Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 12
138
M 0 R GUNN
altaf orðið á vegi þeirra, og komið i veg fyrir að góður
árangur verði af fundinum.
Þegar verið er að koma hugsun til Fedu, er auðveldara,
ef hún fær dálítið svigrúm um orðaval, því þó að hún geti
ekki komið skilaboðum með einhverjum ákveðnum orðum,
þá getur hún stundum notað einhver önnur. Þessvegna er
það, að skilaboð koma stundum, sem geta verið svo ein-
kennilega orðuð, þannig, að ekki er sagt beinlínis og í sem
stytztu máli, það sem segja skal, heldur er eins og verið
sé að fara í kringum efnið, og þá ef til vill reynt að kom-
ast nær og nær því, til þess að sá, sem við skilaboðunum
á að taka, skilji hvað átt er við. Af þessari sömu ástæðu
er það líka oft svo erfitt að koma nöfnum í gegn hjá miðl-
um, — þar er sem sé ekkert um að velja. Það verður að
segja rétta nafnið eða ekki neitt. Stundum ber það við, að
Feda er að reyna að segja nafn einhvers, en þess í milli
er hún búin að segja svo mikið um þann, sem hún vill
nefna, að fundarmaðurinn veit vel, við hvern hún á, en
samt sem áður getur hún ekki komið með nafnið. Tæplega
er þá huglestri til að dreifa, enda segjast þeir, sem
stjórna, hafa betri aðstöðu utan funda en á þeim, til þess
að lesa í hug manna.
Þegar þeir, sem koma vilja skilaboðum, geta ekki sent
Fedu hugsun, eða gert henni hugsunina skiljanlega, reyna
þeir oft að sýna mynd af því, sem þeir vilja láta hana segja
frá. Þess vegna segist Feda oft sjá þetta og þetta, en ef það
eru einhverskonar táknmyndir (symbols), kann hún að mis-
skilja þær, og gerir þá vitleysu, eða svo segir hún sjálf. i
Faðir síra Drayton Thomas segist ekki heldur altaf vita,
hvort Feda fari rétt með það, sem hann vill láta hana segja,
þegar hún er í sambandinu. Hann veit ekki, hvort hún segir
það rétt, sem hann ætlast til að hún segi, eða ekki, — rétt
eins og maður veit ekki altaf, þegar hann talar í síma og
ógreinilega heyrist, hvort sá, sem hann talar við, hefir heyrt
rétt. Þegar hann stjórnar sjálfur, segir hann líka, að tölu-
vert af hugsun hans verði að beinast að þvi að stjórna
miðlinum, þannig, að hann getur ekki einbeitt sér við að