Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 34

Morgunn - 01.12.1942, Page 34
160 M 0 R G U N N / Til Sálarrannsóknafélagsmanna og fleiri í síðastliðnum marzmánuði birti húsnefnd Sálarrannsóknafél. Islands í blöðum áv;trp eða áskorun til fdlagsmannn, um að leggja fram eftir getu hvers eins stóran eða smánn skerf til liúsbyggingar- sjóðs félagsins, sem því hefir lengi verið þörf á, og fer sú þörf ekki minnkandi — allt að því að vera lífsskilyrði, sem þyrfti að vera öllum vinum málsins hugfast. Vér höfum enn ekki leitað um þetta til hvers einstaks, en ætluð- umst í ávarpi voru aðeins til þess, að hver sendi eða afhendi ein- hverjum af oss nefndarmönnum framlag sitt. Hafa að vísu allmargir gert það, — þar á meðal myndarleg gjöf vestan frá Kyrrahafi, — en þó hvergi nærri eins og vér höfðum búizt við og með þarf ef duga skal. Vér ætlum þó ekki, að það stafi af áhuga eða vilja- leysi, en ef til vill ætla margir að til sín verði sérstaklega leitað, og mun það ráð ef til vill enn þá verða tekið. Að þessu sinni viljum vér þó áður endurnýja aftur fyrri áskorun vora, að sem flestir vilji koma til vor, því, sem þeir vilja og geta af mörkum látið, ótilkvaddir af öðru en þessu ávarpi voru. Það má gjarnan vera nokkuð stórt, en gleyma ]ió ekki, að hið smáa hefir undraverðan mátt til að safnast og verða stórt. Vér lifum á miklum harmkvælatímum. Flestar þjóðir berjast angistarfullar fyrir lífi sínu og lifa við margs konar skort, þar á meðal sjálfsngt fjárskort, áfallinn eða yfirvofandi. En þá vill svo undarlega til, að ]ietta heimsástnnd hefir ausið fé í oss íslendinga, svo að nálega hver maður hefir nú yfir meira fé að ráða en dæmi eru til. En þó að þetta séu blóðpeningar, verður ekki kovnizt hjá að nrtta ])á, og ríður ])á á, að þnð sé gert í nokkru menningar og mann- úðarskyni. Og hverjir sem dómar eru um það, hvernig oss hafi tekizt þetta yfirleitt eSa sé að takast það, þá er ekki að neita, að þetta hefir verið gert og safnað stórfúlgum á þessum missirum til margra íyrirtækja, sem öll hafa verið góð til líknar eða mcnningar á ann- an hátt. En um leið og vér minnum á að málefni vort stendur í þessu engu öðru að baki, leyfum vér oss aS vona að félag vort verði að- njótandi ])ess góða fjárhags, sem margir hafa nú. Þó aS við ])á peninga loði harmur og tár, ])á er það eitt aðalinark ])essa máls, aS mýkja þann sviða.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.