Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 9
FÆÐING JESTJ
87
En frá sagnfræðilegu sjónarmiði litið er ekkert mjög óvenju-
legt eða eftirtektarvert við þetta.
Ilinar frægu kviður Hómers voru ekki skráðar fyrr en mörg-
um öldum eftir að þessi flæklings skáld, sem reikuðu frá einu
þorpi til annars og fluttu dýrðarljóðin um Hektor og Akkilles
hrifnum ungum Grikkjum, voru horfin.
Á þessum tímum, þegar fólk varð að treysta hinu tala orði
til fróðleiks og frétta, þroskaðist í mönnum mjög nákvæmt
minni. Sögur gengu frá föður til sonar alveg jafn nákvæmlega
eins og þeim nú er skilað í hendur komandi kynslóða með hinu
prentaða orði.
Ennfremur megum við ekki gleyma því, að eftir að Jesús
hafði hafnað hlutverki gyðinglegrar þjóðhetju (sem var kær-
komin von margra þeirra, sem á hann trúðu), þá neyddist
hann til þess að umgangast næstum eingöngu mjög fátæka og
fáfróða fiskimenn og veitingamenn, sem voru langt frá því að
vera neinir rithöfundar eða ritstjórar, enda flestir þeirra vafa-
laust óskrifandi með öllu.
Og að lokum virtist það hrein timasóun að fara að gera grein
fyrir lífi hans og kenningum, þegar búið var að krossfesta
hann.
Lærisveinar Jesú trúðu því statt og stöðugt að heimsendir
væri í nánd. Meðan þeir biðu dómsdags, þá hirtu þeir ekki um
að setja saman bækur, sem hvort eð er eyðilegðust í eldi frá
himni.
En árin liðu, og það varð æ bersýnilegra, að hnötturinn ætlaði
að halda áfram rólegri ferð sinni um rúmið enn um margar
ókomnar aldir; voru gerðar tilraunir til þess að safna saman
endurminningum þeirra, sem höfðu þekkt Jesú persónulega og
höfðu heyrt; hann tala og verið félagar hans hinztu ár hans.
Margir þeirra voru án efa enn á lífi og þeir sögðu frá þvi,
sem þeir vissu. Smám saman var sundurlausum pörtum, sem
þeir mundu úr hinum frægu ræðum spámannsins, safnað sam-
an þangað til að þeir mynduðu bók.
Því næst voru dæmisögumar endursagðar og safnað í ann-
að bindi.