Morgunn - 01.12.1972, Side 11
FÆÐING JESÚ
89
Lúkas, sem þriðja guðspjallið dregur nafn sitt af, var að sögn
læknir.
Það getur vel verið að hann hafi verið skólameistari.
Hann lýsti mjög hátíðlega yfir því, að hann hefði lesið allar
þær aðrar ævisögur Krists, sem þá voru í umferð, en honum
þætti engin þeirra alveg fullnægjandi. Hann hefði því ákveðið
að skrifa sjálfur bók um þetta efni.
Hugðist hann segja lærisveinum sínum allt, sem áður var
kunnugt, og bæta þar við ýmsum atriðum, sem aldrei hefðu
verið birt áður. Hann stóð við það með því að eyða miklum
tíma og athugunum í einstök atriði, sem Matteusi og Jóhann-
esi höfðu yfirsézt, og með þessari samvizkusömu rannsókn
gerði hann okkur öllum mikinn greiða.
Hvað snertir Markús, þá hafa Biblíufræðimenn beint athygli
sinni mjög að ritum hans.
Við óljóst baksvið síðustu daga Jesú, sjáum við iðulega bregða
fyrir þessum gáfaða unga manni, sem hafði ákveðnu en minni-
háttar hlutverki að gegna í Golgata-harmleiknum.
Stundum sjáum við hann í sendiferðum fyrir Jesú.
Kvöldið, sem síðustu kvöldmáltiðarinnar var neytt, sjáum
við hann snarast inn í Getsemanegarðinn til þess að aðvara
spámanninn, að hermenn öldungaráðsins séu að koma til þess
að taka hann höndum.
Og við fréttum einnig af honum sem ritara og ferðafélaga
þeirra Péturs og Páls.
En við fáum aldrei ljósiega að vita, hver hann var, eða hvað
hann raunverulega gerði eða hvernig sambandi hans við Jesú
sjálfan var háttað.
Guðspjallið, sem ber nafn hans, gerir þetta enn erfiðara við-
fangs. Það virðist vera einmitt þess háttar verk, sem slíkur ung-
ur maður kynni að hafa gert framúrskarandi vel. Það sýnir
persónulega þekkingu á ýmsum atburðum. Þar er sleppt all-
mörgu, sem tekið er með í hinum guðspjöllunum, en þegar
staðnæmzt er til þess að lýsa ákveðnum atburði, er frásögnin
i senn lifandi og brugðið upp fjölda litríkra smásagna.
Á þennan nána persónulega frásagnarblæ hefur oft verið