnar, burt með þetta
sífelda umstang og umhugsun um þá sem dauðir eru!
Hugsið um tilveruna hérna megin! Hér er gert út um
örlög sálarinnar! Þessvegna líka burt með öll heilabrot
um það hvort dauðir geti opinberað sig! Af slíku er
nóg komið! Trúið ekki á slíkt, því að það eru illir andar,
sem látast vera framliðnir!“
Höf. bendir á, að Lúther hafi nú samt ekki tekist
að slá alveg niður þá trú að framliðnir gætu opinberað
sig. Nefnir hann þrjú dæmi þess að merkir lúterskir
andlegrar stéttar menn hafi fengið slíkar vitranir og
ekki dregið dul á það. Einn af þeim var Balle Sjálands-
biskup (d. 1816), sem kvaðst fá heimsókn konu sinnar
framliðinnar á hverju kvöldi. Yæru þetta hans bestu
stundir á öllum sólarhringnum, enda þótt hann gæti
aðeins séð hana en ekki talað við hana. Líkt var með
þýska prestinn Oberlin (d. 1826), að kona hans fram-
liðin vitraðist honum að staðaldri næstu 9 árin eftir
andlát hennar, þangað til hún ,,var hafin upp í æðri
himin“ og varð að slíta sambandinu. Þriðja dæmið er
sænskur prestur (d. 1862) Dillner að nafni, mjög kunn-
ur og í miklu áliti á sínum tíma. Hann var skygn og
hafði stöðugt samband við ýmsa framliðna, en taldi sig
hafa af því mikið ónæði og óþægindi. Hann hafði stund-
um flutt mönnum kveðjur frá framliðnum ættingjum.
Þegar menn sögðu við hann eitthvað á þá leið,hvað hann
ustti gott að hafa svona merkilega gáfu, þá var svar