Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 76
202 M O R G U N N ing með oss, á hvern hátt þeir hljóti þessa leiðsögn, þessa hjálp. Vér skulum því athuga það mál nokkuð nánar. Sumir menn eiga örðugt með að trúa á leiðsögn hinna ósýnilegu hjálpenda, sem ég er fyrir mitt leyti sann- færður um að séu milliliðir Guðs og barna hans, hvoru megin líkamsgrafarinnar, sem þau lifa. Við mig hefir oftar en einu sinni verið sagt sem svo: ,,Ég trúi því, að Guð hjálpi mér og öllum vinum mínum lífs og liðn- um, en alla þessa engla og anda, sem þú vilt setja milli mín og hans kæri ég mig ekkert um. Ég trúi svo á mátt hans, að hann þurfi engra annara hjálpar til að hjálpa mér“. En ef nánar er að gáð, getum vér þá verið alveg viss um, að svo sé? Erum vér alveg örugg um, að Guð geti hjálpað mannlegum einstaklingum án þess að nota aðra einstaklinga sem þjóna sína? Lítum aðeins á, hvernig Guð virðist stjórna þessum jarðneska heimi, hvernig hann virðist fara að því að koma áformum sínum í fram- kvæmd þar. Sjáum vér ekki, að Guð stjórnar hér á jörðu með milliliðum? Notar hann ekki mennina hvern í ann- ars þjónustu? Og hefir hann ekki á öllum öldum notað milliliði, spámenn og sjáendur, til þess að opinbera oss markmið sín og heilagan vilja? Skorti þessa milliliði, getur hann ekki veitt mannkyninu leiðsögn sína og þá fer sem nú er farið, að bölvun sezt í sæti blessunarinn- ar meðal mannanna. En þannig getum vér fengið beina vitneskju um, að Guð stjórni ósýnilega heiminum, að hann stjórni honum ekki beint, heldur með þeim milli- liðum, sem vér nefnum engla og anda. Sumir þessara heilögu þjóna hans hafa sannanlega lifað áður hér á jörðu, þeir hafa sannað oss hverjir þeir voru, meðan þeir lifðu í jarðnesku holdi. Um aðra þessa blessuðu þjóna getum vér ekkert fullyrt, vera má, að þeir hafi aldrei á jörðunni lifað, tilveran er víð og möguleik- arnir eru margir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.