Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 76

Morgunn - 01.12.1942, Page 76
202 M O R G U N N ing með oss, á hvern hátt þeir hljóti þessa leiðsögn, þessa hjálp. Vér skulum því athuga það mál nokkuð nánar. Sumir menn eiga örðugt með að trúa á leiðsögn hinna ósýnilegu hjálpenda, sem ég er fyrir mitt leyti sann- færður um að séu milliliðir Guðs og barna hans, hvoru megin líkamsgrafarinnar, sem þau lifa. Við mig hefir oftar en einu sinni verið sagt sem svo: ,,Ég trúi því, að Guð hjálpi mér og öllum vinum mínum lífs og liðn- um, en alla þessa engla og anda, sem þú vilt setja milli mín og hans kæri ég mig ekkert um. Ég trúi svo á mátt hans, að hann þurfi engra annara hjálpar til að hjálpa mér“. En ef nánar er að gáð, getum vér þá verið alveg viss um, að svo sé? Erum vér alveg örugg um, að Guð geti hjálpað mannlegum einstaklingum án þess að nota aðra einstaklinga sem þjóna sína? Lítum aðeins á, hvernig Guð virðist stjórna þessum jarðneska heimi, hvernig hann virðist fara að því að koma áformum sínum í fram- kvæmd þar. Sjáum vér ekki, að Guð stjórnar hér á jörðu með milliliðum? Notar hann ekki mennina hvern í ann- ars þjónustu? Og hefir hann ekki á öllum öldum notað milliliði, spámenn og sjáendur, til þess að opinbera oss markmið sín og heilagan vilja? Skorti þessa milliliði, getur hann ekki veitt mannkyninu leiðsögn sína og þá fer sem nú er farið, að bölvun sezt í sæti blessunarinn- ar meðal mannanna. En þannig getum vér fengið beina vitneskju um, að Guð stjórni ósýnilega heiminum, að hann stjórni honum ekki beint, heldur með þeim milli- liðum, sem vér nefnum engla og anda. Sumir þessara heilögu þjóna hans hafa sannanlega lifað áður hér á jörðu, þeir hafa sannað oss hverjir þeir voru, meðan þeir lifðu í jarðnesku holdi. Um aðra þessa blessuðu þjóna getum vér ekkert fullyrt, vera má, að þeir hafi aldrei á jörðunni lifað, tilveran er víð og möguleik- arnir eru margir.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.