Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 56
182
M O R G U X X
Kvaran segir það satt — heldur höf. áfram — að
hér sé um mikilvægan leyndardóm að ræða. Sjálfur
álítur hann að það hafi í raun og veru verið hinir
framliðnu sjálfir, sem hafi verið þarna viðstaddir
og opinberað sig. — Þar get eg fyrir mitt leyti
ekki verið honum samþykkur. En það skal eg gefa
Kvaran eftir, að ef frú Br. hefir skýrt frá atrið-
um, sem hann hafði enga vitneskju um, og þó síðar
reyndust rétt, þá getur frúin ekki hafa lesið neitt
um þetta í undirvitund Kvarans, en þá hefir hún
á einhvern hátt hlotið að hafa fengið aðgang að
hinni alvísu yfirvitund, sem við komumst ekki hjá
að leita til þegar við eigum að skýra t. d. framsýn-
ina. En fyrir mitt leyti verð eg að kannast við það,
að þegar eg heldur gríp til þessarar tilgátu — eða
þá gef eftir að láta gátuna liggja óráðna — þá er
það ekki af ópersónulegum (hlutlausum) vísinda-
legum ástæðum, heldur vegna hins hvað mér þyk-
ir geðfelt eða ógeðfelt. Og það er mér altof ógeð-
feld hugsun að menn skuli þurfa að leita til miðla
til þess að fá aðgang að dánarheimum, og að gang-
urinn þangað niður — niður í ,,skóginn“ hjá skáld-
inu Dante, þar sem hann mætir Virgli, eigi nú að
byrja í einu eða öðru götunúmeri eða sambands-
fundarsal. Fyrir mig er það algerlega ófær hugsun,
að framliðnir, ef annars væri hægt að fá þá á fund
sinn, gætu verið að nota tíma sinn til þess að segja
frá hinum og þessum einskisverðum smámunum,
sýna sig með hekluverk um hálsinn eða rendur á
pilsinu til þess að sanna nærveru sína. — Þá stað-
reynd læt eg standa, að miðillinn geti séð skygni-
myndir af framliðnum ástvinum vorum og gefið
ýmsar — oftast heldur ómerkilegar upplýsingar
um þá og aðra á óskýranlegan og yfirnáttúrlegan
hátt — en að þetta séu í raun og veru þeir fram-
liðnu sjálfir það efast eg um“ —
Hér hefir M. L. komið fyrir áliti sínu á spiritísman-