Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 32

Morgunn - 01.12.1942, Page 32
158 MORGUNN þeir hlutir, sem í vösunum eru, um þá sé ekki hirt, og þess vegna detti þeir niður á gólfið, þegar. búið sé að breyta jakkanum í annað, léttara efni. Þegar allir fundarmenn hafa skoðað jakkann, sem liggur á gólfinu, oft sex eða átta fet frá miðlinum, skip- ar stjórnandinn, að aftur skuli slökkva og taka hendur miðilsins, því að þá eigi að færa hann í jakkann aftur. Þeir, sem næstir sitja miðlinum, finna þá oft, að jakk- anum er lyft og hann eins og borinn ósýnilegum hönd- um upp að miðlinum. Þegar aftur er kveikt, eftir fáar sekúndur og miðillinn er kominn í jakkann, er allt í sömu skorðum, ekkert band hefir haggazt, enginn saum- ur losnað og jakkinn ber þess á engan hátt menjar, að honum hafi verið kuðlað saman. Annað er ekki síður athyglisvert, og það er, að meðan á þessu hefir staðið, hafa handleggir miðilsins þrútnað svo, að böndin sker- ast inn í holdið. Það sýnir, hversu algerlega ómögulegt það væri, að koma ermunum aftur undir þau til að klæða miðilinn í að eðlilegum hætti. Um þetta fyrirbrigði og myndirnar, sem af því hafa verið teknar, segir Maurice Barbanell, ritstjóri, á þessa leið: „Þessar myndir eru áskorun til efnisvísindanna, því að þær sýna blátt áfram það, sem þau telja ómögulegt. Flutningur jakkans í gegn um böndin sannar, að annað hvort jakkinn eða böndin hafa verið „dematerialiseruð“ — afholdguð — svo að efni gæti farið í gegn um annað efni . . . Þetta sannar tilveru sálræns lögmáls, sem efn- ishyggjumennirnir hafa neitað að væri til . . . þetta af- rek er unnið af ósýnilegum vitsmunaverum“. Síðasta myndin, sem tekin var á transfundi hjá Jack Webber, var mjög merkileg. Sá fundur var haldinn með honum, að því er virtist fullfrískum, tíu dögum áður en hann andaðist. Stjórnandinn fyrirskipaði, að taka skyldi mynd af miðlinum með „infra“-rauðu ljósi. og var það gert. Um þessa mynd sagði stjórnandinn, áður en hún

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.