Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 31

Morgunn - 01.12.1942, Page 31
MORGUNN 157 klæddur úr jakkanum og í hann aftur, án þess nokkur mannleg hönd sé þar að verki. Þetta gerist raunar í myrkri, en áður en þetta gerist, skipar stjórnandinn fyrir, að kveikja skuli ljósið og rannsaka miðilinn. Það er gert og gengið úr skugga um, að öll böndin, sem hann er bundinn með, séu óhreyfð. Þá er skipað að slökkva, en innan fárra sekúndna er skipað að kveikja aftur og þá situr miðillinn kyrr í stólnum sínum í skyrtunni, en jakkinn liggur á gólfinu. Að þetta gerist ekki með eðlilegu, ,,náttúrlegu“ móti sem kallað er, þótt allt gerist þetta eftir einhverjum náttúrulögmálum og sé því fyllilega ,,náttúrlegt“, verð- ur ljóst, þegar þess er gætt, að hendur miðilsins eru bundnar og handleggirnir margsinnis fast vafðir með böndum við stólbríkurnar. Hver mundi treysta sér til að leika þennan leik á fimm sekúndum, marg-reyrður í stól? Margt annað kemur dularfullt til athugunar í þessu sambandi. 1) Það, að böndin á handleggjunum eru alveg óhreyfð, liggja eins á skyrtuermunum og þau lágu á jakkaermunum áður. 2) er tíminn, sem þetta ger- ist á, furðulega stuttur. 3) heyrist ekki nokkur minnsta hreyfing eða þrusk meðan jakkinn er að hverfa áf miðl- inum. 4) sýna myndirnar, sem hvað eftir annað hafa verið teknar af miðlinum í þessu ástandi, að hárið á honum haggast ekki vitund við þetta, svo að ekki er jakkinn dreginn upp yfir höfuðið á honum. 5) er jakk- inn oft rækilega saumaður saman að framan í fundar- byrjun og ekki haggast saumurinn sá. 6) er miðillinn oft klæddur úr jakkanum meðan báðum höndum hans er haldið, svo að ekki er því til að dreifa, að ermarnar séu dregnar fram af höndunum. 7) er það enn eftirtekt- arvert, að hafi miðillinn haft eitthvað í jakkavösunum, liggur það venjulega við fætur hans á gólfinu, bæði þegar hann er kominn úr jakkanum og eins, þegar hann er kominn í hann aftur. Þetta bendir til þess, að jakk- inn einn sé afholdgaður, ,,dematerialiseraður“, en ekki

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.